Mótsögnin í meirihlutastjórnum Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar 11. maí 2016 07:00 Þegar þetta er skrifað eru tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, í ríkisstjórn. Um 60% Alþingis samanstendur af sömu flokkum. Þetta fyrirkomulag viðgengst jafnan á Íslandi og virðast flestir telja þetta hið sjálfsagða ástand og hið eina raunsæja: Meirihlutastjórn, þ.e. ríkisstjórn flokka sem saman mynda meirihluta á Alþingi. Í því ríki sem er sennilega stjórnskipunarlega líkast Íslandi, gömlu góðu Danmörku, er hins vegar mun meiri hefð fyrir minnihlutastjórnum og ástæðan fyrir því er mjög góð: Undir þingræði er þinginu ætlað að veita ríkisstjórninni aðhald. Ef framkvæmdarvaldið og meirihluti þingsins samanstanda af sömu flokkunum er til staðar hagsmunaárekstur sem gerir þinginu ókleift að rækja með góðri trú það aðhaldshlutverk sem því er ætlað undir þingræði. Afleiðingin af fyrirkomulagi meirihlutastjórnar er sú að þingið veikist mjög, bæði að starfsgetu og sjálfstæði. Lítum aðeins betur á hefðina hérlendis. Tveir flokkar geta myndað saman meirihluta og annar þeirra fær umboð til að mynda ríkisstjórn. Fólkið sem er ofar í goggunarröðinni í hverjum flokki fyrir sig fær sæti í ríkisstjórn, en fólkið sem er neðar fær einungis sæti á Alþingi. Því ofar á lista sem þingmaður er, því meira tilkall hefur hann til setu í ríkisstjórn. Berum þetta síðan saman við goggunarröð þingræðisins. Hugmyndin með þingræðinu er nefnilega sú að þingið sé æðra framkvæmdarvaldinu, að ríkisstjórn starfi einungis í umboði þingsins og að þingið veiti ríkisstjórninni nauðsynlegt aðhald sem nokkurs konar yfirstofnun framkvæmdarvalds og ríkisstjórnar. í þessu felst ákveðin mótsögn sem líklega væri í lagi ef um væri að ræða minnihlutastjórn, þar sem ríkisstjórn minnihluta þarf að afla sér trausts annarra flokka en sinna eigin. En undir meirihlutastjórn, þar sem forystumenn flokkanna eru í ríkisstjórn og aðrir á þingi, getur óbreyttur stjórnarþingmaður ekki sinnt aðhaldshlutverki sínu án þess að ganga til höfuðs forystu síns eigin flokks. Slíkt kemur honum sjálfum ávallt illa, ekki einungis af því að hann þarf í einhverjum skilningi að berjast gegn eigin flokki, heldur einnig vekur hann óhjákvæmilega upp úlfúð samherja sinna – samherja sinna að ofan í þokkabót. Í þessu felst hagsmunaárekstur milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds sem brýtur í bága við hugmyndina um þingræðið og dregur verulega úr bæði aðhaldshlutverki Alþingis og sjálfstæði þess gagnvart framkvæmdarvaldinu.Minnihlutastjórn ætti að vera reglan Einstaka sinnum hafa hérlendis verið minnihlutastjórnir, en þá hafa þær jafnan verið settar undir mjög sérstökum og jafnvel einstökum kringumstæðum, svo sem í nokkra mánuði eftir efnahagshrunið 2008. En minnihlutastjórn ætti ekki bara að vera einhver hugsanlegur, fræðilegur möguleiki undir einstökum kringumstæðum, heldur ætti minnihlutastjórn að vera reglan, undantekningalítil ef ekki undantekningalaus. Mörgum þykir hins vegar eins og að meirihlutastjórnir séu einhvers konar stjórnskipunarleg nauðsyn, eða að minnihlutastjórnir séu á einhvern hátt ekki raunhæfar, en það er þess virði að ígrunda hversu meinlegt viðhorf það er til þingræðisins. Hvort sem það er menningunni, stjórnarskránni eða stjórnarandstöðunni hverju sinni að kenna, þá er það ekki í lagi að ríkisstjórnum sé ókleift að starfa á Íslandi án þess að flokkspólitísk goggunarröð trompi helsta aðhalds- og eftirlitsaðilann. Það er hvergi nálægt því að vera í lagi. Ef fólk telur þetta fyrirkomulag óheppilegt en nauðsynlegt, þá undirstrikar sú afstaða einungis alvarleika vandans. Hvernig sem á málið er litið ber ekki að líta á meirihlutastjórnir sem stjórnskipunarlegt lögmál, heldur stjórnskipunarlegt vandamál.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Helgi Hrafn Gunnarsson Kosningar 2016 Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað eru tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, í ríkisstjórn. Um 60% Alþingis samanstendur af sömu flokkum. Þetta fyrirkomulag viðgengst jafnan á Íslandi og virðast flestir telja þetta hið sjálfsagða ástand og hið eina raunsæja: Meirihlutastjórn, þ.e. ríkisstjórn flokka sem saman mynda meirihluta á Alþingi. Í því ríki sem er sennilega stjórnskipunarlega líkast Íslandi, gömlu góðu Danmörku, er hins vegar mun meiri hefð fyrir minnihlutastjórnum og ástæðan fyrir því er mjög góð: Undir þingræði er þinginu ætlað að veita ríkisstjórninni aðhald. Ef framkvæmdarvaldið og meirihluti þingsins samanstanda af sömu flokkunum er til staðar hagsmunaárekstur sem gerir þinginu ókleift að rækja með góðri trú það aðhaldshlutverk sem því er ætlað undir þingræði. Afleiðingin af fyrirkomulagi meirihlutastjórnar er sú að þingið veikist mjög, bæði að starfsgetu og sjálfstæði. Lítum aðeins betur á hefðina hérlendis. Tveir flokkar geta myndað saman meirihluta og annar þeirra fær umboð til að mynda ríkisstjórn. Fólkið sem er ofar í goggunarröðinni í hverjum flokki fyrir sig fær sæti í ríkisstjórn, en fólkið sem er neðar fær einungis sæti á Alþingi. Því ofar á lista sem þingmaður er, því meira tilkall hefur hann til setu í ríkisstjórn. Berum þetta síðan saman við goggunarröð þingræðisins. Hugmyndin með þingræðinu er nefnilega sú að þingið sé æðra framkvæmdarvaldinu, að ríkisstjórn starfi einungis í umboði þingsins og að þingið veiti ríkisstjórninni nauðsynlegt aðhald sem nokkurs konar yfirstofnun framkvæmdarvalds og ríkisstjórnar. í þessu felst ákveðin mótsögn sem líklega væri í lagi ef um væri að ræða minnihlutastjórn, þar sem ríkisstjórn minnihluta þarf að afla sér trausts annarra flokka en sinna eigin. En undir meirihlutastjórn, þar sem forystumenn flokkanna eru í ríkisstjórn og aðrir á þingi, getur óbreyttur stjórnarþingmaður ekki sinnt aðhaldshlutverki sínu án þess að ganga til höfuðs forystu síns eigin flokks. Slíkt kemur honum sjálfum ávallt illa, ekki einungis af því að hann þarf í einhverjum skilningi að berjast gegn eigin flokki, heldur einnig vekur hann óhjákvæmilega upp úlfúð samherja sinna – samherja sinna að ofan í þokkabót. Í þessu felst hagsmunaárekstur milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds sem brýtur í bága við hugmyndina um þingræðið og dregur verulega úr bæði aðhaldshlutverki Alþingis og sjálfstæði þess gagnvart framkvæmdarvaldinu.Minnihlutastjórn ætti að vera reglan Einstaka sinnum hafa hérlendis verið minnihlutastjórnir, en þá hafa þær jafnan verið settar undir mjög sérstökum og jafnvel einstökum kringumstæðum, svo sem í nokkra mánuði eftir efnahagshrunið 2008. En minnihlutastjórn ætti ekki bara að vera einhver hugsanlegur, fræðilegur möguleiki undir einstökum kringumstæðum, heldur ætti minnihlutastjórn að vera reglan, undantekningalítil ef ekki undantekningalaus. Mörgum þykir hins vegar eins og að meirihlutastjórnir séu einhvers konar stjórnskipunarleg nauðsyn, eða að minnihlutastjórnir séu á einhvern hátt ekki raunhæfar, en það er þess virði að ígrunda hversu meinlegt viðhorf það er til þingræðisins. Hvort sem það er menningunni, stjórnarskránni eða stjórnarandstöðunni hverju sinni að kenna, þá er það ekki í lagi að ríkisstjórnum sé ókleift að starfa á Íslandi án þess að flokkspólitísk goggunarröð trompi helsta aðhalds- og eftirlitsaðilann. Það er hvergi nálægt því að vera í lagi. Ef fólk telur þetta fyrirkomulag óheppilegt en nauðsynlegt, þá undirstrikar sú afstaða einungis alvarleika vandans. Hvernig sem á málið er litið ber ekki að líta á meirihlutastjórnir sem stjórnskipunarlegt lögmál, heldur stjórnskipunarlegt vandamál.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun