Fótbolti

Hodgson ósáttur: Vantaði sköpunarkraft í liðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hodgson var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í gær.
Hodgson var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í gær. vísir/getty
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, var ekki sáttur með leik sinna manna gegn Hollandi á Wembley í gær.

Englendingar töpuðu leiknum með tveimur mörkum gegn einu og mistókst því að fylgja eftir sigrinum frækna á Þjóðverjum á laugardaginn.

„Þetta var ekki frammistaðan sem ég vonaðist eftir. Við vorum ekki eins beittir og gegn Þýskalandi,“ sagði Hodgson.

„Við vorum með ágætis tök á leiknum en það vantaði sköpunarkraft í liðið.“

Englendingar byrjuðu leikinn reyndar ágætlega og Jamie Vardy kom þeim yfir fjórum mínútum fyrir hálfleik. En Hollendingar tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik og fyrsta tap Englands á Wembley síðan í nóvember 2013 staðreynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×