Fótbolti

Aron Einar: Þú þekkir mig betur en það

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson vonast til að spila með íslenska landsliðinu í vináttulandsleiknum gegn Noregi á morgun þrátt fyrir að hafa verið að glíma við ökklameiðsli að undanförnu.

Aron Einar var reiðubúinn að spila meiddur á EM í Frakklandi ef til þess kæmi en hann segir að batinn síðustu vikuna hafi verið góður. Líðanin í dag sé góð og hann óttast ekki að þurfa að pína sig í gegnum leikina í Frakklandi.

Sjá einnig: Aron Einar spilar verkjaður á EM

„Ekki eins og er. Það kemur auðvitað í ljós hvort það verði eitthvað bakslag en ég vona að svo verði ekki,“ sagði Aron Einar.

Og hann óttaðist aldrei að hann myndi missa af mótinu í Frakklandi.

„Nei, ég held ekki. Ég vissi að það væri alltaf eitthvað sem hægt væri að gera, hvort sem það væri sprauta, verkjalyf eða hvað sem er. Ég myndi aldrei missa af þessu, þú þekkir mig aðeins betur en það.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×