Fótbolti

Butland meiddur á ökkla | EM í hættu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Butland var niðurbrotinn þegar hann fór af velli í gær.
Butland var niðurbrotinn þegar hann fór af velli í gær. vísir/getty
Óttast er að Jack Butland, markvörður Stoke, verði frá í allt að þrjá mánuði vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik Englands og Þýskalands í gær.

EM 2016 er því líklega úr sögunni fyrir Butland sem meiddist á ökkla skömmu áður en Toni Kroos kom Þjóðverjum í 1-0 undir lok fyrri hálfleik á Ólympíuleikvanginum í Berlín í gærkvöldi.

Butland þurfti í kjölfarið að fara af velli og í hans stað kom Fraser Forster, markvörður Southampton. England vann leikinn með þremur mörkum gegn tveimur eftir að hafa lent 2-0 undir í seinni hálfleik.

Butland hefur verið einn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili, sem er hans fyrsta sem aðalmarkvörður í efstu deild.

Butland hefur leikið fjóra A-landsleiki fyrir England auk fjölda leikja fyrir yngri landsliðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×