Körfubolti

Oklahoma komið áfram | Charlotte og Portland jöfnuðu sínar rimmur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Oklahoma City Thunder komst í nótt í undanúrslit vesturdeildar NBA þegar liðið lagði Dallas Mavercks, 118-104, á heimavelli í fimmta leik liðanna en það gekk frá rimmunni, 4-1.

Fyrir leikinn sagði Marc Cuban, eigandi Dallas, að Russell Westbrook, leikstjórnandi OKC, væri sannarlega góður leikmaður en engin ofurstjarna. Westbrook tróð því ofan í hann með látum.

Hann skoraði 36 stig, tók tólf fráköst og var grátlega nálægt þrennu með níu stoðsendingar. Kevin Durant fylgdi félaga sínum fast á eftir með 33 stig og sjö fráköst.

„Hann er fáviti. Ekki hlusta á hann. Hann er fáviti. Það er það sem við höfum að segja um þetta. Hann er fáviti. Næsta spurning,“ sagði Kevin Durant eftir leikinn.

Charlotte Hornets var ekki búið að vinna leik í úrslitakeppninni í tólf þar þegar liðið minnkaði muninn í 2-1 gegn Miami Heat um helgina en liðið tók sig til og vann annan leikinn í röð, 89-85, og jafnaði einvígið í 2-2 í nótt.

Kemba Walker fór hamförum fyrir heimamenn og skoraði 34 stig en Jeremy Lin kom einnig sjóðheitur af bekknum með 21 stig. Joe Johnson var stigahæstur Miami-liðsins með 16 stig en Luol Deng skoraði 15. Næsti leikur fer fram í Miami.

Portland Trail Blazers líður líka afskaplega vel á sterkum heimavelli sínum en það lagði Los Angeles Clippers í nótt heima, 98-84, og jafnaði einvígi liðanna í vesturdeildinni í 2-2.

Al-Farouq Aminu var allt í öllu hjá Portland en hann skoraði 30 stig og tók tíu fráköst. C.J. McCollum bætti við 19 stigum en Mason Plumlee er líka að spila frábærlega í einvíginu. Hann tók fjórtán fráköst og gaf tíu stoðsendingar.

Leikur fimm hjá OKC og Dallas í draugsýn:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×