Körfubolti

Titillinn réðst á flautukörfu | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jenkinis skorar sigurkörfuna í nótt.
Jenkinis skorar sigurkörfuna í nótt. Vísir/Getty
Úrslitin í bandaríska háskólaboltanum réðust á dramatískan hátt í nótt þegar Kris Jenkins tryggði Vilanova sigur í úrslitaleiknum með flautukörfu.

Niðurstaðan í leiknum var 77-74 sigur Villanova á North Carolina og viðeigandi endir á æsispennandi úrslitakeppni í háskólaboltanum sem kölluð er March Madness.

Eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði fór Vilanova í sókn þegar aðeins örfáar sekúndur voru eftir af leiknum en boltanum var komið á Jenkins sem tókst að setja niður þriggja stiga körfu.

Þetta var annar meistaratitill í sögu Villanova en liðið varð fyrst meistari árið 1985 og tíðindin þóttu óvænt þá. Fyrir þennan leik var North Carolina hærra skrifaða liðið og hafði unnið alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni með tveggja stafa tölu.

North Carolina er gamli háskólinn hans Michael Jordan og var hann í salnum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×