Sport

Gríðarlegt áhorf á myndband Mjölnis

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Conor McGregor.
Conor McGregor. Vísir/Getty
Fyrir tæpum tveimur vikum gerði Conor McGregor allt vitlaust í MMA-heiminum þegar hann sagðist skyndilega vera hættur í UFC.

McGregor var staddur á Íslandi til að æfa með Gunnari Nelson sem berst um helgina á bardagakvöldi í Rotterdam gegn Rússanum Albert Tumenov.

McGregor neitaði að taka þátt í blaðamannafundi fyrir UFC 200 í Las Vegas en á meðan að MMA-aðdáendur um allan heim veltu fyrir sér hvort að Conor væri alvara birti Mjölnir myndband af æfingu hans með Gunnari Nelson.

Myndbandið hefur verið spilað meira en 1,2 milljón sinnum á Facebook og hefur náð til tveggja milljóna notenda til viðbótar samkvæmt tilkynningu Mjölnis.

Ljóst er að vinsældir McGregor eru gríðarlegar en þrátt fyrir það fær hann ekki að keppa á UFC 200 þrátt fyrir að hafa hætt við að hætta og reynt að koma til móts við Dana White, forseta UFC.

Umrætt myndband má sjá hér fyrir neðan.

MMA

Tengdar fréttir

Jones og Cormier koma í stað Conor og Diaz

UFC tilkynnti í dag nýjan aðalbardaga fyrir UFC 200 í júlí. Þar með er líklega endanlega ljóst að Conor McGregor og Nate Diaz berjast ekki það kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×