Ráðgátan um röndóttu regnhlífina Ívar Halldórsson skrifar 15. mars 2016 10:00 Fáir hafa komist hjá því að heyra af eða lesa um deilurnar milli Samtakanna ´78 og BDSM á Íslandi. Mér finnst persónulega ekkert einkennilegt að allt fari í háaloft þegar svo virðist sem annars vegar talsmenn, og hins vegar framkvæmdavald Samtakanna ´78, tali ekki lengur sama tungumál. Þeir virðast ekki lengur sammála um stefnu samtakanna. Ég heyrði í útvarpinu um daginn viðtal við talsmann Samtakanna ´78. Ef ég skildi þennan ágæta mann rétt þá eru Samtökin ´78 hugsuð í kjölinn sem eins konar regnhlíf fyrir fólk sem laðast að sama kyni, tilfinningalega fyrst og fremst. Kynlífið sjálft sagði hann alls ekki aðal atriðið. Undir regnhlíf samtakanna á fólk, sem glímir við svipaðar áskoranir í lífinu, að finna samstöðu. Það er eðlilegt að fólk með líka lífssýn leiði hesta sína saman. Þetta gerum við mannfólkið á flestum sviðum lífsins. Verðandi mæður, alkóhólistar, stjórnmálamenn, þríburafélög og kristnir hittast t.d. undir sínum regnhlífum. Undir regnhlífinni sýna einstaklingar hvorir öðrum samstöðu og finna saman leiðir til að sigrast á áskorunum sem tengjast stöðu þeirra og lífssýn. Að sækjast eftir félagsskap þeirra sem hafa sömu skoðanir er manneskjunni eðlislægt og getur svo sannarlega reynst mörgum lífsbjörg. Það sem mér finnst þó stinga í stúf við orð þessa ágæta talsmanns Samtakanna ´78 er sú mynd sem samtökin draga upp af sjálfum sér opinberlega. Gleðigangan er stór viðburður samtakanna þar sem samkynhneigðir fagna saman opinberlega. Það er auðvitað gott að fagna hinu og þessu við ákveðin tilefni, en þó átta ég mig satt að segja ekki alveg á því hverju nákvæmlega samkynhneigðir eru að fagna – alla vega ekki út frá orðum talsmanns samtakanna. Mér finnst það hreinlega ekki koma nægilega skýrt fram. Sem gagnkynhneigður maður fæ ég ekki betur séð en að Gleðigangan snúist um að samkynhneigðir sleppi af sér beislinu og fagni fyrst og fremst frjálsu, skrautlegu, ögrandi, og um fram allt samkynja kynlífi. En það stemmir þá ekki, eins og áður sagði, við það sem talsmaður samtakanna sagði í útvarpinu um daginn. Hvort sem þetta eru skilaboðin sem Samtökin ´78 vilja senda eða ekki, þá eru þetta skilaboðin sem mörg okkar erum að móttaka út frá hátíðarhöldum þeirra á opinberum vettvangi. Mér finnst vera búið að kynlífsvæða hugtakið „samkynhneigð“ allt of mikið miðað við að samkynhneigð eigi að vera jafn eðlileg og gagnkynhneigð. Það er eins og að samkynhneigðir hafi miklu meiri þörf fyrir að stunda kynlíf en gagnkynhneigt fólk. Þetta er orðið eitthvað svo ýkt og öfgafullt út á við. Er Gleðigangan þá að gera samtökunum gagn eða grikk með sinni skrautlegu og auðmisskilinni markaðssetningu? Þetta er spurning sem jafnvel margir samkynhneigðir eru farnir að spyrja sig í kjölfar ágreinings Samtakanna ´78 og BDSM á Íslandi. Reyndar veit ég að ekki allir samkynhneigðir hafa verið alls kostar ánægðir með matreiðslu þessa árlega viðburðar – hefur fundist hann missa marks þegar kemur að því að vekja athygli á þeirri raunverulegu innri glímu sem fjöldi samkynhneigðra finnur sig í á meðal okkar. Getur verið að Samtökin ´78 sé að senda kolröng skilaboð út í þjóðfélagið? BDSM-samtökin virðast alla vega hafa lesið skilaboð Samtakanna ´78 eitthvað vitlaust, því nú kemur í ljós að þessi tvö samtök eru ekki að heyja sömu baráttu. Það er algengt að samkynhneigðir einstaklingar tali um að hafa laðast að sama kyni frá æsku. Ég er þó ekki sannfærður um að þeir sem vilja frelsi til að binda kynlífsfélaga sína og slá þá með svipu hafi hungrað í slíkar athafnir frá því að þeir voru í dúkkuleik í den. Ég held að það séu ekki mörg börn sem eigi bágt með að standast að binda dúkkurnar sínar við dúkkurúmin og berja þær með lakkrísreimum sem þau fengu frá foreldrum sínum á nammideginum. Meðfædd innri þrá er ekki það sama og kjósa öðruvísi kynlífsathafnir sem fullorðinn einstaklingur. Ég tel að kjarni málsins hafi lent í eins konar kjarnakljúfi, þ.e. fólk veit í raun ekki lengur hvað Samtökin ´78 standa í raun fyrir vegna misvísandi skilaboða. Áherslan hefur smátt og smátt, en þó örugglega, færst frá hinni raunverulegu baráttu hins samkynhneigða einstaklings, yfir í að upphefja kynlífsathafnir þær sem hann stundar kannski og kannski ekki bak við luktar dyr. Ég skil vel af hverju BDSM-samtökin klóra sér í kollinum. Fólkið þar á bæ hélt líklega að það væri að berjast fyrir sama málstað; frjálsum ástum, og að margra mati full grófum kynlífsathöfnum. En sósan virðist vera eitthvað að skilja sig í sameiginlegum potti samtakanna tveggja. Kannski er kominn tími á innri naflaskoðun hjá Samtökunum ´78, þar sem hinum hefðbundnu spurningunum; hvað, hverjir, hvers vegna og af hverju er svarað. Ráðgátuna um uppskeruna má alltaf rekja til þess hverju var sáð í upphafi. Hvernig væri að beina augunum aftur til einstaklinganna og hjálpa þeim að fóta sig á farsælan hátt í þjóðfélagi okkar? Ég veit að undir skel röndóttu regnhlífanna er frábært fólk sem hefur því miður mætt miklum fordómum af hálfu þeirra sem ekki líta lífið sömu augum. Það síðasta sem þetta fólk þarf á að halda er að samtökin sem eiga að veita því stuðning, verði til þess að það mæti enn meiri misskilningi í okkar góða samfélagi. Það hefur rignt hressilega á röndóttu regnhlífarnar í gegnum áratugina og kannski komi tími að fari að slota. Vonandi sést brátt til sólar þannig að hægt sé að leggja regnhlífarnar niður um stund og huga að þeim sem undir regnhlífunum leynast – fallegar persónur sem þurfa athygli og ást eins og við öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Fáir hafa komist hjá því að heyra af eða lesa um deilurnar milli Samtakanna ´78 og BDSM á Íslandi. Mér finnst persónulega ekkert einkennilegt að allt fari í háaloft þegar svo virðist sem annars vegar talsmenn, og hins vegar framkvæmdavald Samtakanna ´78, tali ekki lengur sama tungumál. Þeir virðast ekki lengur sammála um stefnu samtakanna. Ég heyrði í útvarpinu um daginn viðtal við talsmann Samtakanna ´78. Ef ég skildi þennan ágæta mann rétt þá eru Samtökin ´78 hugsuð í kjölinn sem eins konar regnhlíf fyrir fólk sem laðast að sama kyni, tilfinningalega fyrst og fremst. Kynlífið sjálft sagði hann alls ekki aðal atriðið. Undir regnhlíf samtakanna á fólk, sem glímir við svipaðar áskoranir í lífinu, að finna samstöðu. Það er eðlilegt að fólk með líka lífssýn leiði hesta sína saman. Þetta gerum við mannfólkið á flestum sviðum lífsins. Verðandi mæður, alkóhólistar, stjórnmálamenn, þríburafélög og kristnir hittast t.d. undir sínum regnhlífum. Undir regnhlífinni sýna einstaklingar hvorir öðrum samstöðu og finna saman leiðir til að sigrast á áskorunum sem tengjast stöðu þeirra og lífssýn. Að sækjast eftir félagsskap þeirra sem hafa sömu skoðanir er manneskjunni eðlislægt og getur svo sannarlega reynst mörgum lífsbjörg. Það sem mér finnst þó stinga í stúf við orð þessa ágæta talsmanns Samtakanna ´78 er sú mynd sem samtökin draga upp af sjálfum sér opinberlega. Gleðigangan er stór viðburður samtakanna þar sem samkynhneigðir fagna saman opinberlega. Það er auðvitað gott að fagna hinu og þessu við ákveðin tilefni, en þó átta ég mig satt að segja ekki alveg á því hverju nákvæmlega samkynhneigðir eru að fagna – alla vega ekki út frá orðum talsmanns samtakanna. Mér finnst það hreinlega ekki koma nægilega skýrt fram. Sem gagnkynhneigður maður fæ ég ekki betur séð en að Gleðigangan snúist um að samkynhneigðir sleppi af sér beislinu og fagni fyrst og fremst frjálsu, skrautlegu, ögrandi, og um fram allt samkynja kynlífi. En það stemmir þá ekki, eins og áður sagði, við það sem talsmaður samtakanna sagði í útvarpinu um daginn. Hvort sem þetta eru skilaboðin sem Samtökin ´78 vilja senda eða ekki, þá eru þetta skilaboðin sem mörg okkar erum að móttaka út frá hátíðarhöldum þeirra á opinberum vettvangi. Mér finnst vera búið að kynlífsvæða hugtakið „samkynhneigð“ allt of mikið miðað við að samkynhneigð eigi að vera jafn eðlileg og gagnkynhneigð. Það er eins og að samkynhneigðir hafi miklu meiri þörf fyrir að stunda kynlíf en gagnkynhneigt fólk. Þetta er orðið eitthvað svo ýkt og öfgafullt út á við. Er Gleðigangan þá að gera samtökunum gagn eða grikk með sinni skrautlegu og auðmisskilinni markaðssetningu? Þetta er spurning sem jafnvel margir samkynhneigðir eru farnir að spyrja sig í kjölfar ágreinings Samtakanna ´78 og BDSM á Íslandi. Reyndar veit ég að ekki allir samkynhneigðir hafa verið alls kostar ánægðir með matreiðslu þessa árlega viðburðar – hefur fundist hann missa marks þegar kemur að því að vekja athygli á þeirri raunverulegu innri glímu sem fjöldi samkynhneigðra finnur sig í á meðal okkar. Getur verið að Samtökin ´78 sé að senda kolröng skilaboð út í þjóðfélagið? BDSM-samtökin virðast alla vega hafa lesið skilaboð Samtakanna ´78 eitthvað vitlaust, því nú kemur í ljós að þessi tvö samtök eru ekki að heyja sömu baráttu. Það er algengt að samkynhneigðir einstaklingar tali um að hafa laðast að sama kyni frá æsku. Ég er þó ekki sannfærður um að þeir sem vilja frelsi til að binda kynlífsfélaga sína og slá þá með svipu hafi hungrað í slíkar athafnir frá því að þeir voru í dúkkuleik í den. Ég held að það séu ekki mörg börn sem eigi bágt með að standast að binda dúkkurnar sínar við dúkkurúmin og berja þær með lakkrísreimum sem þau fengu frá foreldrum sínum á nammideginum. Meðfædd innri þrá er ekki það sama og kjósa öðruvísi kynlífsathafnir sem fullorðinn einstaklingur. Ég tel að kjarni málsins hafi lent í eins konar kjarnakljúfi, þ.e. fólk veit í raun ekki lengur hvað Samtökin ´78 standa í raun fyrir vegna misvísandi skilaboða. Áherslan hefur smátt og smátt, en þó örugglega, færst frá hinni raunverulegu baráttu hins samkynhneigða einstaklings, yfir í að upphefja kynlífsathafnir þær sem hann stundar kannski og kannski ekki bak við luktar dyr. Ég skil vel af hverju BDSM-samtökin klóra sér í kollinum. Fólkið þar á bæ hélt líklega að það væri að berjast fyrir sama málstað; frjálsum ástum, og að margra mati full grófum kynlífsathöfnum. En sósan virðist vera eitthvað að skilja sig í sameiginlegum potti samtakanna tveggja. Kannski er kominn tími á innri naflaskoðun hjá Samtökunum ´78, þar sem hinum hefðbundnu spurningunum; hvað, hverjir, hvers vegna og af hverju er svarað. Ráðgátuna um uppskeruna má alltaf rekja til þess hverju var sáð í upphafi. Hvernig væri að beina augunum aftur til einstaklinganna og hjálpa þeim að fóta sig á farsælan hátt í þjóðfélagi okkar? Ég veit að undir skel röndóttu regnhlífanna er frábært fólk sem hefur því miður mætt miklum fordómum af hálfu þeirra sem ekki líta lífið sömu augum. Það síðasta sem þetta fólk þarf á að halda er að samtökin sem eiga að veita því stuðning, verði til þess að það mæti enn meiri misskilningi í okkar góða samfélagi. Það hefur rignt hressilega á röndóttu regnhlífarnar í gegnum áratugina og kannski komi tími að fari að slota. Vonandi sést brátt til sólar þannig að hægt sé að leggja regnhlífarnar niður um stund og huga að þeim sem undir regnhlífunum leynast – fallegar persónur sem þurfa athygli og ást eins og við öll.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun