Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg! Björgvin Guðmundsson skrifar 18. maí 2016 00:00 Hvernig er staða aldraðra og öryrkja í dag? Staða þeirra, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum er óásættanleg, þar eð þeir geta ekki framfleytt sér á lífeyri almannatrygginga. Þessi hópur aldraðra og öryrkja verður því að treysta á ættingja eða hjálparstofnanir eða neita sér um einhverja mikilvæga útgjaldaliði eins og læknishjálp, lyf eða mat. Þetta láta stjórnvöld viðgangast, þetta sættir Alþingi sig við. Enginn í þjóðfélaginu hreyfir legg né lið til þess að laga þetta ástand. Ráðamenn segja einungis, að það megi ekki hafa lífeyri of háan, þar eð þá verði enginn hvati fyrir lífeyrisfólk að leita sér vinnu. Fjármálaráðherrann vill reka sjötuga og áttræða eldri borgara út á vinnumarkaðinn! Einhleypur ellilífeyrisþegi, sem hefur eingöngu tekjur frá almannatryggingum, hefur 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Húsnæðiskostnaður er 130-160 þúsund krónur á mánuði. Þegar búið er að greiða þann lið er lítið eftir fyrir mat, hreinlætisvörum, fatnaði, samgöngukostnaði, síma, sjónvarpi, tölvukostnaði og gjöfum fyrir barnabörnin. Það er ekki unnt að lifa mannsæmandi lífi af þessari hungurlús og raunar ekki unnt að framfleyta sér af henni. Ellilífeyrisþegi, sem er í hjúskap eða sambúð, fær aðeins 185 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.Miklar skerðingar Ef eldri borgari hefur 100 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði er staða hans lítið betri en þeirra, sem engan lífeyrissjóð hafa. Skattar og skerðingar eru miklar. Sá sem hefur 100 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði sætir 50 þúsund króna skerðingu lífeyris TR eftir skatt. Samkvæmt tillögum endurskoðunarnefndar almannatrygginga mun skerðingin minnka um 5.400 krónur á mánuði eftir skatt verði tillögurnar samþykktar. Það breytir litlu. Ef viðkomandi hefur 200 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði verður skerðing óbreytt. Skerðingin er 90 þúsund krónur á mánuði í dag eftir skatt og hún verður áfram 90 þúsund krónur á mánuði eftir skatt verði tillögurnar samþykktar. Ef eldri borgarinn hefur 100 þúsund króna atvinnutekjur á mánuði sætir hann engri skerðingu í dag, þar eð frítekjumark er 109 þúsund krónur á mánuði en samkvæmt nýju tillögunum verður skerðing 45 þúsund á mánuði við þessar atvinnutekjur. Með öðrum orðum: Staðan versnar um 45 þúsund krónur á mánuði. 3ja ára starf við endurskoðun almannatrygginga skilar engu í þessum tilvikum. Og það sem allra verst er: Lífeyrir aldraðra og öryrkja hjá þeim, sem eingöngu hafa tekjur frá TR hækkar ekkert, ekki um eina krónu. Til hvers var leikurinn gerður?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Hvernig er staða aldraðra og öryrkja í dag? Staða þeirra, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum er óásættanleg, þar eð þeir geta ekki framfleytt sér á lífeyri almannatrygginga. Þessi hópur aldraðra og öryrkja verður því að treysta á ættingja eða hjálparstofnanir eða neita sér um einhverja mikilvæga útgjaldaliði eins og læknishjálp, lyf eða mat. Þetta láta stjórnvöld viðgangast, þetta sættir Alþingi sig við. Enginn í þjóðfélaginu hreyfir legg né lið til þess að laga þetta ástand. Ráðamenn segja einungis, að það megi ekki hafa lífeyri of háan, þar eð þá verði enginn hvati fyrir lífeyrisfólk að leita sér vinnu. Fjármálaráðherrann vill reka sjötuga og áttræða eldri borgara út á vinnumarkaðinn! Einhleypur ellilífeyrisþegi, sem hefur eingöngu tekjur frá almannatryggingum, hefur 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Húsnæðiskostnaður er 130-160 þúsund krónur á mánuði. Þegar búið er að greiða þann lið er lítið eftir fyrir mat, hreinlætisvörum, fatnaði, samgöngukostnaði, síma, sjónvarpi, tölvukostnaði og gjöfum fyrir barnabörnin. Það er ekki unnt að lifa mannsæmandi lífi af þessari hungurlús og raunar ekki unnt að framfleyta sér af henni. Ellilífeyrisþegi, sem er í hjúskap eða sambúð, fær aðeins 185 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.Miklar skerðingar Ef eldri borgari hefur 100 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði er staða hans lítið betri en þeirra, sem engan lífeyrissjóð hafa. Skattar og skerðingar eru miklar. Sá sem hefur 100 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði sætir 50 þúsund króna skerðingu lífeyris TR eftir skatt. Samkvæmt tillögum endurskoðunarnefndar almannatrygginga mun skerðingin minnka um 5.400 krónur á mánuði eftir skatt verði tillögurnar samþykktar. Það breytir litlu. Ef viðkomandi hefur 200 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði verður skerðing óbreytt. Skerðingin er 90 þúsund krónur á mánuði í dag eftir skatt og hún verður áfram 90 þúsund krónur á mánuði eftir skatt verði tillögurnar samþykktar. Ef eldri borgarinn hefur 100 þúsund króna atvinnutekjur á mánuði sætir hann engri skerðingu í dag, þar eð frítekjumark er 109 þúsund krónur á mánuði en samkvæmt nýju tillögunum verður skerðing 45 þúsund á mánuði við þessar atvinnutekjur. Með öðrum orðum: Staðan versnar um 45 þúsund krónur á mánuði. 3ja ára starf við endurskoðun almannatrygginga skilar engu í þessum tilvikum. Og það sem allra verst er: Lífeyrir aldraðra og öryrkja hjá þeim, sem eingöngu hafa tekjur frá TR hækkar ekkert, ekki um eina krónu. Til hvers var leikurinn gerður?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun