Nýtt upphaf Árni Páll Árnason skrifar 11. apríl 2016 00:00 Atburðir liðinnar viku hafa valdið straumhvörfum í íslenskum stjórnmálum. Ekkert er nú eins og áður. Almenningur og rannsóknir fjölmiðla hafa haft meiri áhrif en fordæmi eru fyrir og knúið fram afsögn forsætisráðherra og vilyrði um kosningar í haust. Þessar breytingar valda flekaskilum á vettvangi stjórnmálanna. Við skynjum líklega öll að upp úr sorg og skömm getur risið von um nýjar lausnir. Ég er sjálfur sannfærður um að nú hafa skapast tækifæri til að ráðast í þá endurreisn efnahagslífs og stjórnmála sem okkur hefur ekki tekist hingað til.Lítið breytt stjórnmál Á fyrsta kjörtímabili eftir hrun skyggði glíman við hrun fjármálakerfisins á allt annað. Bráðaaðgerðir tókust vel, en við höfðum ekki tíma eða vinnufrið til að móta nýtt fjármálakerfi eða gera grundvallarbreytingar á efnahagsgerð og stjórnkerfi. Eftir síðustu kosningar bjuggum við í stjórnarandstöðunni okkur undir langa stjórnartíð hinna gamalreyndu helmingaskiptaflokka og gerðum ráð fyrir að stjórnmálabarátta næstu ára myndi einkennast í besta falli af afmörkuðum breytingum til góðs. Grundvallarbreytingar þyrftu að bíða betri tíma. Með samstilltu átaki náðum við þannig í samvinnu við verkalýðshreyfinguna að draga úr skattalækkunum á þá betur stæðu og þrýsta á um aðgerðir í húsnæðismálum og svo náðum við á þingi að koma í veg fyrir gjöf á makrílkvótanum og tilraunir til að festa kvótakerfið í sessi. Ekkert benti til annars en að þetta yrði veruleiki okkar áfram fram að kosningum og að í þeim myndu stjórnarflokkarnir eiga hafa sterka stöðu vegna batnandi efnahags og geta boðið úrbætur, peningagjafir og skattalækkanir áhyggjulausir.Gerum grundvallarbreytingar En nú er allt breytt. Framundan eru kosningar og sitjandi stjórnarflokkarnir munu mæta til þeirra rúnir trausti. Umbótaöfl munu því nú hafa meiri möguleika á að móta verkefnaskrá stjórnmálanna en nokkru sinni frá hruni. Það tækifæri þarf að nýta til grundvallarbreytinga. Á stjórnmálunum, á stjórnarskrá og á efnahagsmálum. Stjórnmálin geta ekki haldið áfram óbreytt. Sú harkalega orðræða sem hefur verið ráðandi frá hruni hefur dregið úr trausti á stjórnmálin og grafið undan sátt í samfélaginu. Þrátt fyrir að gríðarmargt hafi vel tekist hefur orðræða stjórnmálanna verið hatursfull og full fordæmingar. Orðræðan er drifin áfram af þeirri hefð forherðingarinnar sem við sjáum alltaf í íslenskum stjórnmálum: Flokkar læsa sig saman, neita að viðurkenna mistök og skylmast af hörku þar til yfir lýkur. Það eru yfirleitt alltaf fleiri en tvær hliðar á hverju máli og það vita allir í samfélaginu, nema að því er virðist í stjórnmálunum. Enginn hefur komist langt í lífinu á forherðingu og sjálfsréttlætingu, en þær kenndir eru samt ráðandi í stjórnmálunum. Ákall um endurnýjun á mannskap hefur enga þýðingu í þessu samhengi því menningin ríkir áfram: Þú getur sett hreint, hvítt lak í drullupoll en drullupollurinn verður ekki tær við það. Það þarf grundvallarbreytinga við og stjórnmálin geta ekki verið eini vettvangur mannlífsins þar sem hefðbundin gildi um sanngirni, rökræðu og viðurkenningu eigin mistaka eiga ekki við.Þurfum tvær stjórnarskrár Svo þarf tvíþættar stjórnarskrárbreytingar. Annars vegar þarf að finna leið til að halda áfram með vinnu við nýja stjórnarskrá, í samræmi við þjóðaratkvæðagreiðsluna frá 2012, með það að markmiði að hægt verði á endanum að koma stjórnarskrá í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar þarf að setja landinu efnahagslega stjórnarskrá. Í henni þarf að felast uppgjör við þá tegund kapítalisma sem leggur áherslu á stundargróða umfram fjárfestingu sem skilar raunverulegum arði og við fjármálakerfi sem er alltof stórt og sýgur verðmæti út úr verðmætaskapandi efnahagslífi. Við þurfum félagslega sterkt efnahagslíf, þar sem viðskiptalífið axlar samfélagslega ábyrgð og leggur af mörkum til samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Atburðir liðinnar viku hafa valdið straumhvörfum í íslenskum stjórnmálum. Ekkert er nú eins og áður. Almenningur og rannsóknir fjölmiðla hafa haft meiri áhrif en fordæmi eru fyrir og knúið fram afsögn forsætisráðherra og vilyrði um kosningar í haust. Þessar breytingar valda flekaskilum á vettvangi stjórnmálanna. Við skynjum líklega öll að upp úr sorg og skömm getur risið von um nýjar lausnir. Ég er sjálfur sannfærður um að nú hafa skapast tækifæri til að ráðast í þá endurreisn efnahagslífs og stjórnmála sem okkur hefur ekki tekist hingað til.Lítið breytt stjórnmál Á fyrsta kjörtímabili eftir hrun skyggði glíman við hrun fjármálakerfisins á allt annað. Bráðaaðgerðir tókust vel, en við höfðum ekki tíma eða vinnufrið til að móta nýtt fjármálakerfi eða gera grundvallarbreytingar á efnahagsgerð og stjórnkerfi. Eftir síðustu kosningar bjuggum við í stjórnarandstöðunni okkur undir langa stjórnartíð hinna gamalreyndu helmingaskiptaflokka og gerðum ráð fyrir að stjórnmálabarátta næstu ára myndi einkennast í besta falli af afmörkuðum breytingum til góðs. Grundvallarbreytingar þyrftu að bíða betri tíma. Með samstilltu átaki náðum við þannig í samvinnu við verkalýðshreyfinguna að draga úr skattalækkunum á þá betur stæðu og þrýsta á um aðgerðir í húsnæðismálum og svo náðum við á þingi að koma í veg fyrir gjöf á makrílkvótanum og tilraunir til að festa kvótakerfið í sessi. Ekkert benti til annars en að þetta yrði veruleiki okkar áfram fram að kosningum og að í þeim myndu stjórnarflokkarnir eiga hafa sterka stöðu vegna batnandi efnahags og geta boðið úrbætur, peningagjafir og skattalækkanir áhyggjulausir.Gerum grundvallarbreytingar En nú er allt breytt. Framundan eru kosningar og sitjandi stjórnarflokkarnir munu mæta til þeirra rúnir trausti. Umbótaöfl munu því nú hafa meiri möguleika á að móta verkefnaskrá stjórnmálanna en nokkru sinni frá hruni. Það tækifæri þarf að nýta til grundvallarbreytinga. Á stjórnmálunum, á stjórnarskrá og á efnahagsmálum. Stjórnmálin geta ekki haldið áfram óbreytt. Sú harkalega orðræða sem hefur verið ráðandi frá hruni hefur dregið úr trausti á stjórnmálin og grafið undan sátt í samfélaginu. Þrátt fyrir að gríðarmargt hafi vel tekist hefur orðræða stjórnmálanna verið hatursfull og full fordæmingar. Orðræðan er drifin áfram af þeirri hefð forherðingarinnar sem við sjáum alltaf í íslenskum stjórnmálum: Flokkar læsa sig saman, neita að viðurkenna mistök og skylmast af hörku þar til yfir lýkur. Það eru yfirleitt alltaf fleiri en tvær hliðar á hverju máli og það vita allir í samfélaginu, nema að því er virðist í stjórnmálunum. Enginn hefur komist langt í lífinu á forherðingu og sjálfsréttlætingu, en þær kenndir eru samt ráðandi í stjórnmálunum. Ákall um endurnýjun á mannskap hefur enga þýðingu í þessu samhengi því menningin ríkir áfram: Þú getur sett hreint, hvítt lak í drullupoll en drullupollurinn verður ekki tær við það. Það þarf grundvallarbreytinga við og stjórnmálin geta ekki verið eini vettvangur mannlífsins þar sem hefðbundin gildi um sanngirni, rökræðu og viðurkenningu eigin mistaka eiga ekki við.Þurfum tvær stjórnarskrár Svo þarf tvíþættar stjórnarskrárbreytingar. Annars vegar þarf að finna leið til að halda áfram með vinnu við nýja stjórnarskrá, í samræmi við þjóðaratkvæðagreiðsluna frá 2012, með það að markmiði að hægt verði á endanum að koma stjórnarskrá í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar þarf að setja landinu efnahagslega stjórnarskrá. Í henni þarf að felast uppgjör við þá tegund kapítalisma sem leggur áherslu á stundargróða umfram fjárfestingu sem skilar raunverulegum arði og við fjármálakerfi sem er alltof stórt og sýgur verðmæti út úr verðmætaskapandi efnahagslífi. Við þurfum félagslega sterkt efnahagslíf, þar sem viðskiptalífið axlar samfélagslega ábyrgð og leggur af mörkum til samfélagsins.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar