Litli drengurinn með Panama-skjölin Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 21. maí 2016 07:00 Ég er í hópi þeirra sem gref andlitið í hendurnar eða leita skjóls undir teppi þegar spennan í sjónvarpinu verður um of. Þegar vandræðin verða óyfirstíganleg stend ég upp úr sófanum og fer inn í eldhús. Þegar ég las draugabækurnar hennar Yrsu Sigurðar geymdi ég bækurnar á náttborði eiginmannsins. Mér fannst vissara að draugarnir væru þar. Í mörg ár stóð ég óttaslegin í sturtu eftir að hafa horft á kvikmynd þar sem köngulær féllu niður á höfuð söguhetjunnar þar sem hún þvoði á sér hárið. Auðvitað eru það síðan kvikmyndirnar sem hafa kennt manni að öll bílstæðahús eru lífsógnandi staðir og að óróar sem klingja í vindinum geta aldrei boðað annað en mikinn háska. Ég efaðist um eigin tilvist eftir að hafa séð kvikmyndina The Others, þar sem Nicole Kidman komst að því í lok myndar að það var hún sjálf sem var draugurinn. Hugsið ykkur.Ullarteppi dregið yfir höfuð Nú er ég að jafna mig á einni svona dramatískri senu sem ég sá í sjónvarpinu um daginn. Þegar ljóst var hvað var að gerast setti ég hendurnar fyrir andlitið en þegar á leið dró ég ullarteppið hægt yfir höfuðið til að dylja mér alfarið sýn. Í lokin var ég komin inn í eldhús. Þessi sjónvarpsþáttur hafði verið rækilega auglýstur og ég vissi vel að það var óveður í aðsigi. Stormurinn skall svo á með einfaldri spurningu: „Mr. Prime Minister, what can you tell me about a company called Wintris?" Auðvitað var það ekki spurningin eða syngjandi sænskur hreimurinn hjá Sven Bergman sem framkallaði dramatíkina. Það var svarið. Ég hef hugsað það síðan að sennilega hefði forsætisráðherra líka getað þegið ullarteppið, því ekki gat hann falið andlitið bak við hendurnar. Og í lokin gekk hann auðvitað inn í eldhús.Skattastreituröskun Panama-skjölin hafa opnað nýjan heim. Í þessari nýju heimsmynd eiga Íslendingar heimsmet miðað við höfðatölu. Við erum aftur stórasta land í heimi. Og í anda þess þá tengist höfundur þessarar setningar nýju heimsmyndinni dálítið. Nýi heimurinn sem varð ljós snýst um skattasiðferði. Í þessum veruleika eru það lögmannsstofur á borð við Mossack Fonseca sem aðstoða einstaklinga og fyrirtæki sem glíma við skattastreituröskun. Við höfum sýnt þessari röskun skilning því enn er það þannig þegar rætt er um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja að kröfurnar takmarkast að mestu leyti við jafnlauna- og umhverfismál. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er nú samt sennilega hvað ríkust þegar kemur að sköttum. Sá þankagangur loðir enn við um skattinn, að skattakvíðaröskun bitni ekki á neinum sérstökum – sé brot án fórnarlambs. En auðvitað er það alls ekki þannig að það séu engin fórnarlömb. Þetta veit fólk auðvitað enda byggir Panama-vörnin alltaf á því sama, að þess hafi verið vandlega gætt að greiða alla skatta, meira að segja í þeim tilvikum þar sem þeir vissu ekki einu sinni af því að þeir ættu Panama reikning.Brot án fórnarlambs? Hæstiréttur Bandaríkjanna sagði árið 1927 að skattar væru það gjald sem við greiðum fyrir siðað samfélag. Ástandið í Grikklandi stafar ekki eingöngu af lélegum ríkisrekstri, heldur mun frekar af því að skattar skila sér illa í ríkiskassann. Vanþróuð ríki ráða til sín sérfræðinga í smíði skattkerfa vegna þess að forsenda þess að samfélög geti byggst upp – að við getum rekið spítala, menntakerfi, byggt vegi og réttarkerfi – er að samfélagið greiði fyrir þessa þjónustu með sköttum. Ef einn gengur frá borði á veitingahúsinu þýðir það að hinir sem eftir sitja þurfa að greiða hærri reikning. Við erum rétt farin að horfast í augu við skattakvíða og skattastreitu sem samfélagsvandamál. Nú þarf að opna umræðuna og auka skilning á eðli og orsökum þessarar skattastreitu - og hvað það er sem hún raunverulega kostar samfélagið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Ég er í hópi þeirra sem gref andlitið í hendurnar eða leita skjóls undir teppi þegar spennan í sjónvarpinu verður um of. Þegar vandræðin verða óyfirstíganleg stend ég upp úr sófanum og fer inn í eldhús. Þegar ég las draugabækurnar hennar Yrsu Sigurðar geymdi ég bækurnar á náttborði eiginmannsins. Mér fannst vissara að draugarnir væru þar. Í mörg ár stóð ég óttaslegin í sturtu eftir að hafa horft á kvikmynd þar sem köngulær féllu niður á höfuð söguhetjunnar þar sem hún þvoði á sér hárið. Auðvitað eru það síðan kvikmyndirnar sem hafa kennt manni að öll bílstæðahús eru lífsógnandi staðir og að óróar sem klingja í vindinum geta aldrei boðað annað en mikinn háska. Ég efaðist um eigin tilvist eftir að hafa séð kvikmyndina The Others, þar sem Nicole Kidman komst að því í lok myndar að það var hún sjálf sem var draugurinn. Hugsið ykkur.Ullarteppi dregið yfir höfuð Nú er ég að jafna mig á einni svona dramatískri senu sem ég sá í sjónvarpinu um daginn. Þegar ljóst var hvað var að gerast setti ég hendurnar fyrir andlitið en þegar á leið dró ég ullarteppið hægt yfir höfuðið til að dylja mér alfarið sýn. Í lokin var ég komin inn í eldhús. Þessi sjónvarpsþáttur hafði verið rækilega auglýstur og ég vissi vel að það var óveður í aðsigi. Stormurinn skall svo á með einfaldri spurningu: „Mr. Prime Minister, what can you tell me about a company called Wintris?" Auðvitað var það ekki spurningin eða syngjandi sænskur hreimurinn hjá Sven Bergman sem framkallaði dramatíkina. Það var svarið. Ég hef hugsað það síðan að sennilega hefði forsætisráðherra líka getað þegið ullarteppið, því ekki gat hann falið andlitið bak við hendurnar. Og í lokin gekk hann auðvitað inn í eldhús.Skattastreituröskun Panama-skjölin hafa opnað nýjan heim. Í þessari nýju heimsmynd eiga Íslendingar heimsmet miðað við höfðatölu. Við erum aftur stórasta land í heimi. Og í anda þess þá tengist höfundur þessarar setningar nýju heimsmyndinni dálítið. Nýi heimurinn sem varð ljós snýst um skattasiðferði. Í þessum veruleika eru það lögmannsstofur á borð við Mossack Fonseca sem aðstoða einstaklinga og fyrirtæki sem glíma við skattastreituröskun. Við höfum sýnt þessari röskun skilning því enn er það þannig þegar rætt er um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja að kröfurnar takmarkast að mestu leyti við jafnlauna- og umhverfismál. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er nú samt sennilega hvað ríkust þegar kemur að sköttum. Sá þankagangur loðir enn við um skattinn, að skattakvíðaröskun bitni ekki á neinum sérstökum – sé brot án fórnarlambs. En auðvitað er það alls ekki þannig að það séu engin fórnarlömb. Þetta veit fólk auðvitað enda byggir Panama-vörnin alltaf á því sama, að þess hafi verið vandlega gætt að greiða alla skatta, meira að segja í þeim tilvikum þar sem þeir vissu ekki einu sinni af því að þeir ættu Panama reikning.Brot án fórnarlambs? Hæstiréttur Bandaríkjanna sagði árið 1927 að skattar væru það gjald sem við greiðum fyrir siðað samfélag. Ástandið í Grikklandi stafar ekki eingöngu af lélegum ríkisrekstri, heldur mun frekar af því að skattar skila sér illa í ríkiskassann. Vanþróuð ríki ráða til sín sérfræðinga í smíði skattkerfa vegna þess að forsenda þess að samfélög geti byggst upp – að við getum rekið spítala, menntakerfi, byggt vegi og réttarkerfi – er að samfélagið greiði fyrir þessa þjónustu með sköttum. Ef einn gengur frá borði á veitingahúsinu þýðir það að hinir sem eftir sitja þurfa að greiða hærri reikning. Við erum rétt farin að horfast í augu við skattakvíða og skattastreitu sem samfélagsvandamál. Nú þarf að opna umræðuna og auka skilning á eðli og orsökum þessarar skattastreitu - og hvað það er sem hún raunverulega kostar samfélagið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun