Fótbolti

Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn glíma við meiðsli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kolbeinn Sigþórsson í búningi Nantes.
Kolbeinn Sigþórsson í búningi Nantes. Vísir/AFP
Þrír lykilmenn karlalandsliðsins eru í nokkru kapphlaupi við tímann vegna meiðsla þegar rúmur mánuður er í að keppni hefjist á EM í Frakklandi. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er meiddur á ökkla en mun fresta aðgerð fram yfir keppnina.

Gylfi Þór Sigurðsson er stífur í öxlinni en hefur spilað meiddur í öxl í um mánuð. Hann er kominn í pásu hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni og í meðhöndlun. Hann segir að ekkert muni stöðva hann.

Kolbeinn Sigþórsson glímir við alvarlegustu meiðslin af þessum þremur. Hann hefur lítið spilað undanfarið með Nantes í Frakklandi vegna hnémeiðsla. Hann hefur verið á Íslandi í skoðun og meðhöndlun. Heimir segir að stöðuna á honum verði að skoða í framhaldinu en hans meiðsli séu mesta áhyggjuefnið.

 


Tengdar fréttir

Lagerbäck hættir eftir EM

Tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann mun ekki endurnýja samning sinn við KSÍ eftir EM í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×