Allt eða ekkert - óskynsamleg leið Kristinn H. Gunnarsson skrifar 20. maí 2016 13:44 Það er mikil þörf á því að gera breytingar á stjórnarskránni. Mikilvægustu breytingarnar á ekki að tefla í tvísýnu með fjöldann allan af öðrum breytingum í hverri grein stjórnarskrárinnar. Óskynsamlegast er að gera kjósendum að greiða atkvæði um allar breytingarnar í einu og þvinga þá til þess að samþykkja allt eða ekkert. Í 114 greinum eru fjölmörg álitamál sem skiptar skoðanir eru um. Allt eða ekkert leiðin er líkleg til þess að hámarka andstöðuna við frumvarpið. Þau þrjú einstöku atriði sem mestan stuðning fengu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 um tillögur stjórnlagaráðs eru þjóðareign á náttúruauðlindum, aukið persónukjör og að kjósendur geti framkallað þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Það er skynsamlegt að velja nokkur atriði sem telja má aðalatriðin í þeim breytingum sem gera þarf. Þessi þrjú eru öll svo sannarlega mikilvæg og tillögur stjórnlagaráðs í þeim öllum eru prýðilegar. Sérstaklega tel ég nauðsynlegt að ákvæði 34. greinar frumvarps stjórnlagaráðs um náttúruauðlindir nái fram að ganga. Fari svo, verður loks brotin á bak aftur hin ógeðfellda sérhagsmunagæsla í sjávarútveginum sem stórlega hefur skaðað þjóðfélagið. Hverjar mikilvægustu breytingarnar eru sem gera þarf ræðst af því hvernig vandin er greindur. Að mínu mati er samþjöppun valds og áhrif hagsmunaaðila innan einstakra stjórnmálaflokka það hættulegasta. Þess vegna þarf breytingar sem dreifa valdi. Í gildandi fyrirkomulagi er löggjafarvald og framkvæmdavald samtvinnað og eru hverju sinni í höndum fárra forystumanna ríkisstjórnarflokkanna. Sterk tök flokksforystunnar á val þingmanna flokksins herða á valdi og áhrifum þeirra. Alþingi hefur í sínum höndum valdið til þess að breyta stjórnarskránni og hefur frá 1944 gert það átta sinnum án þess að bera breytingarnar undir kjósendur. Það er algerlega fráleitt fyrirkomulag að löggjafarvaldið, sem á að starfa innan þess ramma sem stjórnarskráin setur , skuli geta sjálft breytt rammanum. Að öllu samanlögðu er staðan sú að fáir forystumenn stjórnmálaflokkanna ráða mestu um löggjöf hverju sinni, framkvæmd löggjafarinnar og stjórnarskránni líka. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir því að aðgreiningu valdsins en reyndin hefur orðið önnur. Þess vegna tel ég mikilvægast að minnka vald þessa fámenna hóps. Það verður gert með því: að allar breytingar á stjórnarskrá verða að fara í almenna þjóðaratkvæðagreiðslu að kjósendur geti skotið málum Alþingis til þjóðarinnar að ráðherrar eigi ekki sæti á Alþingi, hvorki sem aðalmenn né varamenn að persónukjör verði tekið upp að mælt verði fyrir um eignarhald og ráðstöfun á nýtingu auðlinda í stjórnarskrá Á Alþingi eru til meðferðar þrjár tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Þær eru allar umdeildar að efni til en tvennt er til fyrirmyndar og þarf að verða reglan héðan í frá. Annars vegar er gert ráð fyrir að tillögurnar verði bornar undir kjósendur og með samþykki þeirra nái þær fram að ganga. Hitt atriðið er að tillögurnar eru þrjár og verður kosið um hverja og eina sjálfstætt. Því geta kjósendur valið þær sem þeir vilja samþykkja og hafnað hinum. Allt eða ekkert sjónarmiðið gengur algerlega gegn valfrelsi kjósenda. Það er hluti af kröfum nýrra tíma að kjósendur vilja ráða sjálfir sínu vali. Það eru klækjastjórnmál gamla tímans að setja saman óskyldar tillögur, sem stjórnmálamenn koma sér saman um í sínum hrossakaupum, og bera þær fram í einu lagi. Það eru margt í tillögur stjórnlagaráðs sem getur fengið brautargengi. En það eru líka margar tillögur sem eru umdeilanlegar og ég tel ekki til bóta. Að fella brott kjördæmaskipan er varasamt eins og sást best í kosningunni til stjórnlagaþings þegar aðeins 3 af 25 fulltúum voru af landsbyggðinni. Ákvæðin um forseta Alþingis og aukið vald forsætisráðherra eru ekki góð. Allt eða ekkert sjónarmiðið er einmitt byggt á því að tala til kjósenda ofan frá hásæti valdsins. Píratar hafa tekið stjórnarskrármálið upp á sína arma og vilja gera breytingar en virðast hafa tekið sér einstrengingslega stöðu með þeim sem vilja allt eða ekkert. Fyrir vikið er hætt við því að þeir lokist af og komist hvorki lönd né strönd. Grundvallaratriðin eru tvö sem þarf að hafa að leiðarljósi - annað að virða vilja og valfrelsi kjósenda og hitt að draga út úr helstu atriðin og knýja um að þau ná fram að ganga. Verði sú leið farin eru góðar líkur á því að breytingar náist fram að þessu sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kosningar 2016 Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
Það er mikil þörf á því að gera breytingar á stjórnarskránni. Mikilvægustu breytingarnar á ekki að tefla í tvísýnu með fjöldann allan af öðrum breytingum í hverri grein stjórnarskrárinnar. Óskynsamlegast er að gera kjósendum að greiða atkvæði um allar breytingarnar í einu og þvinga þá til þess að samþykkja allt eða ekkert. Í 114 greinum eru fjölmörg álitamál sem skiptar skoðanir eru um. Allt eða ekkert leiðin er líkleg til þess að hámarka andstöðuna við frumvarpið. Þau þrjú einstöku atriði sem mestan stuðning fengu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 um tillögur stjórnlagaráðs eru þjóðareign á náttúruauðlindum, aukið persónukjör og að kjósendur geti framkallað þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Það er skynsamlegt að velja nokkur atriði sem telja má aðalatriðin í þeim breytingum sem gera þarf. Þessi þrjú eru öll svo sannarlega mikilvæg og tillögur stjórnlagaráðs í þeim öllum eru prýðilegar. Sérstaklega tel ég nauðsynlegt að ákvæði 34. greinar frumvarps stjórnlagaráðs um náttúruauðlindir nái fram að ganga. Fari svo, verður loks brotin á bak aftur hin ógeðfellda sérhagsmunagæsla í sjávarútveginum sem stórlega hefur skaðað þjóðfélagið. Hverjar mikilvægustu breytingarnar eru sem gera þarf ræðst af því hvernig vandin er greindur. Að mínu mati er samþjöppun valds og áhrif hagsmunaaðila innan einstakra stjórnmálaflokka það hættulegasta. Þess vegna þarf breytingar sem dreifa valdi. Í gildandi fyrirkomulagi er löggjafarvald og framkvæmdavald samtvinnað og eru hverju sinni í höndum fárra forystumanna ríkisstjórnarflokkanna. Sterk tök flokksforystunnar á val þingmanna flokksins herða á valdi og áhrifum þeirra. Alþingi hefur í sínum höndum valdið til þess að breyta stjórnarskránni og hefur frá 1944 gert það átta sinnum án þess að bera breytingarnar undir kjósendur. Það er algerlega fráleitt fyrirkomulag að löggjafarvaldið, sem á að starfa innan þess ramma sem stjórnarskráin setur , skuli geta sjálft breytt rammanum. Að öllu samanlögðu er staðan sú að fáir forystumenn stjórnmálaflokkanna ráða mestu um löggjöf hverju sinni, framkvæmd löggjafarinnar og stjórnarskránni líka. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir því að aðgreiningu valdsins en reyndin hefur orðið önnur. Þess vegna tel ég mikilvægast að minnka vald þessa fámenna hóps. Það verður gert með því: að allar breytingar á stjórnarskrá verða að fara í almenna þjóðaratkvæðagreiðslu að kjósendur geti skotið málum Alþingis til þjóðarinnar að ráðherrar eigi ekki sæti á Alþingi, hvorki sem aðalmenn né varamenn að persónukjör verði tekið upp að mælt verði fyrir um eignarhald og ráðstöfun á nýtingu auðlinda í stjórnarskrá Á Alþingi eru til meðferðar þrjár tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Þær eru allar umdeildar að efni til en tvennt er til fyrirmyndar og þarf að verða reglan héðan í frá. Annars vegar er gert ráð fyrir að tillögurnar verði bornar undir kjósendur og með samþykki þeirra nái þær fram að ganga. Hitt atriðið er að tillögurnar eru þrjár og verður kosið um hverja og eina sjálfstætt. Því geta kjósendur valið þær sem þeir vilja samþykkja og hafnað hinum. Allt eða ekkert sjónarmiðið gengur algerlega gegn valfrelsi kjósenda. Það er hluti af kröfum nýrra tíma að kjósendur vilja ráða sjálfir sínu vali. Það eru klækjastjórnmál gamla tímans að setja saman óskyldar tillögur, sem stjórnmálamenn koma sér saman um í sínum hrossakaupum, og bera þær fram í einu lagi. Það eru margt í tillögur stjórnlagaráðs sem getur fengið brautargengi. En það eru líka margar tillögur sem eru umdeilanlegar og ég tel ekki til bóta. Að fella brott kjördæmaskipan er varasamt eins og sást best í kosningunni til stjórnlagaþings þegar aðeins 3 af 25 fulltúum voru af landsbyggðinni. Ákvæðin um forseta Alþingis og aukið vald forsætisráðherra eru ekki góð. Allt eða ekkert sjónarmiðið er einmitt byggt á því að tala til kjósenda ofan frá hásæti valdsins. Píratar hafa tekið stjórnarskrármálið upp á sína arma og vilja gera breytingar en virðast hafa tekið sér einstrengingslega stöðu með þeim sem vilja allt eða ekkert. Fyrir vikið er hætt við því að þeir lokist af og komist hvorki lönd né strönd. Grundvallaratriðin eru tvö sem þarf að hafa að leiðarljósi - annað að virða vilja og valfrelsi kjósenda og hitt að draga út úr helstu atriðin og knýja um að þau ná fram að ganga. Verði sú leið farin eru góðar líkur á því að breytingar náist fram að þessu sinni.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun