39 ára gamall sjóari og markvörður Ólsara stal senunni í kvöld | Myndband Tómas Þór Þóraðrson skrifar 16. maí 2016 22:26 Víkingur Ólafsvík hafði betur í vesturlandsslagnum gegn ÍA þriðja skiptið í röð í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið pakkaði Skagamönnum saman, 3-0, á Ólafsvíkurvelli. William da Silva, Hrvoje Tokic og Aleix Egea skoruðu mörkin fyrir Ólsara en nýliðarnir eru á toppnum í deildinni eftir fjórar umferðir. Stjarnan getur þó hirt af þeim toppsætið annað kvöld. Einar Hjörleifsson, markvörður Ólsara, stal senunni í kvöld en þessi magnaði 39 ára gamli sjómaður, sem hefur reynst Ólafsvíkingum vel í gegnum tíðina, átti stórleik í markinu. Hann lagði hanskana á hilluna fyrir síðustu leiktíð en tók þá fram aftur til að styðja við bakið á Spánverjanum Cristian Martínez. Sá spænski meiddist gegn ÍBV í síðustu umferð og þurfti Einar þá að mæta til leiks og hann var svo í byrjunarliðinu í kvöld. Einar átti nokkrar svakalegar vörslur í kvöld. Hann varði meistaralega frá Garðari Gunnlaugssyni í fyrri hálfleik og varði svo frá honum víti og frákast í seinni hálfleik. Einar er mikill vítabani. Þessi mikli höfðingi átti sviðið á Twitter í kvöld á kassamerkinu #pepsi365 þar sem fótboltaáhugamenn ræddu málin yfir leiknum sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Hér að ofan má sjá tvær af bestu vörslum Einars frá því í kvöld og hér að neðan má sjá nokkur af tístunum um Einar og frammistöðu hans.Einar Hjörleifsson er svo mikill meistari. Frábært hjá þeim í Ólafsvík. Hafa lagt líf og sál í þetta. Vanda til verka. Pepsí Max. Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) May 16, 2016 @Einar_Hjorleifs MoM... Varið víti, nokkrar flottar vörslur og 100% sendingar. #Fotbolti #pepsi365— Thor Steinar Olafs (@xThorSteinar) May 16, 2016 Einar Hjörleifs. Maður leiksins. Þvílíkur keeper. #He'sAkeeper #pepsi365— Sveinn (@Sveinn222) May 16, 2016 Á ekki einhver græna derhúfu fyrir Einar til að toppa lookið? #fótboltinet #pepsi365— Friðný Fjóla (@fridnyFj) May 16, 2016 Það ættu öll lið að eiga einn Einar Hjöleifs á bekknum #pepsi365— Reynir Þór Reynisson (@reynirr1) May 16, 2016 Skiptir engu þò Víkingur sé með 8 útlendinga inná. Einar Hjörleifs vegur misvægið upp,svomikill Íslendingur er hann #pepsi365— Skagahænan (@Skagahaenan) May 16, 2016 Einar Hjörleifs er svo mikið lang mesti töffarinn í íslenskum fótbolta. Einn af "gamla skólanum" #pepsi365 #fotboltinet— Sigurpáll Árnason (@sigurpalla) May 16, 2016 King Einar Hjörleifs! #fotboltinet #pepsi365— Garðar Gunnar (@gardargunnar) May 16, 2016 Varði Einar Hjörleifs víti? Haa shocker #vitabani #pepsi365— Andri F. Sveinsson (@AndriSveins) May 16, 2016 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - Fjölnir 2-0 | Öruggur sigur FH í Krikanum | Sjáðu mörkin FH-ingar unnu sinn þriðja sigur í Pepsi-deild karla í kvöld þegar þeir unnu góðan 2-0 sigur á Fjölni. 16. maí 2016 22:15 Verður Skaginn fyrsta liðið til að vinna Ólsara? Fjórða umferð Pepsi-deildar karla hefst í dag með þremur leikjum, en þar ber hæst Vesturlandsslagur Víkinga úr Ólafsvík og ÍA. 16. maí 2016 08:00 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Víkingur Ólafsvík hafði betur í vesturlandsslagnum gegn ÍA þriðja skiptið í röð í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið pakkaði Skagamönnum saman, 3-0, á Ólafsvíkurvelli. William da Silva, Hrvoje Tokic og Aleix Egea skoruðu mörkin fyrir Ólsara en nýliðarnir eru á toppnum í deildinni eftir fjórar umferðir. Stjarnan getur þó hirt af þeim toppsætið annað kvöld. Einar Hjörleifsson, markvörður Ólsara, stal senunni í kvöld en þessi magnaði 39 ára gamli sjómaður, sem hefur reynst Ólafsvíkingum vel í gegnum tíðina, átti stórleik í markinu. Hann lagði hanskana á hilluna fyrir síðustu leiktíð en tók þá fram aftur til að styðja við bakið á Spánverjanum Cristian Martínez. Sá spænski meiddist gegn ÍBV í síðustu umferð og þurfti Einar þá að mæta til leiks og hann var svo í byrjunarliðinu í kvöld. Einar átti nokkrar svakalegar vörslur í kvöld. Hann varði meistaralega frá Garðari Gunnlaugssyni í fyrri hálfleik og varði svo frá honum víti og frákast í seinni hálfleik. Einar er mikill vítabani. Þessi mikli höfðingi átti sviðið á Twitter í kvöld á kassamerkinu #pepsi365 þar sem fótboltaáhugamenn ræddu málin yfir leiknum sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Hér að ofan má sjá tvær af bestu vörslum Einars frá því í kvöld og hér að neðan má sjá nokkur af tístunum um Einar og frammistöðu hans.Einar Hjörleifsson er svo mikill meistari. Frábært hjá þeim í Ólafsvík. Hafa lagt líf og sál í þetta. Vanda til verka. Pepsí Max. Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) May 16, 2016 @Einar_Hjorleifs MoM... Varið víti, nokkrar flottar vörslur og 100% sendingar. #Fotbolti #pepsi365— Thor Steinar Olafs (@xThorSteinar) May 16, 2016 Einar Hjörleifs. Maður leiksins. Þvílíkur keeper. #He'sAkeeper #pepsi365— Sveinn (@Sveinn222) May 16, 2016 Á ekki einhver græna derhúfu fyrir Einar til að toppa lookið? #fótboltinet #pepsi365— Friðný Fjóla (@fridnyFj) May 16, 2016 Það ættu öll lið að eiga einn Einar Hjöleifs á bekknum #pepsi365— Reynir Þór Reynisson (@reynirr1) May 16, 2016 Skiptir engu þò Víkingur sé með 8 útlendinga inná. Einar Hjörleifs vegur misvægið upp,svomikill Íslendingur er hann #pepsi365— Skagahænan (@Skagahaenan) May 16, 2016 Einar Hjörleifs er svo mikið lang mesti töffarinn í íslenskum fótbolta. Einn af "gamla skólanum" #pepsi365 #fotboltinet— Sigurpáll Árnason (@sigurpalla) May 16, 2016 King Einar Hjörleifs! #fotboltinet #pepsi365— Garðar Gunnar (@gardargunnar) May 16, 2016 Varði Einar Hjörleifs víti? Haa shocker #vitabani #pepsi365— Andri F. Sveinsson (@AndriSveins) May 16, 2016
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - Fjölnir 2-0 | Öruggur sigur FH í Krikanum | Sjáðu mörkin FH-ingar unnu sinn þriðja sigur í Pepsi-deild karla í kvöld þegar þeir unnu góðan 2-0 sigur á Fjölni. 16. maí 2016 22:15 Verður Skaginn fyrsta liðið til að vinna Ólsara? Fjórða umferð Pepsi-deildar karla hefst í dag með þremur leikjum, en þar ber hæst Vesturlandsslagur Víkinga úr Ólafsvík og ÍA. 16. maí 2016 08:00 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - Fjölnir 2-0 | Öruggur sigur FH í Krikanum | Sjáðu mörkin FH-ingar unnu sinn þriðja sigur í Pepsi-deild karla í kvöld þegar þeir unnu góðan 2-0 sigur á Fjölni. 16. maí 2016 22:15
Verður Skaginn fyrsta liðið til að vinna Ólsara? Fjórða umferð Pepsi-deildar karla hefst í dag með þremur leikjum, en þar ber hæst Vesturlandsslagur Víkinga úr Ólafsvík og ÍA. 16. maí 2016 08:00