Fótbolti

Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen tók sína fyrstu æfingu með íslenska landsliðinu fyrir EM í Frakklandi nú síðdegis en æfingin var sú fyrsta eftir að allir 23 leikmenn EM-hópsins komu saman.

„Tilfinningin er frábær. Þetta er tímapunktur sem margir hafa beðið lengi eftir. Það er frábært að allur hópurinn sé loksins saman og þetta er dagurinn sem maður hefur það virkilega á tilfinningunni að undirbúningurinn sé loksins hafinn,“ sagði Eiður Smárí í dag.

„Ég er búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár, eitthvað svoleiðis.“

Sjá einnig: Kolbeinn: Þetta lítur helvíti vel út

Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, tók í svipaðan streng og sagði það virkilega gott að fá alla saman.

„Þetta er allt eftir plani og mér líður virkilega vel með þetta allt saman. Við fáum góðan æfingaleik gegn Noregi og þetta verða svo vonandi góðir æfingadagar hér áður en við höldum til baka til Reykjavíkur.“

Eiður Smári er nú að spila með Molde í Noregi og segir að sá tími hafi verið mjög góður fyrir hann.

„Ég er mjög sáttur og þetta hefði í raun ekki getað verið betra. Ég hef fengið fullt af mínútum en hef svo náð að minnka við mig síðasta mánuðinn. Ég ætti því að koma eins ferskur inn í hópinn nú og kostur er.“


Tengdar fréttir

Lagerbäck: Allt mjög jákvætt

Fimm leikmenn fengu hvíld frá æfingunni á Bislett í Ósló en staðan á íslenska landsliðshópnum er góð.

Arnór Ingvi: Ég læt verkin tala

Arnór Ingvi Traustason óttast ekki að meiðsli sem hann varð fyrir á dögunum verði honum til vandræða á EM í sumar.

Norðmenn klárir með tapsinfóníu

Það er aukin pressa á norska landsliðinu fyrir leikinn gegn Íslandi því tapi liðið leiknum þá verður spilað ömurlegt lag sem er kallað Tapsinfónían.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×