Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg! Björgvin Guðmundsson skrifar 18. maí 2016 00:00 Hvernig er staða aldraðra og öryrkja í dag? Staða þeirra, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum er óásættanleg, þar eð þeir geta ekki framfleytt sér á lífeyri almannatrygginga. Þessi hópur aldraðra og öryrkja verður því að treysta á ættingja eða hjálparstofnanir eða neita sér um einhverja mikilvæga útgjaldaliði eins og læknishjálp, lyf eða mat. Þetta láta stjórnvöld viðgangast, þetta sættir Alþingi sig við. Enginn í þjóðfélaginu hreyfir legg né lið til þess að laga þetta ástand. Ráðamenn segja einungis, að það megi ekki hafa lífeyri of háan, þar eð þá verði enginn hvati fyrir lífeyrisfólk að leita sér vinnu. Fjármálaráðherrann vill reka sjötuga og áttræða eldri borgara út á vinnumarkaðinn! Einhleypur ellilífeyrisþegi, sem hefur eingöngu tekjur frá almannatryggingum, hefur 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Húsnæðiskostnaður er 130-160 þúsund krónur á mánuði. Þegar búið er að greiða þann lið er lítið eftir fyrir mat, hreinlætisvörum, fatnaði, samgöngukostnaði, síma, sjónvarpi, tölvukostnaði og gjöfum fyrir barnabörnin. Það er ekki unnt að lifa mannsæmandi lífi af þessari hungurlús og raunar ekki unnt að framfleyta sér af henni. Ellilífeyrisþegi, sem er í hjúskap eða sambúð, fær aðeins 185 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.Miklar skerðingar Ef eldri borgari hefur 100 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði er staða hans lítið betri en þeirra, sem engan lífeyrissjóð hafa. Skattar og skerðingar eru miklar. Sá sem hefur 100 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði sætir 50 þúsund króna skerðingu lífeyris TR eftir skatt. Samkvæmt tillögum endurskoðunarnefndar almannatrygginga mun skerðingin minnka um 5.400 krónur á mánuði eftir skatt verði tillögurnar samþykktar. Það breytir litlu. Ef viðkomandi hefur 200 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði verður skerðing óbreytt. Skerðingin er 90 þúsund krónur á mánuði í dag eftir skatt og hún verður áfram 90 þúsund krónur á mánuði eftir skatt verði tillögurnar samþykktar. Ef eldri borgarinn hefur 100 þúsund króna atvinnutekjur á mánuði sætir hann engri skerðingu í dag, þar eð frítekjumark er 109 þúsund krónur á mánuði en samkvæmt nýju tillögunum verður skerðing 45 þúsund á mánuði við þessar atvinnutekjur. Með öðrum orðum: Staðan versnar um 45 þúsund krónur á mánuði. 3ja ára starf við endurskoðun almannatrygginga skilar engu í þessum tilvikum. Og það sem allra verst er: Lífeyrir aldraðra og öryrkja hjá þeim, sem eingöngu hafa tekjur frá TR hækkar ekkert, ekki um eina krónu. Til hvers var leikurinn gerður?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Hvernig er staða aldraðra og öryrkja í dag? Staða þeirra, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum er óásættanleg, þar eð þeir geta ekki framfleytt sér á lífeyri almannatrygginga. Þessi hópur aldraðra og öryrkja verður því að treysta á ættingja eða hjálparstofnanir eða neita sér um einhverja mikilvæga útgjaldaliði eins og læknishjálp, lyf eða mat. Þetta láta stjórnvöld viðgangast, þetta sættir Alþingi sig við. Enginn í þjóðfélaginu hreyfir legg né lið til þess að laga þetta ástand. Ráðamenn segja einungis, að það megi ekki hafa lífeyri of háan, þar eð þá verði enginn hvati fyrir lífeyrisfólk að leita sér vinnu. Fjármálaráðherrann vill reka sjötuga og áttræða eldri borgara út á vinnumarkaðinn! Einhleypur ellilífeyrisþegi, sem hefur eingöngu tekjur frá almannatryggingum, hefur 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Húsnæðiskostnaður er 130-160 þúsund krónur á mánuði. Þegar búið er að greiða þann lið er lítið eftir fyrir mat, hreinlætisvörum, fatnaði, samgöngukostnaði, síma, sjónvarpi, tölvukostnaði og gjöfum fyrir barnabörnin. Það er ekki unnt að lifa mannsæmandi lífi af þessari hungurlús og raunar ekki unnt að framfleyta sér af henni. Ellilífeyrisþegi, sem er í hjúskap eða sambúð, fær aðeins 185 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.Miklar skerðingar Ef eldri borgari hefur 100 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði er staða hans lítið betri en þeirra, sem engan lífeyrissjóð hafa. Skattar og skerðingar eru miklar. Sá sem hefur 100 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði sætir 50 þúsund króna skerðingu lífeyris TR eftir skatt. Samkvæmt tillögum endurskoðunarnefndar almannatrygginga mun skerðingin minnka um 5.400 krónur á mánuði eftir skatt verði tillögurnar samþykktar. Það breytir litlu. Ef viðkomandi hefur 200 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði verður skerðing óbreytt. Skerðingin er 90 þúsund krónur á mánuði í dag eftir skatt og hún verður áfram 90 þúsund krónur á mánuði eftir skatt verði tillögurnar samþykktar. Ef eldri borgarinn hefur 100 þúsund króna atvinnutekjur á mánuði sætir hann engri skerðingu í dag, þar eð frítekjumark er 109 þúsund krónur á mánuði en samkvæmt nýju tillögunum verður skerðing 45 þúsund á mánuði við þessar atvinnutekjur. Með öðrum orðum: Staðan versnar um 45 þúsund krónur á mánuði. 3ja ára starf við endurskoðun almannatrygginga skilar engu í þessum tilvikum. Og það sem allra verst er: Lífeyrir aldraðra og öryrkja hjá þeim, sem eingöngu hafa tekjur frá TR hækkar ekkert, ekki um eina krónu. Til hvers var leikurinn gerður?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun