Fótbolti

Fá ekki að æfa á keppnisvellinum þökk sé AC/DC

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ástralska hljómsveitin AC/DC á tónleikum árið 2009.
Ástralska hljómsveitin AC/DC á tónleikum árið 2009. vísir/afp
Strákarnir okkar í karlalandsliðinu fá ekki að æfa á keppnisvellinum Stade Vélodrome í Marseille í dag eins og tíðkast. Hið sama gildir um Ungverja. Ástæðan er sú að ástand vallarins er allt annað en gott sem má rekja til AC/DC tónleika sem fóru fram á leikvanginum á dögunum.

Englendingar og Rússar spiluðu á vellinum í 1. umferðinni og svo mættust Frakkar og Albanir á sama stað í fyrrakvöld. Didier Deschamps, þjálfari Frakka, var allt annað en ánægður með grasið á vellinum en leikmenn áttu á köflum erfitt með að fóta sig.

Blaðamannafundur hjá Íslandi fer fram klukkan 17:15 að staðartíma, 15:15 að íslenskum tíma, og í framhaldinu verður farið á æfingu á æfingavelli sem er í nokkurri fjarlægð frá keppnisvellinum.

Vonir standa til að þetta verði til þess að ástandið á vellinum verði þokkalegt á morgun þegar Ísland og Ungverjaland mætast klukkan 18 að staðartíma, klukkan 16 að íslenskum tíma.


 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×