Íslenski boltinn

Skúli Jón með glóðarauga eftir olnbogann frá Kassim: „Þokkalega eðlilegt að menn hafi æst sig“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Skúli Jón er illa farinn en ekkert illur út í Kassim.
Skúli Jón er illa farinn en ekkert illur út í Kassim. vísir/stefán/twitter
Skúli Jón Friðgeirsson, miðvörður KR, var mátulega illa farinn á hægra augan eftir 1-0 sigur liðsins í stórleik þriðju umferðar á Alvogen-vellinum í gærkvöldi gegn FH.

Undir lok seinni hálfleiks fékk Skúli Jón hressilegt olnbogaskot frá Kassim Doumbia, miðverði FH, þegar þeir stukku saman upp í skallabolta. Doumbia var ekki að reyna að meiða Skúla og uppskar ekki einu sinni gult spjald fyrir atvikið.

Allt ætlaði um koll að keyra inn á vellinum þegar Skúli lá eftir. Hann birti svo mynd af sér eftir leik þar sem sást að Skúli er með myndarlegt glóðarauga eftir átökin við Kassim.

„Nú sá ég ekki viðbrögðin, en mér finnst þokkalega eðlilegt að menn hafi æst sig,“ skrifaði Skúli Jón á Twitter-síðu sína eftir leik og bætti við kassamerkinu #olnbogi.

Hann bætti því svo við að Kassim hefði sýnt af sér mikinn drengskap og beðið sig afsökunar eftir leikinn. „Að því sögðu hefði Kassim ekki getað verið almennilegri eftir atvikið, kom inní klefa og baðst afsökunar,“ skrifaði Skúli Jón Friðgeirsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×