Lifandi stjórnarskrá Árni Páll Árnason skrifar 1. mars 2016 10:00 Nú hefur verið kynnt niðurstaða stjórnarskrárnefndar um þrjú ný ákvæði í stjórnarskrá Íslands. Stóra spurningin sem við þurfum að spyrja okkur er ekki hvort við hefðum viljað sjá aðrar og fleiri breytingar á stjórnarskrá. Henni getum við líklega flest svarað játandi. Stóra spurningin er frekar hvort þessi þrjú ákvæði sem nú standa til boða, séu til góðs eða til tjóns. Ég tel hafið yfir vafa að þau séu til góðs og marki stærstu skrefin í lýðræðisumbótum í rúmlega 70 ára sögu lýðveldis á Íslandi.Náttúruvernd Það skiptir miklu að fá í stjórnarskrá ákvæði um að ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli sameiginlega á öllum og sú vernd grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Kveðið er á um rétt allra til heilnæms umhverfis, almannarétt og upplýsinga- og þátttökurétt almennings. Á mörg þessi atriði hefur reynt, þegar farið hefur verið af stað með stórkarlaleg atvinnuuppbyggingaráform á undanförnum áratugum og náttúruverndarsjónarmið of oft farið halloka vegna þess að áherslan hefur öll verið í hina áttina. Það verða tímamót þegar ágreiningur rís í framtíðinni að geta vísað í að varúðarsjónarmið og rök sjálfbærrar þróunar liggi til grundvallar náttúruverndarákvæði í stjórnarskrá. Það hefði þótt kraftaverki líkast fyrir fáeinum árum.Þjóðaratkvæðagreiðslur Það skiptir lykilmáli að 15% landsmanna geti fengið að kalla lög í þjóðaratkvæðagreiðslu (og sumar þingsályktanir) og fengið þannig úrslitavald um ákvarðanir, án þess að eiga það undir mati forseta á hverjum tíma hvort þjóðin fái að fara með þetta vald. Þetta hlutfall, 15%, er mjög eðlilegt í ljósi nýlegrar reynslu af undirskriftarsöfnunum. Þá er gert ráð fyrir því að 25% kosningabærra manna þurfi til að snúa við ákvörðun Alþingis. Almennt eru þátttökuþröskuldar af þeim toga ekki góðir og rétt að hafa þá sem lægsta. Í ljósi þess að þingræði er grunnþáttur í stjórnskipaninni er hins vegar hægt að færa ágætis rök fyrir þessum þröskuldi við því að þjóðaratkvæðagreiðsla geti snúið við ákvörðun þjóðkjörins þings, þótt hann mætti sannarlega ekki hærri vera. Þetta ákvæði mun hvetja stjórnvöld á hverjum tíma til að fara vel með meirihlutavald sitt og leita víðtækari samstöðu um umdeild mál. Það er gott fyrir lýðræðið og tiltrú á stjórnmálin.Þjóðareign á auðlindum Þá verður mikilvægt að fá í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum. Með ákvæðinu verður til þjóðareignarréttur sem er ekki undirsettur einkaeignarrétti, heldur hliðsettur. Vöntun á stjórnarskrárákvæði um þjóðareign hefur staðið umbótum í auðlindanýtingu fyrir þrifum um áratugi. Eigendur fiskveiðikvóta hafa haldið fram sjónarmiðum um eignarrétt á þeim kvóta sem þeir hafa fengið og þegar gerðar hafa verið tilraunir til breytinga á fiskveiðistjórnarkerfinu hafa þær þurft að taka mið af réttaróvissu um eignarréttarlegt tilkall kvótaeigenda. Ef nýja þjóðareignargreinin verður að veruleika verður þeirri spurningu svarað í eitt skipti fyrir öll: Þjóðin á fiskveiðiauðlindina. Sama mun eiga við um öll önnur takmörkuð gæði, sem ekki eru þegar háð einkaeignarrétti, allt frá auðlindum í jörðu til fjarskiptatíðni. Kerfisbreytingar, eins og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, verða þá þeim mun auðveldari í framtíðinni.Mikilvægar breytingar Þau þrjú nýju ákvæði sem hér hafa verið rakin munu öll fela í sér breytingar, þótt í þeim felist ekki heildstæð endurskoðun stjórnarskrár. Við höfum mörg bundið vonir við slíka endurskoðun og þjóðin hefur samþykkt að frumvarp byggt á tillögum stjórnlagaráðs skuli lagt fyrir Alþingi. Það er verkefni stjórnmálaflokka að skapa trúverðugan ramma um efndir á þeirri samþykkt og mikilvægt að skýr fyrirheit verði gefin um áframhald vinnu við endurskoðun stjórnarskrár í aðdraganda næstu þingkosninga. Það felst engin mótsögn í stuðningi við þessar breytingar og stuðningi við frekari stjórnarskrárumbætur. Þvert á móti mun samþykkt þessara afmörkuðu breytinga varða veginn og senda skýrt þau skilaboð að stjórnarskrá landsins er lifandi plagg sem tekur reglulegum breytingum í samræmi við nýjar þarfir. Þess vegna eigum við að nýta þetta sögulega tækifæri sem nú gefst til stjórnarskrárbreytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Nú hefur verið kynnt niðurstaða stjórnarskrárnefndar um þrjú ný ákvæði í stjórnarskrá Íslands. Stóra spurningin sem við þurfum að spyrja okkur er ekki hvort við hefðum viljað sjá aðrar og fleiri breytingar á stjórnarskrá. Henni getum við líklega flest svarað játandi. Stóra spurningin er frekar hvort þessi þrjú ákvæði sem nú standa til boða, séu til góðs eða til tjóns. Ég tel hafið yfir vafa að þau séu til góðs og marki stærstu skrefin í lýðræðisumbótum í rúmlega 70 ára sögu lýðveldis á Íslandi.Náttúruvernd Það skiptir miklu að fá í stjórnarskrá ákvæði um að ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli sameiginlega á öllum og sú vernd grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Kveðið er á um rétt allra til heilnæms umhverfis, almannarétt og upplýsinga- og þátttökurétt almennings. Á mörg þessi atriði hefur reynt, þegar farið hefur verið af stað með stórkarlaleg atvinnuuppbyggingaráform á undanförnum áratugum og náttúruverndarsjónarmið of oft farið halloka vegna þess að áherslan hefur öll verið í hina áttina. Það verða tímamót þegar ágreiningur rís í framtíðinni að geta vísað í að varúðarsjónarmið og rök sjálfbærrar þróunar liggi til grundvallar náttúruverndarákvæði í stjórnarskrá. Það hefði þótt kraftaverki líkast fyrir fáeinum árum.Þjóðaratkvæðagreiðslur Það skiptir lykilmáli að 15% landsmanna geti fengið að kalla lög í þjóðaratkvæðagreiðslu (og sumar þingsályktanir) og fengið þannig úrslitavald um ákvarðanir, án þess að eiga það undir mati forseta á hverjum tíma hvort þjóðin fái að fara með þetta vald. Þetta hlutfall, 15%, er mjög eðlilegt í ljósi nýlegrar reynslu af undirskriftarsöfnunum. Þá er gert ráð fyrir því að 25% kosningabærra manna þurfi til að snúa við ákvörðun Alþingis. Almennt eru þátttökuþröskuldar af þeim toga ekki góðir og rétt að hafa þá sem lægsta. Í ljósi þess að þingræði er grunnþáttur í stjórnskipaninni er hins vegar hægt að færa ágætis rök fyrir þessum þröskuldi við því að þjóðaratkvæðagreiðsla geti snúið við ákvörðun þjóðkjörins þings, þótt hann mætti sannarlega ekki hærri vera. Þetta ákvæði mun hvetja stjórnvöld á hverjum tíma til að fara vel með meirihlutavald sitt og leita víðtækari samstöðu um umdeild mál. Það er gott fyrir lýðræðið og tiltrú á stjórnmálin.Þjóðareign á auðlindum Þá verður mikilvægt að fá í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum. Með ákvæðinu verður til þjóðareignarréttur sem er ekki undirsettur einkaeignarrétti, heldur hliðsettur. Vöntun á stjórnarskrárákvæði um þjóðareign hefur staðið umbótum í auðlindanýtingu fyrir þrifum um áratugi. Eigendur fiskveiðikvóta hafa haldið fram sjónarmiðum um eignarrétt á þeim kvóta sem þeir hafa fengið og þegar gerðar hafa verið tilraunir til breytinga á fiskveiðistjórnarkerfinu hafa þær þurft að taka mið af réttaróvissu um eignarréttarlegt tilkall kvótaeigenda. Ef nýja þjóðareignargreinin verður að veruleika verður þeirri spurningu svarað í eitt skipti fyrir öll: Þjóðin á fiskveiðiauðlindina. Sama mun eiga við um öll önnur takmörkuð gæði, sem ekki eru þegar háð einkaeignarrétti, allt frá auðlindum í jörðu til fjarskiptatíðni. Kerfisbreytingar, eins og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, verða þá þeim mun auðveldari í framtíðinni.Mikilvægar breytingar Þau þrjú nýju ákvæði sem hér hafa verið rakin munu öll fela í sér breytingar, þótt í þeim felist ekki heildstæð endurskoðun stjórnarskrár. Við höfum mörg bundið vonir við slíka endurskoðun og þjóðin hefur samþykkt að frumvarp byggt á tillögum stjórnlagaráðs skuli lagt fyrir Alþingi. Það er verkefni stjórnmálaflokka að skapa trúverðugan ramma um efndir á þeirri samþykkt og mikilvægt að skýr fyrirheit verði gefin um áframhald vinnu við endurskoðun stjórnarskrár í aðdraganda næstu þingkosninga. Það felst engin mótsögn í stuðningi við þessar breytingar og stuðningi við frekari stjórnarskrárumbætur. Þvert á móti mun samþykkt þessara afmörkuðu breytinga varða veginn og senda skýrt þau skilaboð að stjórnarskrá landsins er lifandi plagg sem tekur reglulegum breytingum í samræmi við nýjar þarfir. Þess vegna eigum við að nýta þetta sögulega tækifæri sem nú gefst til stjórnarskrárbreytingar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun