Meira en hinir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. júní 2016 08:00 Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur nú staðið yfir í tvo mánuði. Á þeim tíma hefur næturumferð um Leifsstöð legið niðri í fjórgang vegna „veikinda“ flugumferðarstjóra þar sem ekki fékkst fólk til afleysinga vegna yfirvinnubannsins. Í yfirlýsingu frá Samtökum ferðaþjónustunnar kemur fram að aðgerðirnar hafi haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna. Mikil seinkun hefur verið á 99 flugferðum og um 20 þúsund farþegar hafa ekki komist leiðar sinnar. Þá hafa aðgerðirnar haft áhrif á nokkur þúsund farþega til viðbótar vegna keðjuverkunar. Kröfur flugumferðarstjóranna um launahækkanir eru háar. Kjaradeila þeirra við Samtök atvinnulífsins eru í hnút en þeim hafa að sögn verið boðnar sambærilegar launahækkanir og þorri vinnumarkaðarins hefur samið um á grundvelli SALEK-samkomulagsins. Flugumferðarstjórar vilja hins vegar meira. Í lok maí greindi Fréttablaðið frá því að þeir hafi hafnað tilboði sem svaraði til að minnsta kosti 25 prósenta hækkunar. Að því gefnu að heildarlaun flugumferðarstjóra, með grunnlaunum, föstu vaktaálagi og yfirvinnu meðtalinni, nemi að jafnaði um milljón krónum á mánuði, hafa þeir því hafnað launahækkun sem svarar til um 250 þúsund króna á mánuði – hið minnsta. Í leiðara fréttabréfs SA um mánaðamótin sagði Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri kröfur flugumferðarstjóra um hækkanir langt umfram hækkanir í öðrum samningum. „Yrði gengið að kröfum þeirra raskaðist það dýrkeypta jafnvægi sem komist hefur á kjaramálin,“ segir hann. Við tæki höfrungahlaup um launahækkanir sem gæti af sér aukna verðbólgu, hærri vexti og gengisfall til að lagfæra samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem starfa í alþjóðlegri samkeppni. „Niðurstaðan er sú að kjör allra versna til lengri tíma.“ Varnaðarorð framkvæmdastjórans eru kunnugleg úr kjarabaráttum, rætast oftast en stundum ekki – líkt og sjá má núna eftir langan verkfallsvetur um allt samfélagið – þar sem töluverðar launahækkanir áttu sér stað án þess að verðbólgan ryki upp í kjölfarið, enda ytri aðstæður okkur hagstæðar. Það er hins vegar rétt að jafnvægið sem komist hefur á eftir þennan harða vetur kjaradeilna er í hættu ef ákveðnar fámennar hálaunastéttir fá launahækkanir langt umfram aðra. Í vetur var barist fyrir því að uppgangurinn sem íslenskt samfélag hefur fundið fyrir undanfarin misseri dreifist með jafnari hætti. Eftir afar erfiða tíma í kjölfar hrunsins fékk verkalýðurinn nóg af misjafnri skiptingu auðs, bæði í gegnum launadreifingu sem og aðgerðir stjórnvalda. Fámennar stéttir sem vilja fara fram úr öðrum, einfaldlega í krafti þess að geta það með aðgerðum sem hafa áhrif langt umfram stærð þeirra, geta ógnað því samkomulagi sem náðist milli launþega og atvinnurekenda verulega. Fram hefur komið að önnur ríki renna hýru auga til rekstrar flugumferðarstjórnar hér á landi. Það er ekki sjálfgefið að slíkri starfsemi sé haldið úti hér á landi. Ef flugumferðarstjórum finnst svo ómögulegt að lifa hér á launum sem eru langt umfram meðallaun í landinu, má benda þeim á að freista gæfunnar annars staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur nú staðið yfir í tvo mánuði. Á þeim tíma hefur næturumferð um Leifsstöð legið niðri í fjórgang vegna „veikinda“ flugumferðarstjóra þar sem ekki fékkst fólk til afleysinga vegna yfirvinnubannsins. Í yfirlýsingu frá Samtökum ferðaþjónustunnar kemur fram að aðgerðirnar hafi haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna. Mikil seinkun hefur verið á 99 flugferðum og um 20 þúsund farþegar hafa ekki komist leiðar sinnar. Þá hafa aðgerðirnar haft áhrif á nokkur þúsund farþega til viðbótar vegna keðjuverkunar. Kröfur flugumferðarstjóranna um launahækkanir eru háar. Kjaradeila þeirra við Samtök atvinnulífsins eru í hnút en þeim hafa að sögn verið boðnar sambærilegar launahækkanir og þorri vinnumarkaðarins hefur samið um á grundvelli SALEK-samkomulagsins. Flugumferðarstjórar vilja hins vegar meira. Í lok maí greindi Fréttablaðið frá því að þeir hafi hafnað tilboði sem svaraði til að minnsta kosti 25 prósenta hækkunar. Að því gefnu að heildarlaun flugumferðarstjóra, með grunnlaunum, föstu vaktaálagi og yfirvinnu meðtalinni, nemi að jafnaði um milljón krónum á mánuði, hafa þeir því hafnað launahækkun sem svarar til um 250 þúsund króna á mánuði – hið minnsta. Í leiðara fréttabréfs SA um mánaðamótin sagði Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri kröfur flugumferðarstjóra um hækkanir langt umfram hækkanir í öðrum samningum. „Yrði gengið að kröfum þeirra raskaðist það dýrkeypta jafnvægi sem komist hefur á kjaramálin,“ segir hann. Við tæki höfrungahlaup um launahækkanir sem gæti af sér aukna verðbólgu, hærri vexti og gengisfall til að lagfæra samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem starfa í alþjóðlegri samkeppni. „Niðurstaðan er sú að kjör allra versna til lengri tíma.“ Varnaðarorð framkvæmdastjórans eru kunnugleg úr kjarabaráttum, rætast oftast en stundum ekki – líkt og sjá má núna eftir langan verkfallsvetur um allt samfélagið – þar sem töluverðar launahækkanir áttu sér stað án þess að verðbólgan ryki upp í kjölfarið, enda ytri aðstæður okkur hagstæðar. Það er hins vegar rétt að jafnvægið sem komist hefur á eftir þennan harða vetur kjaradeilna er í hættu ef ákveðnar fámennar hálaunastéttir fá launahækkanir langt umfram aðra. Í vetur var barist fyrir því að uppgangurinn sem íslenskt samfélag hefur fundið fyrir undanfarin misseri dreifist með jafnari hætti. Eftir afar erfiða tíma í kjölfar hrunsins fékk verkalýðurinn nóg af misjafnri skiptingu auðs, bæði í gegnum launadreifingu sem og aðgerðir stjórnvalda. Fámennar stéttir sem vilja fara fram úr öðrum, einfaldlega í krafti þess að geta það með aðgerðum sem hafa áhrif langt umfram stærð þeirra, geta ógnað því samkomulagi sem náðist milli launþega og atvinnurekenda verulega. Fram hefur komið að önnur ríki renna hýru auga til rekstrar flugumferðarstjórnar hér á landi. Það er ekki sjálfgefið að slíkri starfsemi sé haldið úti hér á landi. Ef flugumferðarstjórum finnst svo ómögulegt að lifa hér á launum sem eru langt umfram meðallaun í landinu, má benda þeim á að freista gæfunnar annars staðar.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun