Íslenski boltinn

Sjáðu upphitunarmyndband fyrir leik Stjörnunnar og FH

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stjarnan og FH mætast í stórleik 5. umferðar Pepsi-deildar karla á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.

Bæði lið hafa farið vel af stað á tímabilinu. Stjarnan er með 10 stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar og FH níu stig. Stjörnumenn sitja á toppi deildarinnar og verða þar áfram að því gefnu að þeir tapi ekki leiknum í kvöld. Vinni FH-ingar hins vegar fara þeir á toppinn.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Leikurinn byrjar klukkan 20:00 en útsendingin hefst hálftíma áður. Fimmta umferðin verður svo gerð upp í Pepsi-mörkunum sem hefjast á Stöð 2 Sport HD strax eftir leikinn. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.

Stjarnan og FH hafa marga hildina háð síðan Garðbæingar komu upp í Pepsi-deildina 2009. Frægasti leikur þeirra er án leikurinn í lokaumferð Pepsi-deildarinnar 2014 þar Stjörnumenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins á ævintýralegan hátt.

Í myndbandinu hér að ofan má sjá brot úr leikjum liðanna frá 2009. Það var Garðar Örn Arnarson sem klippti þetta skemmtilega myndband saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×