Íslenski boltinn

Blikar endurheimta leikmann frá AZ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexander og Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, handsala samninginn.
Alexander og Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, handsala samninginn. mynd/blikar.is/hvh
Miðjumaðurinn Alexander Helgi Sigurðarson er genginn í raðir Breiðabliks á ný eftir nokkurra ára dvöl hjá AZ Alkmaar í Hollandi. Þetta kemur fram á Blikar.is, stuðningsmannavef Breiðabliks.

Alexander skrifaði undir þriggja ára samning við Breiðablik sem tapaði fyrir Víking Ólafsvík í 1. umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudaginn.

Alexander, sem verður tvítugur á þessu ári, samdi við AZ árið 2013 og lék með vara- og unglingaliðum félagsins.

Alexander, sem spilar jafnan sem djúpur miðjumaður, á að baki 10 leiki fyrir U-17 ára landslið Íslands og átta leiki fyrir U-19 ára landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×