Ekki samboðið okkur sem þjóð Elín Hirst skrifar 17. mars 2016 07:00 Umræðan undanfarna daga um hvar eigi að byggja þjóðarsjúkrahús er stórundarleg og úr takti við raunveruleikann. Framkvæmdir eru þegar hafnar á Landspítalalóðinni, þar megum við engan tíma missa; gefa heldur hressilega í ef eitthvað er. Mál númer eitt, tvö og þrjú er að koma allri þjónustu við bráðveika og bráðarannsóknarþjónustu undir eitt þak, og bæta bráðavanda LSH við Hringbraut á sem fæstum árum. Ég hef sjálf þurft að leita á LSH nýlega vegna veikinda í fjölskyldunni og get vottað að þar er aðstaðan út í hött, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Húsakynni spítala á Indlandi sem ég heimsótti í vetur eru betur úr garði gerð en margt sem boðið er upp á á LSH. Þetta ástand er ekki samboðið okkur sem þjóð. Byggja fullkomið hátæknisjúkrahús En ábyrgð okkar stjórnmálamanna er meiri og nær lengra. Miðað við efnahagslega stöðu okkar þjóðfélags sem hefur líklega aldrei verið betri, áherslur almennings (sbr. undirskriftalista Kára um Endurreisn heilbrigðiskerfisins) og hækkandi aldurssamsetningu þá er mjög nauðsynleg að við Íslendingar förum að huga að því að byggja annað fullkomið hátæknisjúkrahús. Eins og dæmin sanna mun undirbúningur þess máls taka ár ef ekki áratug. Auðvitað byggjum við og endurreisum eins og hægt er á Landspítalalóðinni og reynum að gera það á sem allra skemmstum tíma, þar erum við að kljást við bráðavanda, en leggjum á sama tíma grunninn að framtíðinni í heilbrigðismálum á Íslandi. Þetta er algerlega tímabært og ekkert nema skynsemi fólgin í því að byggja duglega undir helstu velferðarstoð þessa þjóðfélags. Snúa af brautinni þar sem við erum annars flokks og koma okkur aftur í fremstu röð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Umræðan undanfarna daga um hvar eigi að byggja þjóðarsjúkrahús er stórundarleg og úr takti við raunveruleikann. Framkvæmdir eru þegar hafnar á Landspítalalóðinni, þar megum við engan tíma missa; gefa heldur hressilega í ef eitthvað er. Mál númer eitt, tvö og þrjú er að koma allri þjónustu við bráðveika og bráðarannsóknarþjónustu undir eitt þak, og bæta bráðavanda LSH við Hringbraut á sem fæstum árum. Ég hef sjálf þurft að leita á LSH nýlega vegna veikinda í fjölskyldunni og get vottað að þar er aðstaðan út í hött, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Húsakynni spítala á Indlandi sem ég heimsótti í vetur eru betur úr garði gerð en margt sem boðið er upp á á LSH. Þetta ástand er ekki samboðið okkur sem þjóð. Byggja fullkomið hátæknisjúkrahús En ábyrgð okkar stjórnmálamanna er meiri og nær lengra. Miðað við efnahagslega stöðu okkar þjóðfélags sem hefur líklega aldrei verið betri, áherslur almennings (sbr. undirskriftalista Kára um Endurreisn heilbrigðiskerfisins) og hækkandi aldurssamsetningu þá er mjög nauðsynleg að við Íslendingar förum að huga að því að byggja annað fullkomið hátæknisjúkrahús. Eins og dæmin sanna mun undirbúningur þess máls taka ár ef ekki áratug. Auðvitað byggjum við og endurreisum eins og hægt er á Landspítalalóðinni og reynum að gera það á sem allra skemmstum tíma, þar erum við að kljást við bráðavanda, en leggjum á sama tíma grunninn að framtíðinni í heilbrigðismálum á Íslandi. Þetta er algerlega tímabært og ekkert nema skynsemi fólgin í því að byggja duglega undir helstu velferðarstoð þessa þjóðfélags. Snúa af brautinni þar sem við erum annars flokks og koma okkur aftur í fremstu röð.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar