Uppbótartíminn: Draumabyrjun Ólsara | Myndbönd 9. maí 2016 10:30 Ólsarar hafa byrjað tímabilið frábærlega. vísir/vilhelm Önnur umferð Pepsi-deildar karla 2016 í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. Fjölnir, FH, Stjarnan og Víkingur Ólafsvík eru öll með fullt hús stiga eftir tvo sigra í fyrstu tveimur umferðunum. KR náði aðeins jafntefli gegn nýliðum Þróttar og eru án sigurs. Blikar náðu í sín fyrstu stig gegn Fylki sem er án stiga líkt og ÍA og Valur.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Fjölnir 2-0 ÍBVVíkingur Ó. 2-1 ValurFylkir 1-2 BreiðablikFH 2-1 ÍAÞróttur 2-2 KRVíkingur 1-2 StjarnanÁgúst er ekki orðinn milljónamæringur.vísir/pjeturGóð umferð fyrir ...... Atla Viðar Björnsson Dalvíkingurinn þarf ekki langan tíma til að skora og sýndi það enn og aftur gegn ÍA í Krikanum. Atli Viðar kom inn á í stöðunni 1-1 þegar fimm mínútur voru eftir. Og tveimur mínútum síðar lá boltinn í netinu. Atli Viðar skoraði einnig í síðustu umferð gegn Þrótti eftir að hafa komið inn á sem varamaður og mörkin í efstu deild eru því alls orðin 108.... Ólsara Víkingar unnu þrjá leiki af 22 þegar þeir voru í Pepsi-deildinni fyrir þremur árum. Eftir tvær umferðir í ár vantar Ólsara aðeins einn sigur til að jafna sigurfjöldann frá 2013. Lærisveinar Ejubs Purusevic eru greinilega reynslunni ríkari eftir dvölina í Pepsi-deildinni síðast og hafa litið vel út í fyrstu tveimur umferðunum. Króatinn Hrvoje Tokic skoraði bæði mörkin gegn og Val og er því kominn með 14 mörk í 10 deildarleikjum fyrir Víking.... Ágúst Gylfason Fjölnismenn hafa unnið báða leiki sína og erlendu leikmennirnir sem voru fengnir fyrir tímabilið virðast smellpassa inn í liðið. „Ég væri orðinn milljónamæringur ef þetta væri eitthvað lottó hjá okkur. Við leggjum mikla vinnu í leikmennina sem við fáum. Þetta eru vel valdir leikmenn og eru að sýna það í fyrstu tveimur leikjunum að þetta var ekkert lottó,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir sigurinn á ÍBV. Ágúst og hans aðstoðarmenn hafa greinilega unnið heimavinnuna sína vel og það er að skila sér.KR-ingar fara rólega af stað.vísir/ernirErfið umferð fyrir ...... Valsmenn Lærisveinar Ólafs Jóhannessonar spiluðu vel á undirbúningstímabilinu en eru stigalausir eftir fyrstu tvær umferðirnar í Pepsi-deildinni. Skelfileg byrjun hjá bikarmeisturunum og ekki bætti úr skák að Ingvar Þór Kale þurfti að fara af velli vegna meiðsla eftir að hafa gefið mark. Í stað hans kom hinn 16 ára gamli Jón Freyr Eyþórsson sem leið heldur ekki vel út í sigurmarki Ólsara. Valsmenn þurfa að girða sig í brók ætli þeir sér að vera með í toppbaráttunni í sumar.... Bjarna Guðjónsson Það var mikil pressa á Bjarna fyrir tímabilið og hún hefur ekki minnkað eftir rýra uppskeru KR-inga í fyrstu tveimur umferðunum. KR varð að sætta sig við eitt stig gegn nýliðum Þróttar í gær og er þegar lent fjórum stigum á eftir FH og Stjörnunni. FH-ingar eru einmitt næstu mótherjar KR-inga en það verður gríðarlega mikið undir í þeim leik og Vesturbæingar mega engan veginn við tapi.... Valdimar Pálsson Valdimar sá um dómgæsluna í leik FH og ÍA í Krikanum og stóð sig að mörgu leyti ágætlega. Hann rak Steven Lennon réttilega af velli fyrir gróft brot en gerði stór mistök í aðdraganda jöfnunarmarks Skagamanna. Þórður Þorsteinn Þórðarson átti þá háa sendingu inn á teiginn, Gunnar Nielsen kom út úr markinu en missti af boltanum sem fór svo í höndina á Jóni Vilhelm Ákasyni áður en hann skoraði. Augljós hendi en Valdimar dæmdi ekki neitt.Stjörnumenn eru með fullt hús stiga.vísir/ernirTölfræðin og sagan: *Í þriðja sinn á síðustu fimm tímabilum Fjölnis í Pepsi-deildinni er Garfarvogsliðið með fullt hús eftir tvær umferðir. *Fjölnisliðið hefur unnið 5 af 6 heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni með Daniel Ivanovski í vörninni, fengið 16 af 18 stigum í boði og aðeins fengið á sig eitt mark. *ÍBV hefur aðeins unnið 1 af síðustu 15 Pepsi-deildarleikjum liðsins utan Vestmannaeyja (1 sigur, 2 jafntefli, 12 töp). *Fyrsta sinn í tíu ár sem Valsmenn tapa fyrstu tveimur leikjum sínum á Íslandsmótinu en þeir töpuðu á móti Breiðabliki (1-2) og FH (0-2) í fyrstu tveimur umferðunum 2006. *Víkingsliðið var undir í 158 mínútur í fyrstu tveimur leikjunum 2013 en liðið hefur ekki enn lent undir á fyrstu 180 mínútunum í Pepsi-deildinni 2016. *Ólafur Jóhannesson hefur ekki náð að stýra Val til sigurs í fyrstu tveimur umferðunum fyrstu tvö tímabil sín á Hlíðarenda (1 jafntefli, 3 töp) en FH vann 7 af 10 leikjum undir hans stjórn í fyrstu tveimur umferðunum 2003 til 2007 (2 jafntefli, 1 tap). *Bjarni Guðjónsson hefur enn ekki náð að fagna sigri sem þjálfari í fyrstu tveimur umferðunum Pepsi-deildarinnar með Fram 2014 og KR 2015 og 2016 (4 jafntefli, 2 töp). *Fyrsta sinn í 32 ár sem Þróttur nær í stig á heimavelli á móti KR í efstu deild. *Þróttur var síðast ekki í fallsæti eftir tvær umferðir í úrvalsdeildinni sumarið 2005. *Atli Viðar Björnsson hefur skorað 4 mörk í 3 leikjum á móti ÍA í Pepsi-deildinni undanfarin tvö tímabil. *FH-ingar hafa unnið 6 deildarleiki í röð í Kaplakrika, fimm síðustu í fyrra og fyrsta í ár. *FH-liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í Pepsi-deildinni þar sem Bjarni Þór Viðarsson hefur komist á blað. *Fylkisliðið hefur ekki unnið leik í fyrstu tveimur umferðunum í fimm ár (2011). *Albert Brynjar Ingason hefur skorað í öllum þremur leikjum Fylkis á móti Breiðabliki síðustu tvö tímabil. *Damir Muminovic hefur tryggt Blikum þrjú stig í 2 af síðustu 5 leikjum sínum í Pepsi-deildinni.Þróttarar gerðu betur en gegn FH og náðu í gott stig gegn KR.vísir/vilhelmSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Tómas Þór Þórðarson á Fjölnisvelli: „Dómari leiksins er Akureyringurinn Þóroddur Hjaltalín sem ber ekki Jr. lengur fyrir aftan nafnið sitt. Hann er eins og Siggi litli Sörensen í Fóstbræðrum; ekki lítill lengur. Honum til aðstoðar eru Frosti Viðar Gunnarsson og Eðvarð Eðvarðsson. Á skiltinu er verkfræðingurinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.“Smári Jökull Jónsson á Þróttaravelli: „KR-ingar vilja fá víti eftir að Denis fellur í teignum en Guðmundur Ársæll dæmir ekkert. „Why should he dive?“ segir Bjarni Guðjónsson við Gregg Ryder þjálfara Þróttar hér á hliðarlínunni.“Kristinn Páll Teitsson á Ólafsvíkurvelli: „Þá tek ég ímyndaðan hatt að ofan fyrir vallarstarfsmönnum Víkings. Völlurinn lítur út fyrir að vera í toppstandi í annarri umferð.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Hrvoje Tokic, Víking Ó. - 8 Damir Muminovic, Breiðabliki - 8 Arnþór Ari Atlason, Breiðabliki - 8 Martin Lund Pedersen, Fjölni - 8 Andri Fannar Stefánsson, Val - 3 Kristian Larsen, Þrótti - 3Umræðan á #pepsi365Shit hvað ég er pirraður eftir þennan gamla leik. Ég var lortaður. Takk fyrir ekkert @HoddiMagnusson@hjorturh@hjorvarhaflida#pepsi365 — Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) May 8, 2016Hitti Daniel Bamberg í barnaafmæli. Ég sagði " Go easy on the hotdog, you are in my fantasyteam". Hann hló. #pepsi365 — Jóhann Gunnar Einars (@Joigunnar) May 7, 2016Nú er búið að hlaða í gott lið að Hlíðarenda. Óli Jó buinn að tapa fyrstu 2 leikjunum. Hvenær fer að hitna undir stólnum fræga? #pepsi365 — Sveinn Arnarsson (@Sveinn_A) May 8, 2016Róbert er sjóðheitur í þessarri kamótreyju. Engu líkara en hann sé á leið á Hip Hop ball á Prikinu #Pepsi365 — Maggi Peran (@maggiperan) May 8, 2016Elska þegar Halldór Orri er afskrifaður. Svarar svo með þessari slummu! Einn allra besti leikmaður deildarinnar #Fact#Pepsi365 — Óttar K. Bjarnason (@ottar09) May 8, 2016Er Morten Olsen ekki laus fyrir KR-ing? Nú liggja Danir í því! #fotboltinet#pepsi365 — Styrmir Sigurðsson (@StySig) May 8, 2016Þetta er hrammar, hendurnar á Kerr. Maðurinn er tröllvaxinn. #pepsi365#fotboltinet — Rögnvaldur Már (@roggim) May 8, 2016#pepsi365 a Atli Viðar Björnsson möguleika á metinu? 23 mörk og nóg eftir hjá kallinum? — saevar petursson (@saevarp) May 8, 2016Kale gargaði nafnið sitt svo glumdi um allt Snæfellsnesið. Alls ekki neitt sem Orri gerir rangt! #pepsi365#getyourfactsright#sérfræðingar — Birkir Björnsson (@Birkir14) May 8, 2016„Ódýr mörk sem við fáum okkur.. svo skorum við úr víti.. gott mark“. Vítið kom eftir brot á vítateigshorni! Rosa mark! #kr#pepsi365 — Gylfi Steinn (@gylfisteinn) May 8, 2016Atli Viðar er meiri Ole Gunnar Solskjær en sjálfur Ole Gunnar Solskjær #pepsi365 — Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) May 8, 2016Mark 2. umferðar Atvik 2. umferðar Markasyrpa 2. umferðar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Önnur umferð Pepsi-deildar karla 2016 í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. Fjölnir, FH, Stjarnan og Víkingur Ólafsvík eru öll með fullt hús stiga eftir tvo sigra í fyrstu tveimur umferðunum. KR náði aðeins jafntefli gegn nýliðum Þróttar og eru án sigurs. Blikar náðu í sín fyrstu stig gegn Fylki sem er án stiga líkt og ÍA og Valur.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Fjölnir 2-0 ÍBVVíkingur Ó. 2-1 ValurFylkir 1-2 BreiðablikFH 2-1 ÍAÞróttur 2-2 KRVíkingur 1-2 StjarnanÁgúst er ekki orðinn milljónamæringur.vísir/pjeturGóð umferð fyrir ...... Atla Viðar Björnsson Dalvíkingurinn þarf ekki langan tíma til að skora og sýndi það enn og aftur gegn ÍA í Krikanum. Atli Viðar kom inn á í stöðunni 1-1 þegar fimm mínútur voru eftir. Og tveimur mínútum síðar lá boltinn í netinu. Atli Viðar skoraði einnig í síðustu umferð gegn Þrótti eftir að hafa komið inn á sem varamaður og mörkin í efstu deild eru því alls orðin 108.... Ólsara Víkingar unnu þrjá leiki af 22 þegar þeir voru í Pepsi-deildinni fyrir þremur árum. Eftir tvær umferðir í ár vantar Ólsara aðeins einn sigur til að jafna sigurfjöldann frá 2013. Lærisveinar Ejubs Purusevic eru greinilega reynslunni ríkari eftir dvölina í Pepsi-deildinni síðast og hafa litið vel út í fyrstu tveimur umferðunum. Króatinn Hrvoje Tokic skoraði bæði mörkin gegn og Val og er því kominn með 14 mörk í 10 deildarleikjum fyrir Víking.... Ágúst Gylfason Fjölnismenn hafa unnið báða leiki sína og erlendu leikmennirnir sem voru fengnir fyrir tímabilið virðast smellpassa inn í liðið. „Ég væri orðinn milljónamæringur ef þetta væri eitthvað lottó hjá okkur. Við leggjum mikla vinnu í leikmennina sem við fáum. Þetta eru vel valdir leikmenn og eru að sýna það í fyrstu tveimur leikjunum að þetta var ekkert lottó,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir sigurinn á ÍBV. Ágúst og hans aðstoðarmenn hafa greinilega unnið heimavinnuna sína vel og það er að skila sér.KR-ingar fara rólega af stað.vísir/ernirErfið umferð fyrir ...... Valsmenn Lærisveinar Ólafs Jóhannessonar spiluðu vel á undirbúningstímabilinu en eru stigalausir eftir fyrstu tvær umferðirnar í Pepsi-deildinni. Skelfileg byrjun hjá bikarmeisturunum og ekki bætti úr skák að Ingvar Þór Kale þurfti að fara af velli vegna meiðsla eftir að hafa gefið mark. Í stað hans kom hinn 16 ára gamli Jón Freyr Eyþórsson sem leið heldur ekki vel út í sigurmarki Ólsara. Valsmenn þurfa að girða sig í brók ætli þeir sér að vera með í toppbaráttunni í sumar.... Bjarna Guðjónsson Það var mikil pressa á Bjarna fyrir tímabilið og hún hefur ekki minnkað eftir rýra uppskeru KR-inga í fyrstu tveimur umferðunum. KR varð að sætta sig við eitt stig gegn nýliðum Þróttar í gær og er þegar lent fjórum stigum á eftir FH og Stjörnunni. FH-ingar eru einmitt næstu mótherjar KR-inga en það verður gríðarlega mikið undir í þeim leik og Vesturbæingar mega engan veginn við tapi.... Valdimar Pálsson Valdimar sá um dómgæsluna í leik FH og ÍA í Krikanum og stóð sig að mörgu leyti ágætlega. Hann rak Steven Lennon réttilega af velli fyrir gróft brot en gerði stór mistök í aðdraganda jöfnunarmarks Skagamanna. Þórður Þorsteinn Þórðarson átti þá háa sendingu inn á teiginn, Gunnar Nielsen kom út úr markinu en missti af boltanum sem fór svo í höndina á Jóni Vilhelm Ákasyni áður en hann skoraði. Augljós hendi en Valdimar dæmdi ekki neitt.Stjörnumenn eru með fullt hús stiga.vísir/ernirTölfræðin og sagan: *Í þriðja sinn á síðustu fimm tímabilum Fjölnis í Pepsi-deildinni er Garfarvogsliðið með fullt hús eftir tvær umferðir. *Fjölnisliðið hefur unnið 5 af 6 heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni með Daniel Ivanovski í vörninni, fengið 16 af 18 stigum í boði og aðeins fengið á sig eitt mark. *ÍBV hefur aðeins unnið 1 af síðustu 15 Pepsi-deildarleikjum liðsins utan Vestmannaeyja (1 sigur, 2 jafntefli, 12 töp). *Fyrsta sinn í tíu ár sem Valsmenn tapa fyrstu tveimur leikjum sínum á Íslandsmótinu en þeir töpuðu á móti Breiðabliki (1-2) og FH (0-2) í fyrstu tveimur umferðunum 2006. *Víkingsliðið var undir í 158 mínútur í fyrstu tveimur leikjunum 2013 en liðið hefur ekki enn lent undir á fyrstu 180 mínútunum í Pepsi-deildinni 2016. *Ólafur Jóhannesson hefur ekki náð að stýra Val til sigurs í fyrstu tveimur umferðunum fyrstu tvö tímabil sín á Hlíðarenda (1 jafntefli, 3 töp) en FH vann 7 af 10 leikjum undir hans stjórn í fyrstu tveimur umferðunum 2003 til 2007 (2 jafntefli, 1 tap). *Bjarni Guðjónsson hefur enn ekki náð að fagna sigri sem þjálfari í fyrstu tveimur umferðunum Pepsi-deildarinnar með Fram 2014 og KR 2015 og 2016 (4 jafntefli, 2 töp). *Fyrsta sinn í 32 ár sem Þróttur nær í stig á heimavelli á móti KR í efstu deild. *Þróttur var síðast ekki í fallsæti eftir tvær umferðir í úrvalsdeildinni sumarið 2005. *Atli Viðar Björnsson hefur skorað 4 mörk í 3 leikjum á móti ÍA í Pepsi-deildinni undanfarin tvö tímabil. *FH-ingar hafa unnið 6 deildarleiki í röð í Kaplakrika, fimm síðustu í fyrra og fyrsta í ár. *FH-liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í Pepsi-deildinni þar sem Bjarni Þór Viðarsson hefur komist á blað. *Fylkisliðið hefur ekki unnið leik í fyrstu tveimur umferðunum í fimm ár (2011). *Albert Brynjar Ingason hefur skorað í öllum þremur leikjum Fylkis á móti Breiðabliki síðustu tvö tímabil. *Damir Muminovic hefur tryggt Blikum þrjú stig í 2 af síðustu 5 leikjum sínum í Pepsi-deildinni.Þróttarar gerðu betur en gegn FH og náðu í gott stig gegn KR.vísir/vilhelmSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Tómas Þór Þórðarson á Fjölnisvelli: „Dómari leiksins er Akureyringurinn Þóroddur Hjaltalín sem ber ekki Jr. lengur fyrir aftan nafnið sitt. Hann er eins og Siggi litli Sörensen í Fóstbræðrum; ekki lítill lengur. Honum til aðstoðar eru Frosti Viðar Gunnarsson og Eðvarð Eðvarðsson. Á skiltinu er verkfræðingurinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.“Smári Jökull Jónsson á Þróttaravelli: „KR-ingar vilja fá víti eftir að Denis fellur í teignum en Guðmundur Ársæll dæmir ekkert. „Why should he dive?“ segir Bjarni Guðjónsson við Gregg Ryder þjálfara Þróttar hér á hliðarlínunni.“Kristinn Páll Teitsson á Ólafsvíkurvelli: „Þá tek ég ímyndaðan hatt að ofan fyrir vallarstarfsmönnum Víkings. Völlurinn lítur út fyrir að vera í toppstandi í annarri umferð.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Hrvoje Tokic, Víking Ó. - 8 Damir Muminovic, Breiðabliki - 8 Arnþór Ari Atlason, Breiðabliki - 8 Martin Lund Pedersen, Fjölni - 8 Andri Fannar Stefánsson, Val - 3 Kristian Larsen, Þrótti - 3Umræðan á #pepsi365Shit hvað ég er pirraður eftir þennan gamla leik. Ég var lortaður. Takk fyrir ekkert @HoddiMagnusson@hjorturh@hjorvarhaflida#pepsi365 — Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) May 8, 2016Hitti Daniel Bamberg í barnaafmæli. Ég sagði " Go easy on the hotdog, you are in my fantasyteam". Hann hló. #pepsi365 — Jóhann Gunnar Einars (@Joigunnar) May 7, 2016Nú er búið að hlaða í gott lið að Hlíðarenda. Óli Jó buinn að tapa fyrstu 2 leikjunum. Hvenær fer að hitna undir stólnum fræga? #pepsi365 — Sveinn Arnarsson (@Sveinn_A) May 8, 2016Róbert er sjóðheitur í þessarri kamótreyju. Engu líkara en hann sé á leið á Hip Hop ball á Prikinu #Pepsi365 — Maggi Peran (@maggiperan) May 8, 2016Elska þegar Halldór Orri er afskrifaður. Svarar svo með þessari slummu! Einn allra besti leikmaður deildarinnar #Fact#Pepsi365 — Óttar K. Bjarnason (@ottar09) May 8, 2016Er Morten Olsen ekki laus fyrir KR-ing? Nú liggja Danir í því! #fotboltinet#pepsi365 — Styrmir Sigurðsson (@StySig) May 8, 2016Þetta er hrammar, hendurnar á Kerr. Maðurinn er tröllvaxinn. #pepsi365#fotboltinet — Rögnvaldur Már (@roggim) May 8, 2016#pepsi365 a Atli Viðar Björnsson möguleika á metinu? 23 mörk og nóg eftir hjá kallinum? — saevar petursson (@saevarp) May 8, 2016Kale gargaði nafnið sitt svo glumdi um allt Snæfellsnesið. Alls ekki neitt sem Orri gerir rangt! #pepsi365#getyourfactsright#sérfræðingar — Birkir Björnsson (@Birkir14) May 8, 2016„Ódýr mörk sem við fáum okkur.. svo skorum við úr víti.. gott mark“. Vítið kom eftir brot á vítateigshorni! Rosa mark! #kr#pepsi365 — Gylfi Steinn (@gylfisteinn) May 8, 2016Atli Viðar er meiri Ole Gunnar Solskjær en sjálfur Ole Gunnar Solskjær #pepsi365 — Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) May 8, 2016Mark 2. umferðar Atvik 2. umferðar Markasyrpa 2. umferðar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira