Umdeild ummæli Magnúsar Orra Schram Birgir Dýrfjörð skrifar 2. júní 2016 07:00 Við eigum að stofna nýja hreyfingu sem stefni saman fólki frá miðju til vinstri. Hreyfingu sem rúmar fjölbreyttar raddir og mörg sjónarmið.“ – Þessi ummæli Magnúsar Orra Schram lýsa þeim draumi að sameina alla jafnaðarmenn í einni öflugri hreyfingu. Hann vill hefja samtal við aðrar stjórnmálahreyfingar og fólk utan flokka, um auðlindir í almannaþágu, um nýja stjórnarskrá, umhverfisvernd, eflingu velferðar, jöfn tækifæri o.fl. o.fl. Samfylkingin er ávöxtur þróunar og rökrétt er að halda opnum tækifærum til að hún geti þróast áfram. Á þeirri vegferð verður að sýna tillitsemi. Ekki má stranda á nafngiftum. Samfylkingin héldi t.d. vel sóma sínum í flokki sem héti Jafnaðarmannaflokkur Íslands. Það er eðlilegt að fólki sýnist sitt hvað um framtíðarsýn Magnúsar Orra og ræði það. En afar ómakleg ummæli Ólínu Þorvarðardóttur og Margrétar Frímannsdóttur, í fjölmiðlum, gefa þó tilefni til að skoða aðdraganda og tilurð Samfylkingarinnar. Margrét sagði m.a. að hugmyndin væri algjört bull og fólk ætti að skoða það sem fyrir er og byggja ofan á það. Lítilsvirðandi ummæli hennar í garð frambjóðendanna til formanns hirði ég ekki um að tíunda hér. Fyrirsögnin um skrif Ólínu Þorvarðardóttur í fjölmiðlum var: „Ólína biðst vægðar gegn sjálfsmorðsárásum örvæntingarfullra formannsframbjóðenda.“ Þar skrifar hún um „karlpeninginn“ í Samfylkingunni, sem boðar dauða flokksins nema hann fái að ráða honum. Hún skrifar þar um, að flokkurinn geti dafnað vel fái hann frið fyrir fólki með þeirra hugarfar. Ætli ráðið til að fá frið fyrir „karlpeningnum“ í Samfylkingunni sé þá að breyta henni í Kvennalista? Þróun samfylkingar félagshyggjufólks Haustið 1989 voru viðræður milli fólks úr Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum um að sameinast í framboði til borgarstjórnar Reykjavíkur. Ekki náðist eining í Alþýðubandalaginu, en öflugur hópur undir forystu Kristínar Ólafsdóttur, borgarfulltrúa og Margrétar Björnsdóttur og fleiri jafnaðarmanna í Alþýðubandalaginu ákvað að bjóða fram undir heitinu Nýr vettvangur. Það var forsenda fyrir framboðinu að Alþýðuflokkurinn yrði ekki formlegur aðili að því. Þá tók Alþýðuflokkurinn þá djörfu ákvörðun, í fyrsta sinn frá stofnun hans, að bjóða ekki fram eigin lista til borgarstjórnar. Hann gaf af sínu og lýsti yfir stuðningi við Nýjan vettvang. Enginn sakaði forustu Alþýðuflokksins um sjálfsmorðsárás. Enginn sagði þá um félaga sína, – einsog Ólína nú: „Flokkurinn á alla möguleika á því að dafna vel fái hann frið fyrir fólki með þetta hugarfar.“ Enginn lýsti því sem „sjálfsmorðsárásum örvæntingafullra frambjóðenda“. Enginn sagði þá að „karlpeningurinn“ í Alþýðuflokknum „kepptist við að boða dauða flokksins nema þeir fái að stjórna honum“. Við röðun á framboðslista Nýs vettvangs var svo viðhaft opið prófkjör. Í efsta sæti listans lenti þekkt fréttakona í sjónvarpinu. Ólína Þorvarðardóttir. Hún var óflokksbundin. Varaformaður Alþýðuflokksins Jóhanna Sigurðardóttir hvatti svo flokksfólk mjög að kjósa óflokksbundna manneskju. Líklega er það skáldleg gráglettni að tilvitnuð ummæli hér að ofan eru öll fengin úr skrifum Ólínu Þorvarðardóttur. Þau féllu vegna hugmynda Magnúsar Orra um að þróa Samfylkinguna áfram á nýjum vettvangi jafnaðarmanna. Var R-listinn sjálfsmorðsárás? Árið 1994 ákváðu félagshyggjuflokkarnir þrír í Reykjavík plús Kvennalistinn að sameinast í einu framboði, R-listanum. Líklega er tími R-listans árangursríkasta skeiðið í samstarfi félagshyggjuaflanna í landinu. Myndi Ólína kalla stofnun hans sjálfsmorðsárás? Varla. Árið 1994 varð einnig sá afdrifaríki atburður í sundrungarsögu félagshyggjuflokkanna að einn þeirra, Alþýðuflokkurinn, var klofinn. Jóhanna Sigurðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir og fleiri góðir jafnaðarmenn stofnuðu Þjóðvaka eftir að Jóhanna Sigurðardóttir tapaði formannskjöri í Alþýðuflokknum. Þá hefði verið hægt að snúa fyrrgreindum ummælum Ólínu um Magnús Orra upp á hana sjálfa, og tala um „kvenpening, sem keppist við að boða dauða flokksins nema þær fái að stjórna honum“. – Klofningur Alþýðuflokksins leiddi af sér stjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, sem stóð í fjórtán ár, með þekktum afleiðingum. Árið 1999 ákváðu Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn, Samtök um kvennalista og Þjóðvaki að mynda kosningabandalag, sem síðar yrði flokkur. Kosningabandalagið var kallað Samfylkingin. Enginn var sakaður um sjálfsmorðsárás. Markmið Samfylkingarinnar var að ná öllum þessum flokkum í eina hreyfingu. Það gekk að mestu leyti eftir utan þó að Alþýðubandalagið klofnaði. Úr þeim klofningi varð til stjórnmálaflokkur, Vinstri græn, sem nú mælist helmingi stærri en Samfylkingin. Kannski er sú staðreynd ástæða fyrir beiskjunni í stóradómi Margrétar Frímannsdóttur, þáverandi formanns Alþýðubandalagsins, í sjónvarpinu 18. maí sl. Ég hef hér að framan stiklað á nokkrum atriðum sem varða breytingar á starfsháttum félagshyggjuflokkanna á Íslandi. Lifandi samfélög taka breytingum. Stjórnmálahreyfingar mega ekki staðna. Þær verða að geta lagað starfshætti sína og skipulag að breyttum samfélögum. Það er kjarni lýðræðisjafnaðarmanna, að geta það og gera, án þess að grunnkenningin: „ég á að gæta bróður míns“ breytist. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við eigum að stofna nýja hreyfingu sem stefni saman fólki frá miðju til vinstri. Hreyfingu sem rúmar fjölbreyttar raddir og mörg sjónarmið.“ – Þessi ummæli Magnúsar Orra Schram lýsa þeim draumi að sameina alla jafnaðarmenn í einni öflugri hreyfingu. Hann vill hefja samtal við aðrar stjórnmálahreyfingar og fólk utan flokka, um auðlindir í almannaþágu, um nýja stjórnarskrá, umhverfisvernd, eflingu velferðar, jöfn tækifæri o.fl. o.fl. Samfylkingin er ávöxtur þróunar og rökrétt er að halda opnum tækifærum til að hún geti þróast áfram. Á þeirri vegferð verður að sýna tillitsemi. Ekki má stranda á nafngiftum. Samfylkingin héldi t.d. vel sóma sínum í flokki sem héti Jafnaðarmannaflokkur Íslands. Það er eðlilegt að fólki sýnist sitt hvað um framtíðarsýn Magnúsar Orra og ræði það. En afar ómakleg ummæli Ólínu Þorvarðardóttur og Margrétar Frímannsdóttur, í fjölmiðlum, gefa þó tilefni til að skoða aðdraganda og tilurð Samfylkingarinnar. Margrét sagði m.a. að hugmyndin væri algjört bull og fólk ætti að skoða það sem fyrir er og byggja ofan á það. Lítilsvirðandi ummæli hennar í garð frambjóðendanna til formanns hirði ég ekki um að tíunda hér. Fyrirsögnin um skrif Ólínu Þorvarðardóttur í fjölmiðlum var: „Ólína biðst vægðar gegn sjálfsmorðsárásum örvæntingarfullra formannsframbjóðenda.“ Þar skrifar hún um „karlpeninginn“ í Samfylkingunni, sem boðar dauða flokksins nema hann fái að ráða honum. Hún skrifar þar um, að flokkurinn geti dafnað vel fái hann frið fyrir fólki með þeirra hugarfar. Ætli ráðið til að fá frið fyrir „karlpeningnum“ í Samfylkingunni sé þá að breyta henni í Kvennalista? Þróun samfylkingar félagshyggjufólks Haustið 1989 voru viðræður milli fólks úr Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum um að sameinast í framboði til borgarstjórnar Reykjavíkur. Ekki náðist eining í Alþýðubandalaginu, en öflugur hópur undir forystu Kristínar Ólafsdóttur, borgarfulltrúa og Margrétar Björnsdóttur og fleiri jafnaðarmanna í Alþýðubandalaginu ákvað að bjóða fram undir heitinu Nýr vettvangur. Það var forsenda fyrir framboðinu að Alþýðuflokkurinn yrði ekki formlegur aðili að því. Þá tók Alþýðuflokkurinn þá djörfu ákvörðun, í fyrsta sinn frá stofnun hans, að bjóða ekki fram eigin lista til borgarstjórnar. Hann gaf af sínu og lýsti yfir stuðningi við Nýjan vettvang. Enginn sakaði forustu Alþýðuflokksins um sjálfsmorðsárás. Enginn sagði þá um félaga sína, – einsog Ólína nú: „Flokkurinn á alla möguleika á því að dafna vel fái hann frið fyrir fólki með þetta hugarfar.“ Enginn lýsti því sem „sjálfsmorðsárásum örvæntingafullra frambjóðenda“. Enginn sagði þá að „karlpeningurinn“ í Alþýðuflokknum „kepptist við að boða dauða flokksins nema þeir fái að stjórna honum“. Við röðun á framboðslista Nýs vettvangs var svo viðhaft opið prófkjör. Í efsta sæti listans lenti þekkt fréttakona í sjónvarpinu. Ólína Þorvarðardóttir. Hún var óflokksbundin. Varaformaður Alþýðuflokksins Jóhanna Sigurðardóttir hvatti svo flokksfólk mjög að kjósa óflokksbundna manneskju. Líklega er það skáldleg gráglettni að tilvitnuð ummæli hér að ofan eru öll fengin úr skrifum Ólínu Þorvarðardóttur. Þau féllu vegna hugmynda Magnúsar Orra um að þróa Samfylkinguna áfram á nýjum vettvangi jafnaðarmanna. Var R-listinn sjálfsmorðsárás? Árið 1994 ákváðu félagshyggjuflokkarnir þrír í Reykjavík plús Kvennalistinn að sameinast í einu framboði, R-listanum. Líklega er tími R-listans árangursríkasta skeiðið í samstarfi félagshyggjuaflanna í landinu. Myndi Ólína kalla stofnun hans sjálfsmorðsárás? Varla. Árið 1994 varð einnig sá afdrifaríki atburður í sundrungarsögu félagshyggjuflokkanna að einn þeirra, Alþýðuflokkurinn, var klofinn. Jóhanna Sigurðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir og fleiri góðir jafnaðarmenn stofnuðu Þjóðvaka eftir að Jóhanna Sigurðardóttir tapaði formannskjöri í Alþýðuflokknum. Þá hefði verið hægt að snúa fyrrgreindum ummælum Ólínu um Magnús Orra upp á hana sjálfa, og tala um „kvenpening, sem keppist við að boða dauða flokksins nema þær fái að stjórna honum“. – Klofningur Alþýðuflokksins leiddi af sér stjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, sem stóð í fjórtán ár, með þekktum afleiðingum. Árið 1999 ákváðu Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn, Samtök um kvennalista og Þjóðvaki að mynda kosningabandalag, sem síðar yrði flokkur. Kosningabandalagið var kallað Samfylkingin. Enginn var sakaður um sjálfsmorðsárás. Markmið Samfylkingarinnar var að ná öllum þessum flokkum í eina hreyfingu. Það gekk að mestu leyti eftir utan þó að Alþýðubandalagið klofnaði. Úr þeim klofningi varð til stjórnmálaflokkur, Vinstri græn, sem nú mælist helmingi stærri en Samfylkingin. Kannski er sú staðreynd ástæða fyrir beiskjunni í stóradómi Margrétar Frímannsdóttur, þáverandi formanns Alþýðubandalagsins, í sjónvarpinu 18. maí sl. Ég hef hér að framan stiklað á nokkrum atriðum sem varða breytingar á starfsháttum félagshyggjuflokkanna á Íslandi. Lifandi samfélög taka breytingum. Stjórnmálahreyfingar mega ekki staðna. Þær verða að geta lagað starfshætti sína og skipulag að breyttum samfélögum. Það er kjarni lýðræðisjafnaðarmanna, að geta það og gera, án þess að grunnkenningin: „ég á að gæta bróður míns“ breytist. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun