Óvinur nr. 1 - Bændur Einar Freyr Elínarson skrifar 22. febrúar 2016 15:58 Nú keppast kapítalistar landsins af mikilli ákefð við að rakka niður nýja búvörusamninga. Ýmsum tölum er slegið upp og þær settar í samhengi við hina ýmsu hluti; landsspítala, Icesave samninga o.s.fr. Að sjálfsögðu minnist enginn þessarra frjálshyggjujöfra á það að flest öll lönd heimsins styðji við sinn landbúnað að sama skapi. Nei, þeir eru komnir til þess að sýna bjánum annarra landa hvernig gera skuli hlutina. Enginn þeirra hefur almennilega útskýrt hvernig hin séríslenska landbúnaðarlausn eigi að virka. Sjálfsagt er hugsunin sú að matvæli verði að mestu flutt inn. Einhversstaðar verði þó hægt að kaupa krúttlega íslenska mjólk og lambakjöt í kjörbúðum. Það er hins vegar enginn þeirra nógu djarfur til þess að segja hlutina hreint út. Hvað veldur? Það sem þeir segja ekki er að ef ekki væri fyrir þessa samninga þá væri matvöruverð einfaldlega þeim mun hærra út í búð. En þetta er kerfið sem við og önnur skynsöm ríki veljum til þess að tryggja matvælaframleiðslu. Mörgum kollega minna sárnar, eðlilega, að bændur séu nú málaðir sem afætur íslenskra neytenda. Sér í lagi svíður það að stórkapítalistarnir í Samtökum verslunar og þjónustu og Félagi Atvinnurekenda ásaki aðra um að maka krókinn. Það er svolítið eins og ef að ákveðinn stjörnulögfræðingur færi að ásaka einhvern annan um perraskap. Gróf líking já - en á því miður fullkomlega við.Hvað vilja bændur? Í nýjum samningum er auknu fjármagni veitt í landbúnaðinn, m.v. eldri samning. Ein ástæða þess er sú að bændur tóku á sig skerðingar í kjölfar hrunsins, eins og margir aðrir þjóðfélagshópar. Önnur ástæðan er sú að auknar aðbúnaðarkröfur þýða að margir þurfa að fara í dýrar ráðstafanir til þess að uppfylla kröfurnar. Bændur vilja breytingar á kerfinu. Verið er að hverfa frá dýru greiðslumarkskerfi sem vonandi verður til þess að laun bændanna enda í þeirra vasa en ekki hjá bankanum. Bændur stefna á aukna hagræðingu og sú hagræðing skilar sér svo í vasa neytenda og bænda. Bændur vilja halda áfram að framleiða góð matvæli sem uppfylla strangar kröfur um heilnæmi.Hvað vill verslunin? Verslunin vill bjóða neytendum upp á fjölbreytt vöruúrval, sem er mikilvægt. Það efast enginn um það að verslunin vilji gera vel við sína viðskiptavini, það vilja flestir góðir kaupmenn. En hvað er það sem raunverulega drífur verslunina. Er það ekki gróðahyggjan? Í nýlegri skýrslu sem Bændasamtökin létu vinna kom það bersýnilega í ljós hvað verslunin hugsar fyrst og fremst um og svarar þessarri spurningu. Ætla íslenskir neytendur að treysta þeim sem mest græða til að sjá um þeirra hagsmuni? Er það málið? Það eru skilaboðin sem streyma frá versluninni. Treystið okkur. Vantreystið bændum. Þeir maka bara krókinn. Það á greinilega að sannreyna það að ef sama lygin er sögð nógu oft að þá fer fólk að trúa henni. En það breytir því ekki að þetta er kjaftæði. Ef verslunin vill tala á þessum nótum þá svörum við í sama tón. Ungir bændur eru óhræddir við þann söng. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Búvörusamningar Einar Freyr Elínarson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Nú keppast kapítalistar landsins af mikilli ákefð við að rakka niður nýja búvörusamninga. Ýmsum tölum er slegið upp og þær settar í samhengi við hina ýmsu hluti; landsspítala, Icesave samninga o.s.fr. Að sjálfsögðu minnist enginn þessarra frjálshyggjujöfra á það að flest öll lönd heimsins styðji við sinn landbúnað að sama skapi. Nei, þeir eru komnir til þess að sýna bjánum annarra landa hvernig gera skuli hlutina. Enginn þeirra hefur almennilega útskýrt hvernig hin séríslenska landbúnaðarlausn eigi að virka. Sjálfsagt er hugsunin sú að matvæli verði að mestu flutt inn. Einhversstaðar verði þó hægt að kaupa krúttlega íslenska mjólk og lambakjöt í kjörbúðum. Það er hins vegar enginn þeirra nógu djarfur til þess að segja hlutina hreint út. Hvað veldur? Það sem þeir segja ekki er að ef ekki væri fyrir þessa samninga þá væri matvöruverð einfaldlega þeim mun hærra út í búð. En þetta er kerfið sem við og önnur skynsöm ríki veljum til þess að tryggja matvælaframleiðslu. Mörgum kollega minna sárnar, eðlilega, að bændur séu nú málaðir sem afætur íslenskra neytenda. Sér í lagi svíður það að stórkapítalistarnir í Samtökum verslunar og þjónustu og Félagi Atvinnurekenda ásaki aðra um að maka krókinn. Það er svolítið eins og ef að ákveðinn stjörnulögfræðingur færi að ásaka einhvern annan um perraskap. Gróf líking já - en á því miður fullkomlega við.Hvað vilja bændur? Í nýjum samningum er auknu fjármagni veitt í landbúnaðinn, m.v. eldri samning. Ein ástæða þess er sú að bændur tóku á sig skerðingar í kjölfar hrunsins, eins og margir aðrir þjóðfélagshópar. Önnur ástæðan er sú að auknar aðbúnaðarkröfur þýða að margir þurfa að fara í dýrar ráðstafanir til þess að uppfylla kröfurnar. Bændur vilja breytingar á kerfinu. Verið er að hverfa frá dýru greiðslumarkskerfi sem vonandi verður til þess að laun bændanna enda í þeirra vasa en ekki hjá bankanum. Bændur stefna á aukna hagræðingu og sú hagræðing skilar sér svo í vasa neytenda og bænda. Bændur vilja halda áfram að framleiða góð matvæli sem uppfylla strangar kröfur um heilnæmi.Hvað vill verslunin? Verslunin vill bjóða neytendum upp á fjölbreytt vöruúrval, sem er mikilvægt. Það efast enginn um það að verslunin vilji gera vel við sína viðskiptavini, það vilja flestir góðir kaupmenn. En hvað er það sem raunverulega drífur verslunina. Er það ekki gróðahyggjan? Í nýlegri skýrslu sem Bændasamtökin létu vinna kom það bersýnilega í ljós hvað verslunin hugsar fyrst og fremst um og svarar þessarri spurningu. Ætla íslenskir neytendur að treysta þeim sem mest græða til að sjá um þeirra hagsmuni? Er það málið? Það eru skilaboðin sem streyma frá versluninni. Treystið okkur. Vantreystið bændum. Þeir maka bara krókinn. Það á greinilega að sannreyna það að ef sama lygin er sögð nógu oft að þá fer fólk að trúa henni. En það breytir því ekki að þetta er kjaftæði. Ef verslunin vill tala á þessum nótum þá svörum við í sama tón. Ungir bændur eru óhræddir við þann söng.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar