Fótbolti

Ólíkt gengi hjá tveimur mótherjum Íslands í kvöld | Ronaldo skoraði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu í kvöld.
Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty
Portúgal og Austurríki eru í riðli Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar og það gekk misvel hjá þeim í vináttulandsleikjum í kvöld.

Portúgalar unnu líkt og Íslendingar gerðu í Grikklandi en Austurríkismenn urðu að sætta sig við tap á heimavelli.

Nani og Cristiano Ronaldo komu Portúgal í 2-0 í fyrri hálfleik í 2-1 sigri á Belgum í Portúgal en Everton-maðurinn Romelu Lukaku minnkaði muninn í seinni hálfleik.

Tyrkir unnu 2-1 sigur á Austurríkismönnum á Ernst-Happel-Stadion í Vín. Zlatko Junuzović kom Austurríki í 1-0 á 22. mínútu en Hakan Calhanoglu jafnaði fyrir Tyrki á 43. mínútu.Það var síðan Barcelona-maðurinn Arda Turan sem skoraði sigurmark Tyrkja á 56. mínútu.

Shane Long og James McClean komu Írum í 2-1 á móti Slóvakíu en þeir skoruðu báðir úr vítaspyrnum. Paul McShane skoraði hinsvegar sjálfsmark í lok fyrri hálfleiks og liðin sættust á 2-2 jafntefli. Miroslav Stoch kom Slóvökum í 1-0 eftir aðeins fjórtán mínútna leik.

Marcus Berg skoraði fyrir Svía í 1-1 jafntefli á Friends Arena en Matej Vydra jafnaði metin fyrir hálfleik. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×