Íslenski boltinn

Ívar Örn: Fengum skýr skilaboð í hálfleik

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bakvörðurinn Ívar Örn Jónsson er einn besti spyrnumaður deildarinnar.
Bakvörðurinn Ívar Örn Jónsson er einn besti spyrnumaður deildarinnar. vísir/andri marinó
Ívar Örn Jónsson, var hetja Víkinga í kvöld þegar liðið lagði Skagamenn á heimavelli á dramatískan hátt, 3-2. Hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og var kátur eftir leikslok. Hann segir liðið hafa fengið skýr skilaboð í hálfleik.

„Skilaboðin voru skýr. Við áttum að skora strax í upphafi fyrri hálfleiks og halda okkar haus,“ segir Ívar Örn en Milos Milojevic gerði taktískar breytingar undir lok fyrri hálfleiks, fór úr 4-4-2 í 4-3-3 auk þess sem að Alex Freyr Hilmarsson átti góða innkomu í hálfleik. Gaf það góða raun og uppskar liðið góðan sigur að lokum eftir öfluga spilamennsku í seinni hálfleik.

„Þjálfarnir fóru bara yfir þetta með okkur í hálfleik og sögðu okkar að halda haus,“ Segir Ívar. „Við náum svo að skora á þá snemma í seinni og við fylgdum því eftir.“

Ívar Örn skoraði sigurmarkið og sagði þá tilfinningu hafa verið frábæra. Það sé þó ekki það sem skipti máli. Nú taki við að hífa sig upp töfluna eftir brösuga byrjun.

„Það eru komnir tveir sigurleikir í röð og við byggjum á því. Það er stutt upp og stutt niður og nú bætum við bara í.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×