Íslenski boltinn

Veigar Páll: Lofa þér því að það er ekkert panik hjá Stjörnumönnum

Árni Jóhannsson á Valsvellinum skrifar
Veigar Páll er kominn með þrjú mörk í Pepsi-deildinni.
Veigar Páll er kominn með þrjú mörk í Pepsi-deildinni. vísir/anton
„Í fyrsta lagi hefðum við getað mætt til leiks, fyrsti hálftíminn hjá okkur var skelfilegur, við vorum varla inn á vellinum“, sagði Veigar Páll Gunnarsson, fyrirliði Stjörnumanna, ómyrkur í máli eftir tap sinna manna á móti Valsmönnum á Vodafone vellinum í dag.

„Síðan vorum við betri seinasta korterið í fyrri hálfleik og seinni hálfleik þurftum við svolítið að sækja á þá. Þeir pökkuðu náttúrulega í vörn og voru þéttir fyrir en ég verð að segja að fyrsti hálftíminn hafi eyðilagt fyrir okkur.“

Veigar var því næst spurður út í færanýtinguna hjá Stjörnumönnum í leiknum en markvörður Valsmanna var mjög góður í dag og varði það sem kom á markið hjá Valsmönnum en í seinasta leik hittu Stjörnumenn fyrir markvörð sem var mjög góður.

„Hann var mjög góður í markinu í dag, varði þau skot sem komu á markið. Tvisvar til þrisvar varði hann allavega mjög vel. Við þurfum bara að fara að setja boltann í netið það er málið.“

Fyrirliðinn var að lokum beðinn um að leggja mat á framhaldið í deildinni en Stjörnumenn hafa ekki unni leik í seinustu fjórum umferðum.

„Við þurfum að klára bikarinn í næstu viku en svo er dálítið langt í næsta leik í deildinni. Ég get samt alveg lofað þér því að það er ekkert panikk hjá Stjörnumönnum eða svoleiðis, fyrir utan fyrsta hálftímann þá vorum við alveg fínir í þessum leik. Við tökum ágætt frí og söfnum kröftum held ég bara.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×