Unga fólkið og svikin Benóný Harðarson skrifar 9. mars 2016 09:50 Ekki bara á Íslandi, heldur í mörgum Evrópulöndum, eru að koma fram athyglisverðar tölur. Ungt fólk á aldrinum 21- 35 ára hefur það verra heldur en foreldrar þeirra höfðu það þegar þeir voru ungir. Auk þess eru laun ungs fólks í dag lægri, skuldirnar hærri og greiðslubyrði fyrir húsnæði er hærri. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur beint kröftum sínum að því að hjálpa tveimur þjóðfélagshópum. Fyrst mokaði ríkisstjórnin peningum úr ríkissjóði til þess að leiðrétta lán fólks á miðjum aldri og eldra fólki, en ljóst er að þetta hjálpaði þeim sem höfðu milliháar og háar tekjur mest. Ungt fólk fékk nánast ekkert af þessum 80 milljörðum. Þegar ríkisstjórnin var búin að moka þessum 80 milljörðum úr ríkissjóði lækkaði hún gjaldið fyrir auðlindir okkar. Ekki hjálpar það heldur ungu fólki, því eins og flestir vita hjálpar það þeim sem teljast til ríkasta 1% á Íslandi. Er það sanngjarnt? Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands hafa heildartekjur ungs fólks á aldrinum 25-39 ára dregist saman um tæplega 59 þúsund krónur á mánuði frá aldamótum, sem gerir um 708.000 krónur á ári. Tekjur allra annarra aldurshópa hafa hækkað frá árinu 2000, en þrátt fyrir það virðist sem þetta fólk hafi fengið mest úr ríkissjóði eftir hrun. Er það sanngjarnt?En hvað er til ráða? Ég tel að það sé ákall í íslensku samfélagi um breytingar. Ákall um sanngjarnara og fjölskylduvænna samfélag. Ríki og sveitarfélög þurfa að taka sig saman og gera ungu fólki kleift að starfa og búa á Íslandi, því þó að margir velji að flytja erlendis til að mennta sig og starfa þá leitar hugurinn alltaf aftur heim. Við fáum ekki þetta vel menntaða fólk heim aftur nema að lífskjör verði sambærileg hér og í nágrannalöndunum. Fæðingarorlof þarf að lengja. Það ætti að vera 12 mánuðir og þakið á greiðslum frá fæðingarorlofssjóði þarf að hækka. Engin úrræði eru til staðar eftir að fæðingarorlofi lýkur en það er ekki í boði í nútímasamfélagi. Leikskólar taka inn börn frá 12 mánaða aldri en sú þjónusta á að vera gjaldfrjáls. Það er í raun ótrúlegt að þetta fyrsta skólastig okkar sé ekki enn orðið gjaldfrjálst eins og grunnskólinn. Byggja þarf upp öflug leigufélög sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða og sveitarfélög og ríki þurfa að taka sig saman um þessa uppbyggingu. Það er ekki aðeins húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu heldur landinu öllu, og finna þarf leið til þess að það sé mögulegt að byggja húsnæði á sem flestum stöðum á landinu. Námslán ættu að vera styrkur að hluta til. Í dag vinna margir með háskólanámi til að taka lægri námslán, og það fólk er jafnvel lengri tíma að klára nám. Það er líka dýrt fyrir samfélagið því hver auka önn í háskóla kostar hundruð þúsunda fyrir samfélagið. Heilbrigðisþjónusta á að vera fyrsta flokks og gjaldfrjáls. Í dag lesum við alls konar sögur í fjölmiðlum um að fólk greiði tugi þúsunda fyrir að leita sér læknisþjónustu. Þetta er ekki boðlegt í norrænu velferðarsamfélagi, því þessa þjónustu erum við búin að greiða með sköttunum okkar. Við þurfum banka sem hugsa um samfélagið en ekki aðeins um að hámarka hagnað, banka sem heldur þjónustugjöldum og vöxtum niðri, banka sem borgar starfsfólki sínu góð og sanngjörn laun en er laus við bankabónusa og annað sem minnkar tiltrú fólks á fjármálastofnunum.Er þetta draumsýn? Við Íslendingar eigum ótrúlegt magn af auðlindum. Við eigum fiskinn í sjónum, við eigum rafmagnið, náttúruna og hreina vatnið. Ef við notum arðinn af þessum auðlindum skynsamlega eru þetta raunhæf markmið. Við sem þjóð verðum að gera samfélagssáttmála um þessi atriði. Ef við gerum það munu allir hafa það betra í nútíð og framtíð, og það hlýtur alltaf að vera lokamarkmið okkar sem þjóðar að allir hafi það betra að lokum. Það eru kosningar eftir rúmt ár. Ég tel að þær kosningar muni snúast um það í hvernig samfélagi við viljum búa, og hvort við viljum ekki gera samfélagið okkar sjálfbært, sanngjarnt, félagslegt og fjölskylduvænt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Ekki bara á Íslandi, heldur í mörgum Evrópulöndum, eru að koma fram athyglisverðar tölur. Ungt fólk á aldrinum 21- 35 ára hefur það verra heldur en foreldrar þeirra höfðu það þegar þeir voru ungir. Auk þess eru laun ungs fólks í dag lægri, skuldirnar hærri og greiðslubyrði fyrir húsnæði er hærri. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur beint kröftum sínum að því að hjálpa tveimur þjóðfélagshópum. Fyrst mokaði ríkisstjórnin peningum úr ríkissjóði til þess að leiðrétta lán fólks á miðjum aldri og eldra fólki, en ljóst er að þetta hjálpaði þeim sem höfðu milliháar og háar tekjur mest. Ungt fólk fékk nánast ekkert af þessum 80 milljörðum. Þegar ríkisstjórnin var búin að moka þessum 80 milljörðum úr ríkissjóði lækkaði hún gjaldið fyrir auðlindir okkar. Ekki hjálpar það heldur ungu fólki, því eins og flestir vita hjálpar það þeim sem teljast til ríkasta 1% á Íslandi. Er það sanngjarnt? Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands hafa heildartekjur ungs fólks á aldrinum 25-39 ára dregist saman um tæplega 59 þúsund krónur á mánuði frá aldamótum, sem gerir um 708.000 krónur á ári. Tekjur allra annarra aldurshópa hafa hækkað frá árinu 2000, en þrátt fyrir það virðist sem þetta fólk hafi fengið mest úr ríkissjóði eftir hrun. Er það sanngjarnt?En hvað er til ráða? Ég tel að það sé ákall í íslensku samfélagi um breytingar. Ákall um sanngjarnara og fjölskylduvænna samfélag. Ríki og sveitarfélög þurfa að taka sig saman og gera ungu fólki kleift að starfa og búa á Íslandi, því þó að margir velji að flytja erlendis til að mennta sig og starfa þá leitar hugurinn alltaf aftur heim. Við fáum ekki þetta vel menntaða fólk heim aftur nema að lífskjör verði sambærileg hér og í nágrannalöndunum. Fæðingarorlof þarf að lengja. Það ætti að vera 12 mánuðir og þakið á greiðslum frá fæðingarorlofssjóði þarf að hækka. Engin úrræði eru til staðar eftir að fæðingarorlofi lýkur en það er ekki í boði í nútímasamfélagi. Leikskólar taka inn börn frá 12 mánaða aldri en sú þjónusta á að vera gjaldfrjáls. Það er í raun ótrúlegt að þetta fyrsta skólastig okkar sé ekki enn orðið gjaldfrjálst eins og grunnskólinn. Byggja þarf upp öflug leigufélög sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða og sveitarfélög og ríki þurfa að taka sig saman um þessa uppbyggingu. Það er ekki aðeins húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu heldur landinu öllu, og finna þarf leið til þess að það sé mögulegt að byggja húsnæði á sem flestum stöðum á landinu. Námslán ættu að vera styrkur að hluta til. Í dag vinna margir með háskólanámi til að taka lægri námslán, og það fólk er jafnvel lengri tíma að klára nám. Það er líka dýrt fyrir samfélagið því hver auka önn í háskóla kostar hundruð þúsunda fyrir samfélagið. Heilbrigðisþjónusta á að vera fyrsta flokks og gjaldfrjáls. Í dag lesum við alls konar sögur í fjölmiðlum um að fólk greiði tugi þúsunda fyrir að leita sér læknisþjónustu. Þetta er ekki boðlegt í norrænu velferðarsamfélagi, því þessa þjónustu erum við búin að greiða með sköttunum okkar. Við þurfum banka sem hugsa um samfélagið en ekki aðeins um að hámarka hagnað, banka sem heldur þjónustugjöldum og vöxtum niðri, banka sem borgar starfsfólki sínu góð og sanngjörn laun en er laus við bankabónusa og annað sem minnkar tiltrú fólks á fjármálastofnunum.Er þetta draumsýn? Við Íslendingar eigum ótrúlegt magn af auðlindum. Við eigum fiskinn í sjónum, við eigum rafmagnið, náttúruna og hreina vatnið. Ef við notum arðinn af þessum auðlindum skynsamlega eru þetta raunhæf markmið. Við sem þjóð verðum að gera samfélagssáttmála um þessi atriði. Ef við gerum það munu allir hafa það betra í nútíð og framtíð, og það hlýtur alltaf að vera lokamarkmið okkar sem þjóðar að allir hafi það betra að lokum. Það eru kosningar eftir rúmt ár. Ég tel að þær kosningar muni snúast um það í hvernig samfélagi við viljum búa, og hvort við viljum ekki gera samfélagið okkar sjálfbært, sanngjarnt, félagslegt og fjölskylduvænt.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun