Sokkinn kostnaður Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 20. maí 2016 07:00 Staða háskólamenntaðra á vinnumarkaði fer versnandi. Þetta er mat Ásgeirs Jónssonar, dósents við hagfræðideild Háskóla Íslands, sem segir háskólamenntaða í dag ekki hafa sömu tækifæri og þeir höfðu áður. Þannig benda allar vísbendingar til þess að menntun skili ekki lengur þeim ábata sem hún gerði áður og ábatinn er almennt minni hér á landi en í öðrum löndum OECD. Tekjur þeirra sem eru á aldrinum milli tvítugs og þrítugs hafa lækkað verulega frá hruni, miðað við aðra aldurshópa. Samhliða því hefur hlutfall atvinnulausra með háskólamenntun tvöfaldast. Um er að ræða vanda á heimsvísu. „Þúsaldarkynslóðin“ hefur verið að dragast aftur úr. „Gögn benda til þess að þetta fólk fái lægri byrjunarlaun og að það hafi ekki fengið launahækkanir með auknum starfsaldri eins og áður hefur þekkst. Það virðist vera að fólk sé að fá minna fyrir sérhæfð störf, töluvert af störfum sem ungt fólk fær núna eru í þjónustu-, verslunar- og veitingageiranum,“ segir Ásgeir. Katrín Ólafsdóttir, doktor í vinnumarkaðsfræði, segir viðvörunarljósin loga og málið þurfi að skoða áður en úr því verði alvöru vandamál. Auðvitað er margt á því að græða, annað en peninga, að bæta við sig þekkingu og menntun. En staðan út frá fjárhagslegu sjónarmiði er einfaldlega þessi. Ábatinn af því að mennta sig er ekki nægilega mikill. Hættan er augljóslega sú að missa þetta sérhæfða fólk úr landi. Ef fólk hefur fjárfest í menntun til að auka tækifæri sín á vinnumarkaði sem síðan ekki skilar sér mun það sækja þau annað. Fjárfesting þessara einstaklinga í menntun er vel að merkja greidd af okkur öllum. Katrín segir nauðsynlegt að búa til betri leikvang fyrir atvinnulífið. Fjármagnshöftin stöðvi nýsköpun og hætt sé við að þessir sérhæfðu einstaklingar sem þjóðin hefur fjárfest í leiti út fyrir landsteinana og skili sér ekki aftur. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, var málshefjandi í sérstakri umræðu á Alþingi í gær um stöðu ungs fólks. Hún nefndi skuldabyrði ungra barnafjölskyldna sem áhyggjuefni, stöðu fæðingarorlofs, dagvistunarkerfi sem og minnkandi kaupmátt þúsaldarkynslóðarinnar. Í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra kom fyrst og fremst fram að almennt ættu Íslendingar að hafa það betra í dag en fyrir um þrjátíu árum. Á þeim tíma hafi kaupmáttur vaxið, fæðingarorlof verið sett og þegar komi að húsnæðismálum þurfi að beygja sig undir lögmál markaðarins. Hann viðurkenndi þó að gera þurfi betur. Áhyggjur kennaranna eru raunverulegar. Þó að hér sé mögulega betra að vera en árið 1990 þýðir það ekki að hér sé betra að vera en í öðrum löndum. Stjórnvöld sem hér halda um stýrið verða að gera sér grein fyrir að þau eru í samkeppnisrekstri með íslenskan mannauð og við erum að verða undir. Það þarf svo sannarlega að gera betur og það strax. Áður en úr þessu verður enn frekara alvöru vandamál.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Staða háskólamenntaðra á vinnumarkaði fer versnandi. Þetta er mat Ásgeirs Jónssonar, dósents við hagfræðideild Háskóla Íslands, sem segir háskólamenntaða í dag ekki hafa sömu tækifæri og þeir höfðu áður. Þannig benda allar vísbendingar til þess að menntun skili ekki lengur þeim ábata sem hún gerði áður og ábatinn er almennt minni hér á landi en í öðrum löndum OECD. Tekjur þeirra sem eru á aldrinum milli tvítugs og þrítugs hafa lækkað verulega frá hruni, miðað við aðra aldurshópa. Samhliða því hefur hlutfall atvinnulausra með háskólamenntun tvöfaldast. Um er að ræða vanda á heimsvísu. „Þúsaldarkynslóðin“ hefur verið að dragast aftur úr. „Gögn benda til þess að þetta fólk fái lægri byrjunarlaun og að það hafi ekki fengið launahækkanir með auknum starfsaldri eins og áður hefur þekkst. Það virðist vera að fólk sé að fá minna fyrir sérhæfð störf, töluvert af störfum sem ungt fólk fær núna eru í þjónustu-, verslunar- og veitingageiranum,“ segir Ásgeir. Katrín Ólafsdóttir, doktor í vinnumarkaðsfræði, segir viðvörunarljósin loga og málið þurfi að skoða áður en úr því verði alvöru vandamál. Auðvitað er margt á því að græða, annað en peninga, að bæta við sig þekkingu og menntun. En staðan út frá fjárhagslegu sjónarmiði er einfaldlega þessi. Ábatinn af því að mennta sig er ekki nægilega mikill. Hættan er augljóslega sú að missa þetta sérhæfða fólk úr landi. Ef fólk hefur fjárfest í menntun til að auka tækifæri sín á vinnumarkaði sem síðan ekki skilar sér mun það sækja þau annað. Fjárfesting þessara einstaklinga í menntun er vel að merkja greidd af okkur öllum. Katrín segir nauðsynlegt að búa til betri leikvang fyrir atvinnulífið. Fjármagnshöftin stöðvi nýsköpun og hætt sé við að þessir sérhæfðu einstaklingar sem þjóðin hefur fjárfest í leiti út fyrir landsteinana og skili sér ekki aftur. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, var málshefjandi í sérstakri umræðu á Alþingi í gær um stöðu ungs fólks. Hún nefndi skuldabyrði ungra barnafjölskyldna sem áhyggjuefni, stöðu fæðingarorlofs, dagvistunarkerfi sem og minnkandi kaupmátt þúsaldarkynslóðarinnar. Í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra kom fyrst og fremst fram að almennt ættu Íslendingar að hafa það betra í dag en fyrir um þrjátíu árum. Á þeim tíma hafi kaupmáttur vaxið, fæðingarorlof verið sett og þegar komi að húsnæðismálum þurfi að beygja sig undir lögmál markaðarins. Hann viðurkenndi þó að gera þurfi betur. Áhyggjur kennaranna eru raunverulegar. Þó að hér sé mögulega betra að vera en árið 1990 þýðir það ekki að hér sé betra að vera en í öðrum löndum. Stjórnvöld sem hér halda um stýrið verða að gera sér grein fyrir að þau eru í samkeppnisrekstri með íslenskan mannauð og við erum að verða undir. Það þarf svo sannarlega að gera betur og það strax. Áður en úr þessu verður enn frekara alvöru vandamál.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. maí.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun