Goðafræði stjórnmálanna Guðmundur Andri Thorsson. skrifar 2. maí 2016 07:00 Það er eitt einkenni íslensks samfélags – og mein – að hér skuli stéttastjórnmál ekki hafa náð að þroskast eins og í nágrannalöndum svo að fyrir vikið urðu flokkar alþýðu ekki jafn sterkir og annars staðar í Evrópu með alkunnum afleiðingum fyrir lífskjör og réttindi þeirra landsmanna sem þurfa að dúsa með sitt hér en ekki aflendis eins og tortólarnir í valdastólunum. Ekki urðu heldur til eindregnir yfirstéttarflokkar. Stjórnmálaflokkar síðustu aldar urðu hins vegar stundum eins og laustengd bandalög sem mynduðust kringum sterka einstaklinga sem höfðu á valdi sínu að útdeilda gæðum til sinna manna, ættmenna, skólafélaga, rótarýfélaga, skjólstæðinga – kjósenda. Um leið tókst íslensku samfélagi ekki alveg að vaxa frá sjálfstæðisstjórnmálunum sem hér ríktu að sögn stjórnmálafræðinnar til ársins 1916-18, en samkvæmt þeirri hugmyndafræði höfðu stórbændur og kotungar, vinnufólk, embættismenn, lausamenn og niðursetningar í grundvallaratriðum sömu hagsmuni: að losna undan Dönum. Sjálfstæðisstjórnmál voru einkum framlengd með hersetu landsins, og síðan deilum um þátttöku í samstarfi vestrænna þjóða í ESB. Álitamálin hér á landi hafa síður snúist um lífskjör og laun almennings en stöðu lýðveldisins í samfélagi þjóðanna.Eins og mosi En hið raunverulega úrlausnarefni stjórnmálanna hefur verið að greiða – eða torvelda – för að þeim gæðum sem útvaldir stjórnmálamenn voru í aðstöðu til að úthluta, hvort sem það voru leyfi til innflutnings á einhverju eða bankafyrirgreiðsla, útvegun á vinnu – byggingarleyfi. Dæmin eru óteljandi frá haftaárunum, sem voru dýrðarár Sjálfstæðisflokksins og byggðu upp það veldi hans sem enn er tregað í Hádegismóum. Stundum finnst manni vera rótgróinn eins og fornaldarmosi einhver þankagangur hér frá söguöld. Það mætti kenna hann við goðaveldið sem var hér ríkjandi stjórnskipan frá landnámi og þar til árið 1260, að það hrundi í borgarastyrjöld, þegar valdajafnvægi goðanna raskaðist og Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd. Kerfið gekk út á að 39 goðar stjórnuðu sínu afmarkaða svæði hringinn í kringum landið – höfðu hver sitt goðorð – og hittust síðan og réðu ráðum sínum á Alþingi þar sem mál voru útkljáð, sættir gerðar, lög sögð fram af þar til gerðum lögsögumönnum, menn dæmdir í útlegð, leitað sæmdar og bandalög gerð. Allir landsmenn voru í skjóli einhvers goða og voru um leið honum skjól; höfðu skyldur við hann og réttindi gagnvart honum. Sýndu honum hollustu. Goðinn bjargaði sínum mönnum út úr vandræðum ef því var að skipta og hélt uppi lögum og reglu á sínu svæði en á móti kom að bændum bar að fylgja honum þegar til átaka kæmi, mynda herinn hans. Þegar kom fram á Sturlungaöld var ekki nokkur friður fyrir bændur að sinna búskap eða yfirleitt nokkrum sköpuðum hlut fyrir eilífum ófriði með tilheyrandi langferðum og vosbúð. Fyrirgreiðslukerfið sem varð til strax og hér tók að starfa alþingi í fullvalda landi minnir að mörgu leyti á þetta gamla goðaveldi. Fyrsti þingmaður hvers kjördæmis var þá nokkurs konar goði með réttindum og skyldum sem því fylgdu – rak erindi kjósenda sinna stór og smá í höfuðstaðnum – reddaði víxlum og gjaldeyrisyfirfærslum, þúfnabönum og lánum en fékk á móti öruggt þingsæti, góða afkomu og var höfðingi – goðinn.Fullreynt? Goðaveldi nútímans er í senn ósýnilegt og afskaplega sýnilegt. Um það gilda ekki skráðar reglur og því fylgja ekki eiginlegar nafnbætur en samt er það einhvern veginn yfir og allt um kring í íslenskri umræðu og stjórnmálahefð, líka umræðuhefð þar sem við sem tökum til máls opinberlega megum sæta því að vera iðulega dregin inn í eitthvert ímyndað valdagoðorðið. Enn virðist að einhverju leyti ríkja sá hugsunarháttur meðal margra kjósenda að skaffarahæfni frambjóðanda skuli ráða atkvæði manns, fremur en hugsjónir eða lífsviðhorf. Umræða hér snýst oft furðu lítið um stefnu og markmið og leiðir, samfélagsleg gildi og úrlausnir en þeim mun meira er gert af því að bollaleggja um tiltekin goðaveldi íslenskrar valdastéttar. En það er fullreynt með goðaveldið. Það er liðið undir lok. Þessi þankagangur endurspeglar ekki neinn veruleika. Það er enginn gamall kall að fara að sjá um okkur – til allrar hamingju. Goðaveldið er hvergi til nema sem köngulóavefir í yfirgefnum skúmaskotum valdsins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Sjá meira
Það er eitt einkenni íslensks samfélags – og mein – að hér skuli stéttastjórnmál ekki hafa náð að þroskast eins og í nágrannalöndum svo að fyrir vikið urðu flokkar alþýðu ekki jafn sterkir og annars staðar í Evrópu með alkunnum afleiðingum fyrir lífskjör og réttindi þeirra landsmanna sem þurfa að dúsa með sitt hér en ekki aflendis eins og tortólarnir í valdastólunum. Ekki urðu heldur til eindregnir yfirstéttarflokkar. Stjórnmálaflokkar síðustu aldar urðu hins vegar stundum eins og laustengd bandalög sem mynduðust kringum sterka einstaklinga sem höfðu á valdi sínu að útdeilda gæðum til sinna manna, ættmenna, skólafélaga, rótarýfélaga, skjólstæðinga – kjósenda. Um leið tókst íslensku samfélagi ekki alveg að vaxa frá sjálfstæðisstjórnmálunum sem hér ríktu að sögn stjórnmálafræðinnar til ársins 1916-18, en samkvæmt þeirri hugmyndafræði höfðu stórbændur og kotungar, vinnufólk, embættismenn, lausamenn og niðursetningar í grundvallaratriðum sömu hagsmuni: að losna undan Dönum. Sjálfstæðisstjórnmál voru einkum framlengd með hersetu landsins, og síðan deilum um þátttöku í samstarfi vestrænna þjóða í ESB. Álitamálin hér á landi hafa síður snúist um lífskjör og laun almennings en stöðu lýðveldisins í samfélagi þjóðanna.Eins og mosi En hið raunverulega úrlausnarefni stjórnmálanna hefur verið að greiða – eða torvelda – för að þeim gæðum sem útvaldir stjórnmálamenn voru í aðstöðu til að úthluta, hvort sem það voru leyfi til innflutnings á einhverju eða bankafyrirgreiðsla, útvegun á vinnu – byggingarleyfi. Dæmin eru óteljandi frá haftaárunum, sem voru dýrðarár Sjálfstæðisflokksins og byggðu upp það veldi hans sem enn er tregað í Hádegismóum. Stundum finnst manni vera rótgróinn eins og fornaldarmosi einhver þankagangur hér frá söguöld. Það mætti kenna hann við goðaveldið sem var hér ríkjandi stjórnskipan frá landnámi og þar til árið 1260, að það hrundi í borgarastyrjöld, þegar valdajafnvægi goðanna raskaðist og Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd. Kerfið gekk út á að 39 goðar stjórnuðu sínu afmarkaða svæði hringinn í kringum landið – höfðu hver sitt goðorð – og hittust síðan og réðu ráðum sínum á Alþingi þar sem mál voru útkljáð, sættir gerðar, lög sögð fram af þar til gerðum lögsögumönnum, menn dæmdir í útlegð, leitað sæmdar og bandalög gerð. Allir landsmenn voru í skjóli einhvers goða og voru um leið honum skjól; höfðu skyldur við hann og réttindi gagnvart honum. Sýndu honum hollustu. Goðinn bjargaði sínum mönnum út úr vandræðum ef því var að skipta og hélt uppi lögum og reglu á sínu svæði en á móti kom að bændum bar að fylgja honum þegar til átaka kæmi, mynda herinn hans. Þegar kom fram á Sturlungaöld var ekki nokkur friður fyrir bændur að sinna búskap eða yfirleitt nokkrum sköpuðum hlut fyrir eilífum ófriði með tilheyrandi langferðum og vosbúð. Fyrirgreiðslukerfið sem varð til strax og hér tók að starfa alþingi í fullvalda landi minnir að mörgu leyti á þetta gamla goðaveldi. Fyrsti þingmaður hvers kjördæmis var þá nokkurs konar goði með réttindum og skyldum sem því fylgdu – rak erindi kjósenda sinna stór og smá í höfuðstaðnum – reddaði víxlum og gjaldeyrisyfirfærslum, þúfnabönum og lánum en fékk á móti öruggt þingsæti, góða afkomu og var höfðingi – goðinn.Fullreynt? Goðaveldi nútímans er í senn ósýnilegt og afskaplega sýnilegt. Um það gilda ekki skráðar reglur og því fylgja ekki eiginlegar nafnbætur en samt er það einhvern veginn yfir og allt um kring í íslenskri umræðu og stjórnmálahefð, líka umræðuhefð þar sem við sem tökum til máls opinberlega megum sæta því að vera iðulega dregin inn í eitthvert ímyndað valdagoðorðið. Enn virðist að einhverju leyti ríkja sá hugsunarháttur meðal margra kjósenda að skaffarahæfni frambjóðanda skuli ráða atkvæði manns, fremur en hugsjónir eða lífsviðhorf. Umræða hér snýst oft furðu lítið um stefnu og markmið og leiðir, samfélagsleg gildi og úrlausnir en þeim mun meira er gert af því að bollaleggja um tiltekin goðaveldi íslenskrar valdastéttar. En það er fullreynt með goðaveldið. Það er liðið undir lok. Þessi þankagangur endurspeglar ekki neinn veruleika. Það er enginn gamall kall að fara að sjá um okkur – til allrar hamingju. Goðaveldið er hvergi til nema sem köngulóavefir í yfirgefnum skúmaskotum valdsins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. maí.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun