Jöfnuður eykst Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 7. mars 2016 00:00 Það er virkilega ánægjulegt að verða vitni að vaxandi jöfnuði í samfélaginu. Heimilum sem þurfa fjárhagsaðstoð hefur fækkað milli áranna 2013 og 2014. Árin þar á undan fjölgaði heimilum sem þurftu fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum en milli áranna 2013 og 2014 varð viðsnúningur og heimilum sem fá fjárhagsaðstoð fækkar. Þetta helst í hendur við þróun í átt að auknum tekjujöfnuði en tekjur hafa ekki dreifst jafnar milli fólks hér á landi frá því mælingar Hagstofunnar hófust árið 2004. Hlutfall landsmanna með tekjur undir lágtekjumörkum hefur dregist saman og aðeins einu sinni á síðustu 10 árum hafa jafn fáir mælst undir lágtekjumörkum, samkvæmt nýbirtum Félagsvísum velferðarráðuneytisins og Hagstofu Íslands 2015.Það er ávallt ánægjulegt þegar hagur heimilanna batnar. Þessi bætta staða er afleiðing margra samverkandi þátta en ætla má að atvinnumöguleikar og aukin áhersla á velferð vegi þar nokkuð. Frá árinu 2013 hafa skapast um 15.000 ný störf og mælist atvinnuleysi á Íslandi nú það minnsta í Evrópu eða 3,6%, samkvæmt tölum Eurostat sem birtar voru í byrjun febrúar. Til samanburðar mælist atvinnuleysi að meðaltali um 9% í Evrópusambandslöndunum. Þetta er magnaður árangur ef við lítum til þess að árið 2010 mældist atvinnuleysi hér á landi 7,6%. Á síðustu árum hefur ríkisstjórnin ráðist í aðgerðir með það að leiðarljósi að auka velferð í samfélaginu og fleiri verkefni eru í farvatninu. Gerðar hafa verið breytingar á skattkerfinu, þannig hafa skattleysismörk og persónuafsláttur hækkað sem skilar sér í auknum ráðstöfunartekjum. Vörugjöld hafa einnig verið afnumin og skattar lækkað. Nú er til umræðu í velferðarnefnd frumvarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem fjallar um uppbyggingu félagslegra leiguíbúða fyrir efnaminni fjölskyldur. Markmið þeirrar vinnu er að bæta húsnæðisöryggi þessa hóps með auknu framboði á hagkvæmu leiguhúsnæði þar sem húsnæðiskostnaður verði í samræmi við greiðslugetu leigjenda. Auk þess er stefnt að breytingum á húsnæðisbótakerfinu, á þann hátt að húsnæðisstuðningur verði aukinn og grunnfjárhæð húsnæðisbóta og frítekjumörk hækkuð. Með fyrrnefndum aðgerðum eykst stuðningur enn frekar við þá sem minnstar hafa tekjurnar. Fólk sem fest hefur í fátækragildru fær þá möguleika á að komast í þá stöðu að ná endum saman í lok hvers mánaðar og leggja fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Það er virkilega ánægjulegt að verða vitni að vaxandi jöfnuði í samfélaginu. Heimilum sem þurfa fjárhagsaðstoð hefur fækkað milli áranna 2013 og 2014. Árin þar á undan fjölgaði heimilum sem þurftu fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum en milli áranna 2013 og 2014 varð viðsnúningur og heimilum sem fá fjárhagsaðstoð fækkar. Þetta helst í hendur við þróun í átt að auknum tekjujöfnuði en tekjur hafa ekki dreifst jafnar milli fólks hér á landi frá því mælingar Hagstofunnar hófust árið 2004. Hlutfall landsmanna með tekjur undir lágtekjumörkum hefur dregist saman og aðeins einu sinni á síðustu 10 árum hafa jafn fáir mælst undir lágtekjumörkum, samkvæmt nýbirtum Félagsvísum velferðarráðuneytisins og Hagstofu Íslands 2015.Það er ávallt ánægjulegt þegar hagur heimilanna batnar. Þessi bætta staða er afleiðing margra samverkandi þátta en ætla má að atvinnumöguleikar og aukin áhersla á velferð vegi þar nokkuð. Frá árinu 2013 hafa skapast um 15.000 ný störf og mælist atvinnuleysi á Íslandi nú það minnsta í Evrópu eða 3,6%, samkvæmt tölum Eurostat sem birtar voru í byrjun febrúar. Til samanburðar mælist atvinnuleysi að meðaltali um 9% í Evrópusambandslöndunum. Þetta er magnaður árangur ef við lítum til þess að árið 2010 mældist atvinnuleysi hér á landi 7,6%. Á síðustu árum hefur ríkisstjórnin ráðist í aðgerðir með það að leiðarljósi að auka velferð í samfélaginu og fleiri verkefni eru í farvatninu. Gerðar hafa verið breytingar á skattkerfinu, þannig hafa skattleysismörk og persónuafsláttur hækkað sem skilar sér í auknum ráðstöfunartekjum. Vörugjöld hafa einnig verið afnumin og skattar lækkað. Nú er til umræðu í velferðarnefnd frumvarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem fjallar um uppbyggingu félagslegra leiguíbúða fyrir efnaminni fjölskyldur. Markmið þeirrar vinnu er að bæta húsnæðisöryggi þessa hóps með auknu framboði á hagkvæmu leiguhúsnæði þar sem húsnæðiskostnaður verði í samræmi við greiðslugetu leigjenda. Auk þess er stefnt að breytingum á húsnæðisbótakerfinu, á þann hátt að húsnæðisstuðningur verði aukinn og grunnfjárhæð húsnæðisbóta og frítekjumörk hækkuð. Með fyrrnefndum aðgerðum eykst stuðningur enn frekar við þá sem minnstar hafa tekjurnar. Fólk sem fest hefur í fátækragildru fær þá möguleika á að komast í þá stöðu að ná endum saman í lok hvers mánaðar og leggja fyrir.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun