Fótbolti

Eiður Smári fer til Frakklands | Sjáðu EM-hóp Íslands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári er í EM-hópi Íslands.
Eiður Smári er í EM-hópi Íslands. vísir/getty
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hvaða 23 leikmenn munu fara á lokamót EM í knattspyrnu en Ísland er þar á meðal þátttökuþjóða í fyrsta sinn.

Eiður Smári Guðjohnsen, sem verður 38 ára í haust, hefur lengi átt þann draum að spila með Íslandi á stórmóti í knattspyrnu og fær hann uppfylltan. Eiður Smári var einn þeirra 23 leikmanna sem hlutu náð fyrir augum landsliðsþjálfaranna.

Ýmislegt kom á óvart í vali þjálfaranna. Arnór Ingvi Traustason er valinn eftir góða frammistöðu síðan hann kom inn í landsliðið í haust og Rúrik Gíslason, sem hefur verið mikið meiddur í vetur, er fyrir utan hóp. Einnig eru þeir Sverrir Ingi, Hörður Björgvin, Hjörtur Hermanns og Rúnar Már í hópnum.

Hópinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Alls eru 23 leikmenn í lokahópnum. Sex leikmenn eru til vara og má sjá þá hér að neðan líka.

Markverðir:

Hannes Þór Halldórsson

Ingvar Jónsson

Ögmundur Kristinsson

Varnarmenn:

Birkir Már Sævarsson

Ragnar Sigurðsson

Kári Árnason

Ari Freyr Skúlason

Haukur Heiðar Hauksson

Hjörtur Hermannsson

Hörður Björgvin Magnússon

Sverrir Ingi Ingason

Miðjumenn:

Aron Einar Gunnarsson

Gylfi Þór Sigurðsson

Emil Hallfreðsson

Birkir Bjarnason

Jóhann Berg Guðmundsson

Theodór Elmar Bjarnason

Arnór Ingvi Traustason

Rúnar Már Sigurjónsson

Sóknarmenn:

Kolbeinn Sigþórsson

Alfreð Finnbogason

Jón Daði Böðvarsson

Eiður Smári Guðjohnsen

Til vara:

Gunnleifur Gunnleifsson

Hólmar Örn Eyjólfsson

Hallgrímur Jónasson

Ólafur Ingi Skúlason

Rúrik Gíslason

Viðar Örn Kjartansson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×