Íslenski boltinn

Hemmi í Akraborginni: Svona spjalla menn stundum í Eyjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir
Hermann Hreiðarsson verður í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag en bút úr viðtalinu má heyra hér á Vísi.

Hermann er þjálfari Fylkis og komst í fréttirnar fyrir að hafa gripið stjórnarmann ÍBV hálstaki eftir að Eyjamenn báru sigur úr býtum í leik liðannna í Árbænum í gær.

Sjá einnig: Formaðurinn um Hemma: Á eftir að kynna mér málið betur

„Þetta var nú hann Hannes vinur minn. Þetta er ekkert vandamál, við vorum aðeins að spjalla og stundum spjalla menn svona í Eyjum. Hvernig sem menn horfa á það, þá er það búið og maður var búinn að gleyma því þegar heim var komið.“

„En fólk getur velt þessu fyrir sér. Það er bara flott, þá hefur það eitthvað að gera,“ sagði Hermann og hló.

Sjá einnig: Hermann tók stjórnarmann ÍBV hálstaki eftir leik: Þetta lýsir honum vel

Hermann sagði enn fremur að það mætti alltaf velta fyrir sér hversu mikið ætti að gera úr hlutunum. „Það er hægt að mjólka allt fram og til baka. En þetta er bara búið. Við Hannes erum fullorðnir menn og getum talað saman um allt og ekkert. Við getum alltaf horft í augun á hvorum öðrum.“

Akraborgin hefst klukkan 16.00 á X-inu hvern virkan dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×