Hættulegir veðurfræðingar Þórlindur Kjartansson skrifar 3. júní 2016 07:00 Öðru hverju hljóta veðurfræðingar umtalsverða frægð. Þegar sérstaklega hættulegar lægðir nálgast landið fellur það gjarnan í hlut einhvers veðurfræðingsins að gerast talsmaður óveðursins. Veðurfræðingurinn er í löngum viðtölum í upphafi fréttatíma á öllum stöðvum og er kallaður til í aukafréttir ef veðurofsinn nær umtalsverðum styrk. Þessi veðurfræðingur útskýrir fyrir hönd veðursins allar þær djöfullegu fyrirætlanir sem það hefur í hyggju. „Veðrið mitt ætlar að skemma trampólínin ykkar,“ segir hann við börnin. „Veðrið mitt ætlar að feykja gasgrillinu ykkar út af svölunum og inn um gluggann hjá nágrönnunum,“ segir hann við foreldrana. „Veðrið mitt ætlar að fella þig úti á miðri götu og mjaðmagrindarbrjóta þig,“ segir talsmaðurinn við eldri borgarana. Ef margar hættulegar lægðir berast hingað á skömmum tíma, og sami veðurfræðingur gerist talsmaður þeirra allra, þá er hætt við því að veðurfræðingurinn verði smám saman samsamaður illviðrunum í hugum fólks. Það eitt að sjá mynd af þessum ólánsama veðurfræðingi getur sett af stað efnaskipti í heilanum sem framkalla ótta og kvíða. Tilfinningarnar taka völdin.Flókinn og einfaldur heili Mannsheilinn er nefnilega magnað og flókið líffæri. En heilinn er líka einfaldur þegar það hentar. Ef manneskja lendir í raunverulegu hættuástandi þá bregst heilinn við með því að einfalda slíka aðstöðu til mikilla muna. Þegar manni er ógnað með hnífi þá veltir hann ekki fyrir sér á þeirri stundu hvort árásarmanninum líði eitthvað illa, eða hvort rekja megi ofbeldishneigð hans til flókinna félagslegra þátta. Heilinn segir bara: „Flýja“ eða „Berjast!“. Þessi einfalda forskrift heilans við slíkar aðstæður er ómetanleg í harðri lífsbaráttu villtra dýra, en getur leitt okkur á rökfræðilega refilstigu í daglegu lífi. Frumstæðustu hlutar heilans eiga nefnilega erfitt með að gera greinarmun á orsök og afleiðingu. Það er of flókið. Eðlisávísunin skilur miklu betur merki og viðvaranir. Hún talar beint inn í tilfinningar okkar og þess vegna finnum við oft ónot gagnvart hlutum sem á einhvern hátt tengjast því sem við skynjum sem hættu eða ógn; hvort sem það er rökrétt eða ekki.Skjótum sendiboðann Veðurfræðingarnir sem tala fyrir hönd hættulegs veðurs eru vitaskuld ekki persónulega ábyrgir fyrir illviðrinu, en heilinn í okkur gerir ekki alltaf þennan greinarmun. Einhver hluti af okkur lærir af reynslunni að tilteknir veðurfræðingar séu hættulegir. Þeir boða illviðri og þar með valda þeir illviðri. Við þurfum ekki að leita langt til þess að finna kunnugleg dæmi um þessi áhrif. Alls staðar keppast menn við að fá að vera fyrstir til þess að segja góðar fréttir, en vilja síður vera að segja þær slæmu. Þetta er oft hlægilega áberandi í fyrirtækjakúltúr þar sem menn hlaupa hver um annan þveran til þess að bera forstjóranum góðar fréttir, en forðast það sem heitan eldinn að lenda í því hlutverki að segja henni frá einhverju sem miður fór. Gildir þá einu hvort boðberinn ber nokkra einustu ábyrgð á innihaldi fréttanna. Innst inni segir eðlisávísun okkar allra að enn eimi eitthvað eftir af þeim forna sið konunga að aflífa boðbera vondra tíðinda.Órökréttar hættur Heilinn les úr umhverfi sínu margs kyns vísbendingar og þar sem flest okkar búa blessunarlega við fremur fábreytilega og örugga hversdagstilveru þá sækjum við áhættumat okkar í fjölmiðla og afþreyingu. Eðli málsins samkvæmt er ætíð nóg af hörmungum og lífshættu í fjölmiðlum, og jafnvel nú, þegar allir vísar sýna að við lifum á friðsælasta skeiði mannkynssögunnar, er lítið mál að fylla blöð og fréttatíma af hörmungarfregnum. Foreldrar eru til dæmis gjarnan afskaplega hræddir um að börnunum þeirra verði rænt—einkum í útlöndum, þótt það séu nánast engar líkur á að það gerist í raunveruleikanum. Það gerist hins vegar oft í bíómyndum og þar með skýtur rótum í okkur ástæðulaus ótti. Frumstæður heili okkar ályktar líka sem svo að úr því fjallað er mikið um hryðjuverk í fjölmiðlum þá hljóti hryðjuverk að vera mikil ógn. Þó er það svo að jafnvel þeir sem voru svo ólánssamir að vera staddir í New York daginn sem árásin var gerð á Tvíburaturnana áttu 99,99% líkur á því að sleppa algjörlega óskaddaðir. Og þeir sem voru í París þegar árásirnar þar voru gerðar voru jafnvel ennþá ólíklegri til þess að skaðast. Raunverulega hættan er mun minni en sú sem við skynjum. Mjög stór hluti af þeim fréttum sem fylla fréttatíma okkar af hörmungum tengjast Mið-Austurlöndum. Við fáum líka mikið af fréttum sem tengjast vandamálum innflytjenda frá þeim svæðum. Hinn frumstæði þáttur heilans fer því óhjákvæmilega að setja samasemmerki á milli fólks sem lítur einhvern veginn út og svo þeirra vandamála sem stöðugt er fjallað um.Slagsmál við Ýmishúsið Í fyrradag varð sá atburður að átök urðu vegna útburðar félags úr Ýmishúsinu. Lögreglumaðurinn skynsami, Biggi lögga, sagðist í DV í gær hafa komið að ótal útburðarmálum þar sem til átaka hefði komið milli Íslendinga en þetta væri hins vegar í fyrsta sinn sem það væri ljósmyndað í bak og fyrir. Og í gær birtist einmitt slík mynd á forsíðu þessa blaðs þar sem múslímskur karlmaður réðst á annan. Myndin var dramatísk og sönn, en samt orkar það tvímælis að veita henni það vægi sem gert var. Atburðurinn var vissulega fréttnæmur en það er vandasamt að fjalla um hann þannig að sanngjarnt sé. Það sem sumir myndu kalla „þöggun“ gæti við nánari athugun reynst vera skynsamleg tillitssemi við hóp sem býr við þann veruleika að vera eins og veðurfræðingurinn óheppni; sífellt tengdur við atburði sem eru gjörsamlega fyrir utan hans eigið áhrifavald. Vonandi hefur hinn þróaðri og rökréttari hluti heilans betur þegar fólk leggur mat á það sem gerðist við Ýmishúsið í fyrradag og aðrar fréttir sem sýna hina ýmsu hópa í neikvæðu ljósi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Öðru hverju hljóta veðurfræðingar umtalsverða frægð. Þegar sérstaklega hættulegar lægðir nálgast landið fellur það gjarnan í hlut einhvers veðurfræðingsins að gerast talsmaður óveðursins. Veðurfræðingurinn er í löngum viðtölum í upphafi fréttatíma á öllum stöðvum og er kallaður til í aukafréttir ef veðurofsinn nær umtalsverðum styrk. Þessi veðurfræðingur útskýrir fyrir hönd veðursins allar þær djöfullegu fyrirætlanir sem það hefur í hyggju. „Veðrið mitt ætlar að skemma trampólínin ykkar,“ segir hann við börnin. „Veðrið mitt ætlar að feykja gasgrillinu ykkar út af svölunum og inn um gluggann hjá nágrönnunum,“ segir hann við foreldrana. „Veðrið mitt ætlar að fella þig úti á miðri götu og mjaðmagrindarbrjóta þig,“ segir talsmaðurinn við eldri borgarana. Ef margar hættulegar lægðir berast hingað á skömmum tíma, og sami veðurfræðingur gerist talsmaður þeirra allra, þá er hætt við því að veðurfræðingurinn verði smám saman samsamaður illviðrunum í hugum fólks. Það eitt að sjá mynd af þessum ólánsama veðurfræðingi getur sett af stað efnaskipti í heilanum sem framkalla ótta og kvíða. Tilfinningarnar taka völdin.Flókinn og einfaldur heili Mannsheilinn er nefnilega magnað og flókið líffæri. En heilinn er líka einfaldur þegar það hentar. Ef manneskja lendir í raunverulegu hættuástandi þá bregst heilinn við með því að einfalda slíka aðstöðu til mikilla muna. Þegar manni er ógnað með hnífi þá veltir hann ekki fyrir sér á þeirri stundu hvort árásarmanninum líði eitthvað illa, eða hvort rekja megi ofbeldishneigð hans til flókinna félagslegra þátta. Heilinn segir bara: „Flýja“ eða „Berjast!“. Þessi einfalda forskrift heilans við slíkar aðstæður er ómetanleg í harðri lífsbaráttu villtra dýra, en getur leitt okkur á rökfræðilega refilstigu í daglegu lífi. Frumstæðustu hlutar heilans eiga nefnilega erfitt með að gera greinarmun á orsök og afleiðingu. Það er of flókið. Eðlisávísunin skilur miklu betur merki og viðvaranir. Hún talar beint inn í tilfinningar okkar og þess vegna finnum við oft ónot gagnvart hlutum sem á einhvern hátt tengjast því sem við skynjum sem hættu eða ógn; hvort sem það er rökrétt eða ekki.Skjótum sendiboðann Veðurfræðingarnir sem tala fyrir hönd hættulegs veðurs eru vitaskuld ekki persónulega ábyrgir fyrir illviðrinu, en heilinn í okkur gerir ekki alltaf þennan greinarmun. Einhver hluti af okkur lærir af reynslunni að tilteknir veðurfræðingar séu hættulegir. Þeir boða illviðri og þar með valda þeir illviðri. Við þurfum ekki að leita langt til þess að finna kunnugleg dæmi um þessi áhrif. Alls staðar keppast menn við að fá að vera fyrstir til þess að segja góðar fréttir, en vilja síður vera að segja þær slæmu. Þetta er oft hlægilega áberandi í fyrirtækjakúltúr þar sem menn hlaupa hver um annan þveran til þess að bera forstjóranum góðar fréttir, en forðast það sem heitan eldinn að lenda í því hlutverki að segja henni frá einhverju sem miður fór. Gildir þá einu hvort boðberinn ber nokkra einustu ábyrgð á innihaldi fréttanna. Innst inni segir eðlisávísun okkar allra að enn eimi eitthvað eftir af þeim forna sið konunga að aflífa boðbera vondra tíðinda.Órökréttar hættur Heilinn les úr umhverfi sínu margs kyns vísbendingar og þar sem flest okkar búa blessunarlega við fremur fábreytilega og örugga hversdagstilveru þá sækjum við áhættumat okkar í fjölmiðla og afþreyingu. Eðli málsins samkvæmt er ætíð nóg af hörmungum og lífshættu í fjölmiðlum, og jafnvel nú, þegar allir vísar sýna að við lifum á friðsælasta skeiði mannkynssögunnar, er lítið mál að fylla blöð og fréttatíma af hörmungarfregnum. Foreldrar eru til dæmis gjarnan afskaplega hræddir um að börnunum þeirra verði rænt—einkum í útlöndum, þótt það séu nánast engar líkur á að það gerist í raunveruleikanum. Það gerist hins vegar oft í bíómyndum og þar með skýtur rótum í okkur ástæðulaus ótti. Frumstæður heili okkar ályktar líka sem svo að úr því fjallað er mikið um hryðjuverk í fjölmiðlum þá hljóti hryðjuverk að vera mikil ógn. Þó er það svo að jafnvel þeir sem voru svo ólánssamir að vera staddir í New York daginn sem árásin var gerð á Tvíburaturnana áttu 99,99% líkur á því að sleppa algjörlega óskaddaðir. Og þeir sem voru í París þegar árásirnar þar voru gerðar voru jafnvel ennþá ólíklegri til þess að skaðast. Raunverulega hættan er mun minni en sú sem við skynjum. Mjög stór hluti af þeim fréttum sem fylla fréttatíma okkar af hörmungum tengjast Mið-Austurlöndum. Við fáum líka mikið af fréttum sem tengjast vandamálum innflytjenda frá þeim svæðum. Hinn frumstæði þáttur heilans fer því óhjákvæmilega að setja samasemmerki á milli fólks sem lítur einhvern veginn út og svo þeirra vandamála sem stöðugt er fjallað um.Slagsmál við Ýmishúsið Í fyrradag varð sá atburður að átök urðu vegna útburðar félags úr Ýmishúsinu. Lögreglumaðurinn skynsami, Biggi lögga, sagðist í DV í gær hafa komið að ótal útburðarmálum þar sem til átaka hefði komið milli Íslendinga en þetta væri hins vegar í fyrsta sinn sem það væri ljósmyndað í bak og fyrir. Og í gær birtist einmitt slík mynd á forsíðu þessa blaðs þar sem múslímskur karlmaður réðst á annan. Myndin var dramatísk og sönn, en samt orkar það tvímælis að veita henni það vægi sem gert var. Atburðurinn var vissulega fréttnæmur en það er vandasamt að fjalla um hann þannig að sanngjarnt sé. Það sem sumir myndu kalla „þöggun“ gæti við nánari athugun reynst vera skynsamleg tillitssemi við hóp sem býr við þann veruleika að vera eins og veðurfræðingurinn óheppni; sífellt tengdur við atburði sem eru gjörsamlega fyrir utan hans eigið áhrifavald. Vonandi hefur hinn þróaðri og rökréttari hluti heilans betur þegar fólk leggur mat á það sem gerðist við Ýmishúsið í fyrradag og aðrar fréttir sem sýna hina ýmsu hópa í neikvæðu ljósi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun