Fótbolti

Ronaldo vildi ekki skiptast á treyjum við okkar menn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fyrirliðarnir Aron Einar Gunnarsson og Cristiano Ronaldo ætluðu að skiptast á treyjum en ekkert varð úr því.
Fyrirliðarnir Aron Einar Gunnarsson og Cristiano Ronaldo ætluðu að skiptast á treyjum en ekkert varð úr því. Vísir/Getty
Treyjan sem Cristiano Ronaldo lék í gegn Íslendingum í Saint-Étienne er ekki í eigu neins leikmanna íslenska landsliðsins. Alþekkt er að leikmenn skiptist á treyjum eftir leik, hvort sem er úti á velli eða að starfsmenn landsliðsins sjái um þau skipti í klefanum eftir leik.

„Ég held hann hafi ekki viljað sjá okkur eftir leikinn,“ sagði Jóhann Berg á blaðamannafundi í morgun. Hann hafði heyrt af því að fyrirliðarnir, Aron Einar og Ronaldo, ætluðu að skiptast á treyjum en ekkert hefði orðið af því.

„Siggi fór yfir, en þeir vildu ekki sjá Sigga greyið,“ sagði Jóhann Berg en Sigurður Þórðarson, liðsstjóri liðsins, hafði þá farið til Portúgalana sem höfðu engan áhuga á treyjuskiptum.

Jói sagði Gylfa líklega hafa fengið eina treyju frá liðsfélaga sínum hjá Swansea en annars væri leikmönnum liðsins alveg sama um treyju leikmanna Portúgals.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×