Meira en hinir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. júní 2016 08:00 Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur nú staðið yfir í tvo mánuði. Á þeim tíma hefur næturumferð um Leifsstöð legið niðri í fjórgang vegna „veikinda“ flugumferðarstjóra þar sem ekki fékkst fólk til afleysinga vegna yfirvinnubannsins. Í yfirlýsingu frá Samtökum ferðaþjónustunnar kemur fram að aðgerðirnar hafi haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna. Mikil seinkun hefur verið á 99 flugferðum og um 20 þúsund farþegar hafa ekki komist leiðar sinnar. Þá hafa aðgerðirnar haft áhrif á nokkur þúsund farþega til viðbótar vegna keðjuverkunar. Kröfur flugumferðarstjóranna um launahækkanir eru háar. Kjaradeila þeirra við Samtök atvinnulífsins eru í hnút en þeim hafa að sögn verið boðnar sambærilegar launahækkanir og þorri vinnumarkaðarins hefur samið um á grundvelli SALEK-samkomulagsins. Flugumferðarstjórar vilja hins vegar meira. Í lok maí greindi Fréttablaðið frá því að þeir hafi hafnað tilboði sem svaraði til að minnsta kosti 25 prósenta hækkunar. Að því gefnu að heildarlaun flugumferðarstjóra, með grunnlaunum, föstu vaktaálagi og yfirvinnu meðtalinni, nemi að jafnaði um milljón krónum á mánuði, hafa þeir því hafnað launahækkun sem svarar til um 250 þúsund króna á mánuði – hið minnsta. Í leiðara fréttabréfs SA um mánaðamótin sagði Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri kröfur flugumferðarstjóra um hækkanir langt umfram hækkanir í öðrum samningum. „Yrði gengið að kröfum þeirra raskaðist það dýrkeypta jafnvægi sem komist hefur á kjaramálin,“ segir hann. Við tæki höfrungahlaup um launahækkanir sem gæti af sér aukna verðbólgu, hærri vexti og gengisfall til að lagfæra samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem starfa í alþjóðlegri samkeppni. „Niðurstaðan er sú að kjör allra versna til lengri tíma.“ Varnaðarorð framkvæmdastjórans eru kunnugleg úr kjarabaráttum, rætast oftast en stundum ekki – líkt og sjá má núna eftir langan verkfallsvetur um allt samfélagið – þar sem töluverðar launahækkanir áttu sér stað án þess að verðbólgan ryki upp í kjölfarið, enda ytri aðstæður okkur hagstæðar. Það er hins vegar rétt að jafnvægið sem komist hefur á eftir þennan harða vetur kjaradeilna er í hættu ef ákveðnar fámennar hálaunastéttir fá launahækkanir langt umfram aðra. Í vetur var barist fyrir því að uppgangurinn sem íslenskt samfélag hefur fundið fyrir undanfarin misseri dreifist með jafnari hætti. Eftir afar erfiða tíma í kjölfar hrunsins fékk verkalýðurinn nóg af misjafnri skiptingu auðs, bæði í gegnum launadreifingu sem og aðgerðir stjórnvalda. Fámennar stéttir sem vilja fara fram úr öðrum, einfaldlega í krafti þess að geta það með aðgerðum sem hafa áhrif langt umfram stærð þeirra, geta ógnað því samkomulagi sem náðist milli launþega og atvinnurekenda verulega. Fram hefur komið að önnur ríki renna hýru auga til rekstrar flugumferðarstjórnar hér á landi. Það er ekki sjálfgefið að slíkri starfsemi sé haldið úti hér á landi. Ef flugumferðarstjórum finnst svo ómögulegt að lifa hér á launum sem eru langt umfram meðallaun í landinu, má benda þeim á að freista gæfunnar annars staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur nú staðið yfir í tvo mánuði. Á þeim tíma hefur næturumferð um Leifsstöð legið niðri í fjórgang vegna „veikinda“ flugumferðarstjóra þar sem ekki fékkst fólk til afleysinga vegna yfirvinnubannsins. Í yfirlýsingu frá Samtökum ferðaþjónustunnar kemur fram að aðgerðirnar hafi haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna. Mikil seinkun hefur verið á 99 flugferðum og um 20 þúsund farþegar hafa ekki komist leiðar sinnar. Þá hafa aðgerðirnar haft áhrif á nokkur þúsund farþega til viðbótar vegna keðjuverkunar. Kröfur flugumferðarstjóranna um launahækkanir eru háar. Kjaradeila þeirra við Samtök atvinnulífsins eru í hnút en þeim hafa að sögn verið boðnar sambærilegar launahækkanir og þorri vinnumarkaðarins hefur samið um á grundvelli SALEK-samkomulagsins. Flugumferðarstjórar vilja hins vegar meira. Í lok maí greindi Fréttablaðið frá því að þeir hafi hafnað tilboði sem svaraði til að minnsta kosti 25 prósenta hækkunar. Að því gefnu að heildarlaun flugumferðarstjóra, með grunnlaunum, föstu vaktaálagi og yfirvinnu meðtalinni, nemi að jafnaði um milljón krónum á mánuði, hafa þeir því hafnað launahækkun sem svarar til um 250 þúsund króna á mánuði – hið minnsta. Í leiðara fréttabréfs SA um mánaðamótin sagði Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri kröfur flugumferðarstjóra um hækkanir langt umfram hækkanir í öðrum samningum. „Yrði gengið að kröfum þeirra raskaðist það dýrkeypta jafnvægi sem komist hefur á kjaramálin,“ segir hann. Við tæki höfrungahlaup um launahækkanir sem gæti af sér aukna verðbólgu, hærri vexti og gengisfall til að lagfæra samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem starfa í alþjóðlegri samkeppni. „Niðurstaðan er sú að kjör allra versna til lengri tíma.“ Varnaðarorð framkvæmdastjórans eru kunnugleg úr kjarabaráttum, rætast oftast en stundum ekki – líkt og sjá má núna eftir langan verkfallsvetur um allt samfélagið – þar sem töluverðar launahækkanir áttu sér stað án þess að verðbólgan ryki upp í kjölfarið, enda ytri aðstæður okkur hagstæðar. Það er hins vegar rétt að jafnvægið sem komist hefur á eftir þennan harða vetur kjaradeilna er í hættu ef ákveðnar fámennar hálaunastéttir fá launahækkanir langt umfram aðra. Í vetur var barist fyrir því að uppgangurinn sem íslenskt samfélag hefur fundið fyrir undanfarin misseri dreifist með jafnari hætti. Eftir afar erfiða tíma í kjölfar hrunsins fékk verkalýðurinn nóg af misjafnri skiptingu auðs, bæði í gegnum launadreifingu sem og aðgerðir stjórnvalda. Fámennar stéttir sem vilja fara fram úr öðrum, einfaldlega í krafti þess að geta það með aðgerðum sem hafa áhrif langt umfram stærð þeirra, geta ógnað því samkomulagi sem náðist milli launþega og atvinnurekenda verulega. Fram hefur komið að önnur ríki renna hýru auga til rekstrar flugumferðarstjórnar hér á landi. Það er ekki sjálfgefið að slíkri starfsemi sé haldið úti hér á landi. Ef flugumferðarstjórum finnst svo ómögulegt að lifa hér á launum sem eru langt umfram meðallaun í landinu, má benda þeim á að freista gæfunnar annars staðar.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun