Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - ÍBV 2-0 | Pedersen afgreiddi Eyjamenn Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2016 18:45 Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður Fjölnis. vísir/anton Fjölnir er með fullt hús í Pepsi-deild karla í fótbolta eftir 2-0 sigur á ÍBV í Grafarvoginum í dag. Fjölnir er nú búið að vinna báða leiki sína í mótinu en Eyjamenn eru með þrjú stig. Martin Lund Pedersen skoraði bæði mörk Fjölnis í seinni hálfleik með fallegu einstaklingsframtaki en Grafarvogsliðið verðskuldaði sigurinn gegn máttlitlum Eyjamönnum.Af hverju vann Fjölnir? Heimamenn vildu sigurinn einfaldlega meira í seinni hálfleiknum en sá fyrri var nokkuð bragðdaufur og gekk liðunum báðum illa að fóta sig á erfiðum vellinum. Færin voru af skornum skammti til að byrja með og mikil stöðubarátta í leiknum. Í seinni hálfleik var Fjölnir einfaldlega betra liðið og sótti stigin þrjú. Markið lá ekki beint í loftinu þrátt fyrir að Marcus Solberg brenndi af úr dauðafæri á markteig en heimamenn nutu góðs af einstaklingsframtaki danska framherjans Martins Lund Pedersen sem skoraði bæði mörkin og var maður leiksins. Fjölnir sýndi að það er alvöru lið þrátt fyrir miklar breytingar en það til dæmis missti sinn helsta markaskorara, Þóri Guðjónsson, af velli meiddan í fyrri hálfleik en landaði samt sigrinum.Þessir stóðu upp úr Martin Lund Pedersen er búinn að sýna í fyrstu tveimur leikjunum að hann er stórhættulegur framherji. Hann var svo sem búinn að sýna það á undirbúningstímabilinu en gott fyrir Fjölni að hann er ekki hræddur við stóra sviðið. Pedersen er eldfljótur og fer vel með boltann eins og sást í báðum mörkunum. Hann gerði einstaklega vel í þeim báðum en í því síðara vann hann boltann á miðjunni og keyrði upp sjálfur og skoraði. Daniel Ivanovski og Gunnar Már Guðmundsson voru einnig öflugir. Ivanovski er að sýna að hann er einn af betri miðvörðum deildarinnar eins og hann gerði í fyrra.Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk erfiðlega að byggja upp spil í fyrri hálfleik en Fjölnismenn náðu takti í þeim síðari á meðan Eyjamenn gerðu nánast ekki neitt. Vandamál ÍBV var þó ekki bara sóknarleikurinn heldur einfaldlega baráttuleysi en liðið var undir nánast í öllum einvígum. Þetta Eyjahjarta sem hefur skilað liðinu oft góðum úrslitum var hvergi sjáanlegt. Spurning hvort menn hafi einfaldlega verið of hátt uppi eftir 4-0 sigur í fyrstu umferð.Hvað gerist næst? Til allrar hamingju fyrir ÍBV fær það aftur heimaleik en Eyjamönnum líður vel á Hásteinsvelli. Liðið vann aðeins einn leik og safnaði ekki nema fjórum stigum á útivelli í fyrra sem er auðvitað ekki boðlegt. Það er eitthvað sem þarf að laga. Fjölnismenn heimsækja Skagann og eru þar í dauðafæri að halda áfram að vinna leiki. Grafarvogsliðið lítur bara virkilega vel út. Það spilar sterkan varnarleik, sýnir mikla liðsheild og er svo með töframenn eins og Martin Lund til að gera hluti fram á við þegar það vantar. Vonandi fyrir Fjölni verður Þórir Guðjónsson þó ekki lengi frá en hann tognaði aftan í læri í leiknum.Hafsteinn Briem var ósáttur við seini hálfleikinn.vísir/valliHafsteinn: Óboðlegt að mæta eins og aumingjar Hafsteinn Briem, miðjumaður ÍBV, var öskuvondur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Hann var ánægður með byrjun sinna manna en alls ekki með seinni hálfleikinn og sérstaklega ekki með viðbrögðin við fyrra marki Fjölnis. "Við vorum að halda ágætlega í fyrri hálfleik og þeir ekkert að skapa sér. En svo gerist eitthvað þegar þeir skora. Við gátum ekki einu sinni sýnt karkater til að koma til baka sem er ekki nógu gott," sagði Hafsteinn draugfúll en Eyjamenn unnu stórsigur gegn Skaganum í fyrstu umferðinni. "Við unnum leikinn í fyrstu umferð 4-0 og höldum að við séum orðnir einhverjir kallar. Það er bara ekki þannig. Það gengur ekkert að mæta á útivöll svona. Við þurfum að fara að rífa okkur upp á útivöllum. Það er ekki boðlegt að mæta eins og aumingjar," sagði Hafsteinn. ÍBV safnaði ekki nema fjórum stigum á útivöllum í fyrra og ekki byrjar það vel þetta sumarið. "Mér fannst við vera mjög vel undirbúnir og við töluðum eins og við værum klárir í leikinn en svo erum við allt og langt frá þeim og alltof langt á milli lína. Stundum gengur þetta ekki og þetta var einn af þeim dögum," sagði Hafsteinn Briem.Ágúst Þór er á toppnum með Fjölnisliðið.vísir/vilhelmÁgúst: Væri milljónamæringur ef þetta væri eitthvað lottó Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, var eðlilega kampakátur með 2-0 sigur sinna manna gegn ÍBV í fyrsta leik 2. umferðar Pepsi-deildar karla. Fjölnir er á toppi deildarinnar með fullt hús eftir tvo sigra en liðið er aðeins búið að fá á sig eitt mark. Leikurinn byrjaði þó ekki fallega í dag. "Þetta var mikið basl í fyrri hálfleik enda tvö jöfn lið og mikið um stöðubaráttur. Undir lokin sýndum við góð gæði og náðum að klára þetta vel. Ég er gríðarlega ánægður með strákana," sagði Ágúst en vallarskilyrði í dag voru ekki góð. "Maður getur ekki falið sig á bakvið völlinn en þetta var erfitt og lítið um færi. Við sýndum gæði og stýrðum leiknum til okkar síðustu 20-30 mínúturnar. Mér fannst Eyjamennirnir svolítið þreyttir þannig við gengum á lagið og settum tvö mörk," sagði hann. Ágúst fékk til sín sex erlenda leikmenn fyrir tímabilið og var orðið útlendingalottó notað um Fjölnisliðið enda óvíst hversu góðu verki þessir menn myndu skila. Þeir eru flestir að spila stórvel og þá sérstaklega Martin Lund Pedersen sem skoraði tvö mörk í dag. "Ég væri orðinn milljónamæringur ef þetta væri eitthvað lottó hjá okkur. Við leggjum mikla vinnu í leikmennina sem við fáum. Þetta eru vel valdir leikmenn og eru að sýna það í fyrstu tveimur leikjunum að þetta var ekkert lottó," sagði Ágúst. "Það eru samt bara tveir leikir búnir. Við erum með fullt hús en það er nóg eftir af mótinu. Við þurfum að vinna fleiri leiki til að gera eitthvað í þessu," sagði Ágúst Þór Gylfason.Martin Lund var góður í dag.mynd/fjölnirMartin Lund: Vissi ekki alveg hvað ég var að gera "Ég er mjög ánægður. Þetta er fullkominn laugardagur: Frábært veður, þrjú stig og tvö mörk. Ég tek það allan daginn," sagði Martin Lund Pedersen, tveggja marka maður Fjölnis, við Vísi eftir leikinn í dag. "Völlurinn var erfiður. Vallarstjórinn gerði samt allt sem hann gat. Við náðum betri tökum á vellinum í seinni hálfleik og fórum að spila af skynsemi. Það hjálpaði okkur og við vorum betri í seinni hálfleik." Fyrra markið var nokkuð fallegt hjá Martin en hann fékk boltann í teignum og sólaði báða miðverði ÍBV áður en hann renndi boltanum í netið. "Ég fékk góða sendingu frá Marcus en gat ekki skotið strax. Allt í einu eru tveir varnarmenn fyrir framan mig þannig ég næ tveimur góðum snertingum og legg hann framhjá markverðinum. Ég er ekki alveg viss um að ég viti hvað ég var að gera ef ég á að vera heiðarlegur," sagði Daninn hlægjandi en hversu langt getur Fjölnir náð í sumar? "Mér finnst við vera með frábært lið. Við getum unnið öll lið. Ef við nálgumst alla leiki af sömu auðmýkt og við erum að gera þá bíða okkar góðir hlutir. Við njótum stundarinnar og hlökkum til næsta leiks," sagði Martin Lund Pedersen. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Fjölnir er með fullt hús í Pepsi-deild karla í fótbolta eftir 2-0 sigur á ÍBV í Grafarvoginum í dag. Fjölnir er nú búið að vinna báða leiki sína í mótinu en Eyjamenn eru með þrjú stig. Martin Lund Pedersen skoraði bæði mörk Fjölnis í seinni hálfleik með fallegu einstaklingsframtaki en Grafarvogsliðið verðskuldaði sigurinn gegn máttlitlum Eyjamönnum.Af hverju vann Fjölnir? Heimamenn vildu sigurinn einfaldlega meira í seinni hálfleiknum en sá fyrri var nokkuð bragðdaufur og gekk liðunum báðum illa að fóta sig á erfiðum vellinum. Færin voru af skornum skammti til að byrja með og mikil stöðubarátta í leiknum. Í seinni hálfleik var Fjölnir einfaldlega betra liðið og sótti stigin þrjú. Markið lá ekki beint í loftinu þrátt fyrir að Marcus Solberg brenndi af úr dauðafæri á markteig en heimamenn nutu góðs af einstaklingsframtaki danska framherjans Martins Lund Pedersen sem skoraði bæði mörkin og var maður leiksins. Fjölnir sýndi að það er alvöru lið þrátt fyrir miklar breytingar en það til dæmis missti sinn helsta markaskorara, Þóri Guðjónsson, af velli meiddan í fyrri hálfleik en landaði samt sigrinum.Þessir stóðu upp úr Martin Lund Pedersen er búinn að sýna í fyrstu tveimur leikjunum að hann er stórhættulegur framherji. Hann var svo sem búinn að sýna það á undirbúningstímabilinu en gott fyrir Fjölni að hann er ekki hræddur við stóra sviðið. Pedersen er eldfljótur og fer vel með boltann eins og sást í báðum mörkunum. Hann gerði einstaklega vel í þeim báðum en í því síðara vann hann boltann á miðjunni og keyrði upp sjálfur og skoraði. Daniel Ivanovski og Gunnar Már Guðmundsson voru einnig öflugir. Ivanovski er að sýna að hann er einn af betri miðvörðum deildarinnar eins og hann gerði í fyrra.Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk erfiðlega að byggja upp spil í fyrri hálfleik en Fjölnismenn náðu takti í þeim síðari á meðan Eyjamenn gerðu nánast ekki neitt. Vandamál ÍBV var þó ekki bara sóknarleikurinn heldur einfaldlega baráttuleysi en liðið var undir nánast í öllum einvígum. Þetta Eyjahjarta sem hefur skilað liðinu oft góðum úrslitum var hvergi sjáanlegt. Spurning hvort menn hafi einfaldlega verið of hátt uppi eftir 4-0 sigur í fyrstu umferð.Hvað gerist næst? Til allrar hamingju fyrir ÍBV fær það aftur heimaleik en Eyjamönnum líður vel á Hásteinsvelli. Liðið vann aðeins einn leik og safnaði ekki nema fjórum stigum á útivelli í fyrra sem er auðvitað ekki boðlegt. Það er eitthvað sem þarf að laga. Fjölnismenn heimsækja Skagann og eru þar í dauðafæri að halda áfram að vinna leiki. Grafarvogsliðið lítur bara virkilega vel út. Það spilar sterkan varnarleik, sýnir mikla liðsheild og er svo með töframenn eins og Martin Lund til að gera hluti fram á við þegar það vantar. Vonandi fyrir Fjölni verður Þórir Guðjónsson þó ekki lengi frá en hann tognaði aftan í læri í leiknum.Hafsteinn Briem var ósáttur við seini hálfleikinn.vísir/valliHafsteinn: Óboðlegt að mæta eins og aumingjar Hafsteinn Briem, miðjumaður ÍBV, var öskuvondur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Hann var ánægður með byrjun sinna manna en alls ekki með seinni hálfleikinn og sérstaklega ekki með viðbrögðin við fyrra marki Fjölnis. "Við vorum að halda ágætlega í fyrri hálfleik og þeir ekkert að skapa sér. En svo gerist eitthvað þegar þeir skora. Við gátum ekki einu sinni sýnt karkater til að koma til baka sem er ekki nógu gott," sagði Hafsteinn draugfúll en Eyjamenn unnu stórsigur gegn Skaganum í fyrstu umferðinni. "Við unnum leikinn í fyrstu umferð 4-0 og höldum að við séum orðnir einhverjir kallar. Það er bara ekki þannig. Það gengur ekkert að mæta á útivöll svona. Við þurfum að fara að rífa okkur upp á útivöllum. Það er ekki boðlegt að mæta eins og aumingjar," sagði Hafsteinn. ÍBV safnaði ekki nema fjórum stigum á útivöllum í fyrra og ekki byrjar það vel þetta sumarið. "Mér fannst við vera mjög vel undirbúnir og við töluðum eins og við værum klárir í leikinn en svo erum við allt og langt frá þeim og alltof langt á milli lína. Stundum gengur þetta ekki og þetta var einn af þeim dögum," sagði Hafsteinn Briem.Ágúst Þór er á toppnum með Fjölnisliðið.vísir/vilhelmÁgúst: Væri milljónamæringur ef þetta væri eitthvað lottó Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, var eðlilega kampakátur með 2-0 sigur sinna manna gegn ÍBV í fyrsta leik 2. umferðar Pepsi-deildar karla. Fjölnir er á toppi deildarinnar með fullt hús eftir tvo sigra en liðið er aðeins búið að fá á sig eitt mark. Leikurinn byrjaði þó ekki fallega í dag. "Þetta var mikið basl í fyrri hálfleik enda tvö jöfn lið og mikið um stöðubaráttur. Undir lokin sýndum við góð gæði og náðum að klára þetta vel. Ég er gríðarlega ánægður með strákana," sagði Ágúst en vallarskilyrði í dag voru ekki góð. "Maður getur ekki falið sig á bakvið völlinn en þetta var erfitt og lítið um færi. Við sýndum gæði og stýrðum leiknum til okkar síðustu 20-30 mínúturnar. Mér fannst Eyjamennirnir svolítið þreyttir þannig við gengum á lagið og settum tvö mörk," sagði hann. Ágúst fékk til sín sex erlenda leikmenn fyrir tímabilið og var orðið útlendingalottó notað um Fjölnisliðið enda óvíst hversu góðu verki þessir menn myndu skila. Þeir eru flestir að spila stórvel og þá sérstaklega Martin Lund Pedersen sem skoraði tvö mörk í dag. "Ég væri orðinn milljónamæringur ef þetta væri eitthvað lottó hjá okkur. Við leggjum mikla vinnu í leikmennina sem við fáum. Þetta eru vel valdir leikmenn og eru að sýna það í fyrstu tveimur leikjunum að þetta var ekkert lottó," sagði Ágúst. "Það eru samt bara tveir leikir búnir. Við erum með fullt hús en það er nóg eftir af mótinu. Við þurfum að vinna fleiri leiki til að gera eitthvað í þessu," sagði Ágúst Þór Gylfason.Martin Lund var góður í dag.mynd/fjölnirMartin Lund: Vissi ekki alveg hvað ég var að gera "Ég er mjög ánægður. Þetta er fullkominn laugardagur: Frábært veður, þrjú stig og tvö mörk. Ég tek það allan daginn," sagði Martin Lund Pedersen, tveggja marka maður Fjölnis, við Vísi eftir leikinn í dag. "Völlurinn var erfiður. Vallarstjórinn gerði samt allt sem hann gat. Við náðum betri tökum á vellinum í seinni hálfleik og fórum að spila af skynsemi. Það hjálpaði okkur og við vorum betri í seinni hálfleik." Fyrra markið var nokkuð fallegt hjá Martin en hann fékk boltann í teignum og sólaði báða miðverði ÍBV áður en hann renndi boltanum í netið. "Ég fékk góða sendingu frá Marcus en gat ekki skotið strax. Allt í einu eru tveir varnarmenn fyrir framan mig þannig ég næ tveimur góðum snertingum og legg hann framhjá markverðinum. Ég er ekki alveg viss um að ég viti hvað ég var að gera ef ég á að vera heiðarlegur," sagði Daninn hlægjandi en hversu langt getur Fjölnir náð í sumar? "Mér finnst við vera með frábært lið. Við getum unnið öll lið. Ef við nálgumst alla leiki af sömu auðmýkt og við erum að gera þá bíða okkar góðir hlutir. Við njótum stundarinnar og hlökkum til næsta leiks," sagði Martin Lund Pedersen.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira