Íslenski boltinn

Tvær umdeildar ákvarðanir á Skaganum | Myndbönd

Þróttur vann dýrmætan sigur á ÍA í gær en þar réðu tvær ákvarðanir dómara leiksins afar miklu.

Garðar Gunnlaugsson, skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu en eins og fjallað var um í Pepsi-mörkunum í gær virðist það hafa staðið tæpt.

Aðstoðardómarinn Adolf Þorberg Andersen dæmdi hins vegar rangstöðu og markið stóð því ekki.

Aron Þórður Albertsson skoraði svo sigurmark Þróttar í leiknum á lokamínútunum en í aðdraganda þess virðist Brynjar Jónasson taka boltann með höndinni.

Sigurður Óli Þorleifsson dæmdi hins vegar ekkert en hann hafði komið inn í leikinn sem varadómari eftir að Valdimar Pálsson meiddist.

Skagamenn voru afar ósáttir í leikslok eins og sjá má í innslögunum hér fyrir neðan.

Mark dæmt af ÍA: Sigurmark Þróttar:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×