Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. apríl 2016 07:00 Þau Hillary Clinton og Bernie Sanders lögðu hönd að brjósti þegar þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn á undan sjónvarpskappræðum þeirra á fimmtudagskvöldið. Nordicphotos/AFP Forkosningarnar í New York á þriðjudaginn gætu skipt sköpum í kosningabaráttu Demókrataflokksins, þar sem nú sígur á seinni hluta hennar. Þau Hillary Clinton og Bernie Sanders þóttu óvenju hranaleg og óvægin í kappræðum á fimmtudagskvöldið. Sanders var gagnrýndur fyrir að vera of reiður en Clinton þótti ekki síður harðsnúin í gagnrýni sinni á Sanders. Sanders sagðist meðal annars ekki efast um að Clinton væri hæf til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Hins vegar efaðist hann um dómgreind hennar og tíndi til ýmsar umdeildar ákvarðanir hennar. Sanders krafðist meðal annars svara frá Clinton um hernað Ísraela á Gasasvæðinu árið 2014. Hann sagðist sjálfur styðja Ísraelsríki af heilum hug en vera engu að síður þeirrar skoðunar að Ísraelar hefðu beitt óhóflega miklu ofbeldi, og spurði beint hvort Clinton væri sömu skoðunar. Hún kom sér hjá því að svara þeirri spurningu beint, en sagðist ætla að halda ótrauð áfram að vinna að lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna yrði hún forseti. Enn eiga demókratar eftir að halda forkosningar í tuttugu ríkjum Bandaríkjanna, en repúblikanar í sextán. Mestu munar þar um New York, þar sem gengið verður til atkvæða á þriðjudaginn kemur, og Kaliforníu þar sem kosið verður 7. júní. Þann dag verða síðustu forkosningar flokkanna tveggja, og alls ekki víst að úrslitin ráðist fyrr en þá – eða jafnvel ekki fyrr en á landsþingum flokkanna í júlí. Sanders hefur unnið sjö af síðustu átta forkosningum, en virðist eiga þungan róður fram undan samkvæmt skoðanakönnunum. Fyrirfram virðist Sanders eiga litla möguleika gegn Clinton í New York á þriðjudaginn. Clinton mælist þar með vel yfir 50 prósenta stuðning en Sanders með um og innan við fjörutíu prósent. Af repúblikönum er það að frétta að Donald Trump mjakast áfram nær sigrinum, þótt enn vanti töluvert upp á að hann sé búinn að tryggja sér meirihluta á landsþinginu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Forkosningarnar í New York á þriðjudaginn gætu skipt sköpum í kosningabaráttu Demókrataflokksins, þar sem nú sígur á seinni hluta hennar. Þau Hillary Clinton og Bernie Sanders þóttu óvenju hranaleg og óvægin í kappræðum á fimmtudagskvöldið. Sanders var gagnrýndur fyrir að vera of reiður en Clinton þótti ekki síður harðsnúin í gagnrýni sinni á Sanders. Sanders sagðist meðal annars ekki efast um að Clinton væri hæf til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Hins vegar efaðist hann um dómgreind hennar og tíndi til ýmsar umdeildar ákvarðanir hennar. Sanders krafðist meðal annars svara frá Clinton um hernað Ísraela á Gasasvæðinu árið 2014. Hann sagðist sjálfur styðja Ísraelsríki af heilum hug en vera engu að síður þeirrar skoðunar að Ísraelar hefðu beitt óhóflega miklu ofbeldi, og spurði beint hvort Clinton væri sömu skoðunar. Hún kom sér hjá því að svara þeirri spurningu beint, en sagðist ætla að halda ótrauð áfram að vinna að lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna yrði hún forseti. Enn eiga demókratar eftir að halda forkosningar í tuttugu ríkjum Bandaríkjanna, en repúblikanar í sextán. Mestu munar þar um New York, þar sem gengið verður til atkvæða á þriðjudaginn kemur, og Kaliforníu þar sem kosið verður 7. júní. Þann dag verða síðustu forkosningar flokkanna tveggja, og alls ekki víst að úrslitin ráðist fyrr en þá – eða jafnvel ekki fyrr en á landsþingum flokkanna í júlí. Sanders hefur unnið sjö af síðustu átta forkosningum, en virðist eiga þungan róður fram undan samkvæmt skoðanakönnunum. Fyrirfram virðist Sanders eiga litla möguleika gegn Clinton í New York á þriðjudaginn. Clinton mælist þar með vel yfir 50 prósenta stuðning en Sanders með um og innan við fjörutíu prósent. Af repúblikönum er það að frétta að Donald Trump mjakast áfram nær sigrinum, þótt enn vanti töluvert upp á að hann sé búinn að tryggja sér meirihluta á landsþinginu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira