Brexit: Ætti ég að vera eða fara? Lars Christensen skrifar 4. maí 2016 11:10 Should I stay or should I go?“ var titillinn á frægu pönklagi The Clash 1981. En þetta er líka spurningin sem breskir kjósendur þurfa bráð- um að svara – ætti Bretland að vera áfram í Evrópusambandinu eða fara – einnig kallað Brexit. Skoðanakannanir gefa til kynna að mjög mjótt verði á mununum á milli stríðandi fylkinga – „vera“ og „fara“. En ef við lítum á hina svokölluðu spámarkaði og hlutföllin hjá veðmöngurum virðast líkur á að Bretar velji að fara úr ESB vera einn þriðji og þar af leiðandi er líklegast – þrátt fyrir jafnar skoðanakannanir – að Bretar velji að vera áfram á ESB. En ekkert er gefið og útganga Breta úr Evrópusambandinu myndi að sjálfsögðu hafa afleiðingar fyrir Bretland, bæði pólitískar og efnahagslegar, en það myndi að sama skapi hafa afleiðingar fyrir hin Evr- ópusambandslöndin og auðvitað fyrir evrópska hagkerfið. Ef við einbeitum okkur að efnahagslegum afleiðingum fyrir Evrópu þá fara þær algerlega eftir ákvörðunum stjórnvalda í Brussel (og sennilega sérstaklega í Berlín og París), en ekkert virðist „góð“ útkoma. Eða eins og Clash söng: „If I go there will be trouble, and if I stay it will be double.“ Við töpum hvernig sem fer – eða öllu heldur, spurningin er ekki bara um það hvort Bretland segi skilið við ESB. Hún er frekar um það hvaða stefnu við munum sjá bæði í Bretlandi og Evrópusambandinu eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Einn möguleikinn er að Evrópusambandið segi: „Heimsku Bretar – nú standið þið einir og við viljum ekkert með ykkur hafa og þið eruð ekki velkomnir á innri markaðnum.“ Hinn möguleikinn gæti verið mun skynsamlegri og betur ígrundaður valkostur – valkostur þar sem leiðtogar Evrópusambandsins viðurkenna að ekki sé allt eins og það ætti að vera í Evrópu, og að kannski sé kominn tími til að staldra við og styrkja það sem raunverulega virkar í Evrópu – innri markaðinn – og gleyma draumnum (martröðinni?) um frekari pólitískan samruna í Evrópu. Það er augljós ástæða til að óttast að við fáum útgáfu af „heimsku Bretar“ valkostinum og í versta falli gætum við séð gripið til verndartolla hjá Evrópusambandinu gegn Bretum. Hvað þetta varðar þarf að hafa í huga að umbótasinnuðu löndin munu missa mikilvægan bandamann ef Bretland fer. Þannig gæti maður óttast að ESB án Bretlands yrði ESB sem stjórnaðist meira af franskri hagfræðihugsun með meira regluverki og ríkisafskiptum af efnahagslífinu, frekar en umbótastefnu frjálsa markaðarins, sem Bretar hafa yfirleitt stutt. Evrópusamband sem stjórnast af „franskri“ hagfræðihugsun væri sannarlega ekki góðar fréttir fyrir evrópska hagkerfið, sem þjáist nú þegar af meiriháttar kerfisvandamálum. En það þarf ekki endilega að vera þannig. Evrópusambandsríkin gætu einnig valið vel ígrundaða kostinn og viðurkennt loksins að fáir Evrópubúar vilja Evrópska ofurríkið og að svarið við vanda Evrópu er einmitt umbætur úr smiðju Breta og minni miðstýring. Ef Evrópa velur þá leið ætti kostnaðurinn við Brexit að verða viðráðanlegur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Lars Christensen Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Should I stay or should I go?“ var titillinn á frægu pönklagi The Clash 1981. En þetta er líka spurningin sem breskir kjósendur þurfa bráð- um að svara – ætti Bretland að vera áfram í Evrópusambandinu eða fara – einnig kallað Brexit. Skoðanakannanir gefa til kynna að mjög mjótt verði á mununum á milli stríðandi fylkinga – „vera“ og „fara“. En ef við lítum á hina svokölluðu spámarkaði og hlutföllin hjá veðmöngurum virðast líkur á að Bretar velji að fara úr ESB vera einn þriðji og þar af leiðandi er líklegast – þrátt fyrir jafnar skoðanakannanir – að Bretar velji að vera áfram á ESB. En ekkert er gefið og útganga Breta úr Evrópusambandinu myndi að sjálfsögðu hafa afleiðingar fyrir Bretland, bæði pólitískar og efnahagslegar, en það myndi að sama skapi hafa afleiðingar fyrir hin Evr- ópusambandslöndin og auðvitað fyrir evrópska hagkerfið. Ef við einbeitum okkur að efnahagslegum afleiðingum fyrir Evrópu þá fara þær algerlega eftir ákvörðunum stjórnvalda í Brussel (og sennilega sérstaklega í Berlín og París), en ekkert virðist „góð“ útkoma. Eða eins og Clash söng: „If I go there will be trouble, and if I stay it will be double.“ Við töpum hvernig sem fer – eða öllu heldur, spurningin er ekki bara um það hvort Bretland segi skilið við ESB. Hún er frekar um það hvaða stefnu við munum sjá bæði í Bretlandi og Evrópusambandinu eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Einn möguleikinn er að Evrópusambandið segi: „Heimsku Bretar – nú standið þið einir og við viljum ekkert með ykkur hafa og þið eruð ekki velkomnir á innri markaðnum.“ Hinn möguleikinn gæti verið mun skynsamlegri og betur ígrundaður valkostur – valkostur þar sem leiðtogar Evrópusambandsins viðurkenna að ekki sé allt eins og það ætti að vera í Evrópu, og að kannski sé kominn tími til að staldra við og styrkja það sem raunverulega virkar í Evrópu – innri markaðinn – og gleyma draumnum (martröðinni?) um frekari pólitískan samruna í Evrópu. Það er augljós ástæða til að óttast að við fáum útgáfu af „heimsku Bretar“ valkostinum og í versta falli gætum við séð gripið til verndartolla hjá Evrópusambandinu gegn Bretum. Hvað þetta varðar þarf að hafa í huga að umbótasinnuðu löndin munu missa mikilvægan bandamann ef Bretland fer. Þannig gæti maður óttast að ESB án Bretlands yrði ESB sem stjórnaðist meira af franskri hagfræðihugsun með meira regluverki og ríkisafskiptum af efnahagslífinu, frekar en umbótastefnu frjálsa markaðarins, sem Bretar hafa yfirleitt stutt. Evrópusamband sem stjórnast af „franskri“ hagfræðihugsun væri sannarlega ekki góðar fréttir fyrir evrópska hagkerfið, sem þjáist nú þegar af meiriháttar kerfisvandamálum. En það þarf ekki endilega að vera þannig. Evrópusambandsríkin gætu einnig valið vel ígrundaða kostinn og viðurkennt loksins að fáir Evrópubúar vilja Evrópska ofurríkið og að svarið við vanda Evrópu er einmitt umbætur úr smiðju Breta og minni miðstýring. Ef Evrópa velur þá leið ætti kostnaðurinn við Brexit að verða viðráðanlegur.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun