Fótbolti

Hodgson vill ekki einangra leikmenn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney og félagar eru örugglega ánægðir með slakann sem þeir fá hjá Hodgson.
Rooney og félagar eru örugglega ánægðir með slakann sem þeir fá hjá Hodgson. vísir/getty
Landsliðsþjálfari Englands, Roy Hodgson, treystir leikmönnum og mun leyfa þeim að umgangast vini og ættingja.

Hann vill að leikmenn enska landsliðsins lifi nokkuð eðlilegu lífi meðan EM er í gangi. Ansi mörg lið einangra sína leikmenn og leyfa þeim ekki að hitta eiginkonur og ættingja. Hodgson ætlar ekki að fara þá leið.

Fabio Capello, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, var harðlega gagnrýndur eftir HM 2010. Þá sagði Rio Ferdinand meðal annars að Capello hefði rekið fangabúðir.

„Við treystum leikmönnunum. Við trúum því að þegar þeir eru ekki í vinnunni séu þeir samt að hugsa um næsta leik og undirbúa sig. Við viljum ekki læsa þá inni. Ef þeir vilja fara út og sjá heiminn eða fá sér kaffi með vinum og ættingjum þá er það ekkert mál,“ sagði Hodgson.

„Þeir koma svo aftur til okkar á kvöldin í mat og meiri vinnu eins og eðlilegt er. Við viljum búa til umhverfi sem er ekki ólíkt því sem þeir þekkja.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×