Fótbolti

Gary Lineker: Ekkert lið á EM jafn kraftmikið og Ísland

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
"Nú höfum við séð öll 24 liðin á EM en ekkert þeirra er jafn kraftmikið og Ísland,“ sagði gamli refurinn.
"Nú höfum við séð öll 24 liðin á EM en ekkert þeirra er jafn kraftmikið og Ísland,“ sagði gamli refurinn. Vísir/EPA
Umfjöllun BBC um leik Ísland og Portúgal var af dýrari gerðinni í kvöld þar sem Gary Lineker, framherjinn og þáttastjórnandinn frægi, stýrði umfjölluninni af stakri snilld. Sérfræðingarnir sem í þættinum voru vita ýmislegt um fótbolta og fóru fögrum orðum um Ísland.

Thierry Henry, Alan Shearer og Vincent Kompany voru mættir til leiks ásamt Lineker og voru þeir afar ánægðir með baráttugleði íslenska landsliðsins sem tryggði sér frábært stig gegn Portúgal í kvöld.

„Það er erfitt að átta sig á því hvaða áhrif jafnteflið mun hafa á Íslandi. Leikmennirnir voru kannski ofurliði bornir í fyrri hálfleik en þeir eru sannarlega hetjur núna. Þetta eru stórbrotin úrslit,“ sagði Kompany, fyrirliði Manchester City og Belgíu sem missti af EM vegna meiðsla.

Það var þó Gary Lineker, þáttastjórnandinn sjálfur sem stal senunni þegar hann lauk þættinum á eftirfarandi orðum:

„Nú höfum við séð öll 24 liðin á EM en ekkert þeirra er jafn kraftmikið og Ísland.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×