Fótbolti

Bein útsending og textalýsing: EM-hópur Íslands tilkynntur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson.
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson. vísir/vilhelm
Í dag verður tilkynnt hvaða 23 leikmenn verða fulltrúar Íslands á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu sem fer fram í Frakklandi í sumar.

A-landslið karla tekur þátt í sínu fyrsta stórmóti í sumar og því um sögulega stund að ræða þegar Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynna lokahóp sinn fyrir mótið.

Fundurinn hefst klukkan 13.15 og verður í beinni sjónvarpsútsendingu hér á Vísi. Útsendinguna má sjá hér fyrir ofan.

Fyrir neðan má lesa textalýsingu blaðamanns frá fundinum.

Uppfært klukkan 14:30

Útsendingunni er lokið. Nánari fréttir af fundinum má lesa hér að neðan auk textalýsingarinnar.


Tengdar fréttir

Lagerbäck hættir eftir EM

Tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann mun ekki endurnýja samning sinn við KSÍ eftir EM í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×