Íslenski boltinn

Verður Skaginn fyrsta liðið til að vinna Ólsara?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tapa Ólsarar í dag?
Tapa Ólsarar í dag? vísir/vilhelm
Fjórða umferð Pepsi-deildar karla hefst í dag með þremur leikjum, en þar ber hæst Vesturlandsslagur Víkinga úr Ólafsvík og ÍA.

Ólsarar hafa farið frábærlega af stað í deildinni, en þeir eru nýliðar. Þeir hafa enn ekki tapað leik og eru með sjö stig eftir fyrstu þrjá leikina í öðru sæti.

Skagamenn nældu sér í sinn fyrsta sigur í síðustu umferð, en þá unnu þeir 1-0 sigur á Fjölnismönnum.

Gunnar Sverrir Gunnarsson mun fá það vandasama verk að dæma leikinn, en þetta er hans fyrsti leikur í efstu deild sem aðaldómari.

Leikurin verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending hálftíma fyrir leik eða klukkan 19.30.

Fylkir er enn í leit af sínum fyrstu stigum í sumar, en þeir eru á botninum án stiga. Þeir fá Eyjamenn í heimsókn sem eru með fjögur stig í sjöunda sæti.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2/HD.

Fjölnismenn fara svo í Kaplakrika og mæta Íslandsmeisturum FH, en FH tapaði síðasta leik gegn KR. Liðið hefur ekki tapað tveimur leikjum í röð í deildinni í sex ár, en þeir eru með sex stig eftir leiknia tvo.

Fjölnismenn unnu tvo fyrstu leikina sína, gegn Val og ÍBV, en töpuðu svo með minnsta mun gegn Skaganum í síðustu umferð, 1-0.

Leikir dagsins:

17.00 Fylkir - ÍBV (Stöð 2 Sport 2/HD)

19.15 FH - Fjölnir

20.00 Víkingur Ó. - ÍA (Stöð 2 Sport/HD)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×