Íslenski boltinn

Guðjón Þórðarson hjólar í KR: Ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, fer hörðum orðum um frammistöðu KR í tapinu gegn ÍBV á Facebook-síðu sinni. Þetta kemur fram á 433.is.

Guðjón, sem þjálfaði KR á árunum 1993-195, dregur hvergi undan og gagnrýnir leikmenn liðsins fyrir leti og áhugaleysi.

Þjálfari KR-liðsins er Bjarni Guðjónsson, sonur Guðjóns.

„Dapurtlegt að sjá leik KR-inga í dag, þeir virðst vera ástríðulausir og hafa ekki mikla löngun til að vinna fótboltaleiki,“ skrifar Guðjón sem segir KR-liðið ekki vera í nógu góðu formi.

„Það vakna margar spurningar eins og formið á liðinu og sumir leikmenn liðsins virðast hreinlega vera latir. Það er ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í dag miðað við þessa frammistöðu,“ bætir Guðjón við en KR er í 7. sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki.

Sjá einnig: Bjarni: Þurftum að spila meiri fótbolta

Guðjón gerði KR að bikarmeisturum í tvígang á meðan hann stýrði liðinu. Hann þjálfaði seinna íslenska landsliðið með góðum árangri og var nálægt því að koma því inn á EM 2000.

Guðjón þjálfaði einnig KA, ÍA, Stoke City, Start, Barnsley, Keflavík, Notts County, Crewe Alexandra, BÍ/Bolungarvík og Grindavík á löngum þjálfaraferli. Hann vann auk þess fjölda titla sem leikmaður ÍA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×