Lítið breytt ríkisstjórn Andri Sigurðsson skrifar 8. apríl 2016 19:49 Fléttan sem ríkisstjórnin bauð okkur uppá í vikunni er hönnuð til að hámarka möguleika hennar sjálfrar til að halda völdum eins lengi og mögulegt er. Sigmundur Davíð sem var uppvís að fela sína peninga í skattaskjólum og reyna svo að ljúga sig frá því er enn á þingi, er enn formaður síns flokks og hefur því enn mikil völd. Bjarni Benediktsson, sem nú er einskonar leiðtogi þessarar klíku, hefur líka notast við skattaskjól. Saman hanga þeir á völdunum, valdanna vegna. Til þess eins að tryggja sína hagsmuni, hagsmuni flokksins og sérhagsmuni vina og kunningja. Bjarni Benediktsson hefur í „prinsippinu“ gerst sekur um sama glæp og Sigmundur Davíð, þar er aðeins stigs munur á ef einhver. Ef þeim væri ekki einfaldlega sama um almenning hefðu þeir gert það eina rétta og boðað strax til kosninga eða stigið til hliðar (raunverulega) og látið stjórn landsins í hendur einhverra annarra sem njóta áþreifanlegs trausts. Hvorugt gerðist. Uppá hvað bauð ríkistjórnin okkur svo? Annars vegar að forsætisráðherra „stígi til hliðar“ en sé enn í valdastöðu á þingi og sýni enga einustu iðrun. Hinsvegar óljóst og loðið orðalag um kosningar seinna á árinu án þess að tilgreina nákvæma dagsetningu. Svo tala háttsettir menn um að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á ríkistjórninni. Það stenst enga skoðun, enga. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa oft gerst sekir um orðaleiki og hafa því enga innistæðu hjá þjóðinni og geta ekki talað með þessum hætti. Nei, það hefur ekkert réttlæti náð fram að ganga. Engin siðbót. Það sem stendur eftir er áframhaldandi leikrit hannað til að sefa reiði fólks. Þetta er ekki það siðferði sem almenningur kallar eftir heldur þveröfugt. Í stað þess að sýna iðrun halda leiðtogar okkar áfram að ljúga og blekkja. Ekkert hefur í raun breyst síðan á mánudag þegar allt að þrjátíu þúsund manns mættu á Austurvöll, ekki neitt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fléttan sem ríkisstjórnin bauð okkur uppá í vikunni er hönnuð til að hámarka möguleika hennar sjálfrar til að halda völdum eins lengi og mögulegt er. Sigmundur Davíð sem var uppvís að fela sína peninga í skattaskjólum og reyna svo að ljúga sig frá því er enn á þingi, er enn formaður síns flokks og hefur því enn mikil völd. Bjarni Benediktsson, sem nú er einskonar leiðtogi þessarar klíku, hefur líka notast við skattaskjól. Saman hanga þeir á völdunum, valdanna vegna. Til þess eins að tryggja sína hagsmuni, hagsmuni flokksins og sérhagsmuni vina og kunningja. Bjarni Benediktsson hefur í „prinsippinu“ gerst sekur um sama glæp og Sigmundur Davíð, þar er aðeins stigs munur á ef einhver. Ef þeim væri ekki einfaldlega sama um almenning hefðu þeir gert það eina rétta og boðað strax til kosninga eða stigið til hliðar (raunverulega) og látið stjórn landsins í hendur einhverra annarra sem njóta áþreifanlegs trausts. Hvorugt gerðist. Uppá hvað bauð ríkistjórnin okkur svo? Annars vegar að forsætisráðherra „stígi til hliðar“ en sé enn í valdastöðu á þingi og sýni enga einustu iðrun. Hinsvegar óljóst og loðið orðalag um kosningar seinna á árinu án þess að tilgreina nákvæma dagsetningu. Svo tala háttsettir menn um að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á ríkistjórninni. Það stenst enga skoðun, enga. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa oft gerst sekir um orðaleiki og hafa því enga innistæðu hjá þjóðinni og geta ekki talað með þessum hætti. Nei, það hefur ekkert réttlæti náð fram að ganga. Engin siðbót. Það sem stendur eftir er áframhaldandi leikrit hannað til að sefa reiði fólks. Þetta er ekki það siðferði sem almenningur kallar eftir heldur þveröfugt. Í stað þess að sýna iðrun halda leiðtogar okkar áfram að ljúga og blekkja. Ekkert hefur í raun breyst síðan á mánudag þegar allt að þrjátíu þúsund manns mættu á Austurvöll, ekki neitt!
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar