Fótbolti

Alfreð að læra sjötta tungumálið: Mikilvægt að aðlagast fólkinu og bænum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Framherji og tungumálamaður.
Framherji og tungumálamaður. vísir/getty
Alfreð Finnbogason er ekki bara öflugur framherji sem er búinn að skora fjögur mörk í síðustu fimm leikjum fyrir Augsburg í þýsku 1. deildinni heldur er hann einnig mikill tungumálamaður.

Það virðist afskaplega auðvelt fyrir Alfreð að læra tungumál en hann var fljótlega byrjaður að tala hollensku þegar hann var þar og þá náði hann tökum á spænskunni á mettíma.

Nú er Alfreð aðeins búinn að vera í Þýskalandi í tæpa þrjá mánuði en samt byrjaður að svara fyrir sig á þýsku á blaðamannafundum.

„Ég get talað hana aðeins en skil nokkuð vel,“ segir Alfreð í samtali við Fréttablaðið. „Ég fer í tíma en hlusta svo mikið og læri. Maður heyrir frasa og svo er ég duglegur að skrifa niður það sem ég læri og fara yfir það,“ segir Alfreð. „Það hefur alltaf verið mér mjög auðvelt að læra tungumál og sérstaklega þegar maður er að bæta við.“

Alfreð talar nú íslensku, sænsku, hollensku, ítölsku, spænsku og er að læra sjötta tungumálið; þýsku. Hann leggur mikinn metnað í að læra tungumálið þar sem hann spilar.

„Maður fær alltaf kredit fyrir að leggja sig fram í þessu og reyna. Þó maður gerir einhverjar vitleysur kann fólk að meta að maður sé að reyna að læra tungumálið sem fyrst. Það er mikilvægt að mér finnst að aðlagast fólkinu og bænum sem fyrst,“ segir Alfreð.

„Ég fer til kennara tvisvar sinnum í viku. Mér finnst það mjög mikilvægt til að fá grunninn,“ segir Alfreð Finnbogason.


Tengdar fréttir

Nú talar Alfreð þýsku

Búinn að vera í tvo mánuði í Þýskalandi og strax byrjaður að svara spurningum á nýju tungumáli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×