Hópmeðferðir í heilsugæslu Teitur Guðmundsson skrifar 23. febrúar 2016 13:02 Það er áhugavert að velta vöngum yfir möguleikunum sem eru í þjónustu heilsugæslunnar. Þar starfar þverfaglegt teymi sérfræðinga á mörgum sviðum. Nú stendur til að bæta við sálfræðingum á heilsugæslustöðvar og vonandi verður það sem allra fyrst. Vitað er að mörg þau vandamál sem við glímum við dags daglega gætu verið leyst á þann máta. Það mætti líka hugsa sér að sjúkraþjálfar væru með fastar stöður á heilsugæslu, í Bretlandi t.d. var verkefni þar sem stoðkerfisverkjum var vísað beint á slíka til frumgreiningar og meðferðar. Það léttir örugglega töluvert á læknunum og bætir mögulega meðferð einstaklinga. Þá mætti vel ímynda sér að það væri gott að hafa lyfjafræðinga á hverri einingu sem gætu aðstoðað við innstillingu lyfja, skoðun aukaverkana og yfirferðar lyfjalista sem við þekkjum ágætlega erlendis frá og einnig af sjúkrahúsum. Það bætir meðferð einstaklingsins og er örugglega sparnaður þegar á heildina er litið. Næringarfræði og mataræði er nú orðinn snar þáttur í tengslum við forvarnir og heilsueflingu ekki síður en við nálgun á lífsstílssjúkdómana sem sannarlega eru áskorun næstu aldar í læknisfræði og öllum heilbrigðiskerfum vesturlanda. Forvarnir munu leika þar lykilhlutverk að mínu viti og vandinn verður ekki leystur nema við upptök hans. Mjög margt er verið að gera, en það hefur oft flogið í huga mér að hópameðferð líkt og reynd hefur verið víða gæti gagnast afar vel í samstarfi við aðrar fagstéttir. Það má ímynda sér að meðferð við flestum lífsstílssjúkdómum en einnig mörgum hinna hefðbundnari væri skemmtileg og árangursrík í hóp. Slík módel í tengslum við hugræna atferlismeðferð svo dæmi séu tekin eru að virka mjög vel, þá er vel þekkt sú nálgun í tengslum við AA hópa einnig þó hún sé vissulega að ákveðnu marki frábrugðin. Það er skemmst frá því að segja að hópmeðferð sjúklinga með sykursýki virðist gagnast betur en einstaklingsmeðferð ef marka má rannsókn á 75.000 einstaklingum í Kanada. Þar kom fram að þeir sem sóttu slíka fræðslu og meðferðarnálgun voru með helmingi færri tilfelli heimsókna á bráðamóttökur vegna sykurvanda, innlagna og sýkinga sem eru nokkur af megin vandamálunum er tengjast sykursýki. Þarna er mögulega ein af mörgum lausnum á aðflæðivanda Landspítala, sem er ekki síður stórt vandamál en fráflæðivandi hans. Það má ímynda sér að þessi nálgun myndi virka vel á mjög marga af þeim sjúkdómum sem heilsugæslan glímir við og má þar nefna háþrýsting, offitu, verkja og stoðkerfisvanda, lungnasjúkdóma, meltingarsjúkdóma ýmis konar og auðvitað geðsjúkdóma en þar erum við lengst komin í að beita þessari nálgun. Tíma fagfólksins getur verið betur varið ef það er að hluta til með slíka móttöku og fræðslu, þannig kemst það yfir fleiri sjúklinga, getur staðlað betur vinnuferla sína, þannig aukið gæði meðferðar og síðast en ekki síst er þetta líklega ódýrara form en hin hefbundnu einstaklingsviðtöl. Slík viðtöl munu auðvitað ekki hverfa og að öllum líkindum verða megin uppistaðan í þjónustunni áfram fyrst um sinn. Það væri þó vissulega mjög áhugavert að vinna í slíku módeli hér. Mikilvægt er að gefa fagfólkinu möguleika á að þróa þá þjónustu sem það vill veita innan þess ramma sem klínískar leiðbeiningar, rekstrarumhverfi og fjármagn leyfa. Fyrir einstaklingana verður nauðsynlegt að geta valið sér þjónustuaðila byggt á gæðum og framboði þjónustu. Slíkt fyrirkomulag er líkegra til að ná árangri. Við horfum fram á breytingar í umhverfi heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu á næstunni sem verður spennandi að fylgjast með, vonandi tekst okkur vel upp að bæta aðgengi, auka þjónustumagn og fjölbreytni þjónustuleiða. Hluti af þeirri leið verður að setja rekstur þeirra í hendurnar á fagfólkinu. Markmiðið hlýtur að vera að bæta heilsu og líðan einstaklinga og tryggja þjónustuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að velta vöngum yfir möguleikunum sem eru í þjónustu heilsugæslunnar. Þar starfar þverfaglegt teymi sérfræðinga á mörgum sviðum. Nú stendur til að bæta við sálfræðingum á heilsugæslustöðvar og vonandi verður það sem allra fyrst. Vitað er að mörg þau vandamál sem við glímum við dags daglega gætu verið leyst á þann máta. Það mætti líka hugsa sér að sjúkraþjálfar væru með fastar stöður á heilsugæslu, í Bretlandi t.d. var verkefni þar sem stoðkerfisverkjum var vísað beint á slíka til frumgreiningar og meðferðar. Það léttir örugglega töluvert á læknunum og bætir mögulega meðferð einstaklinga. Þá mætti vel ímynda sér að það væri gott að hafa lyfjafræðinga á hverri einingu sem gætu aðstoðað við innstillingu lyfja, skoðun aukaverkana og yfirferðar lyfjalista sem við þekkjum ágætlega erlendis frá og einnig af sjúkrahúsum. Það bætir meðferð einstaklingsins og er örugglega sparnaður þegar á heildina er litið. Næringarfræði og mataræði er nú orðinn snar þáttur í tengslum við forvarnir og heilsueflingu ekki síður en við nálgun á lífsstílssjúkdómana sem sannarlega eru áskorun næstu aldar í læknisfræði og öllum heilbrigðiskerfum vesturlanda. Forvarnir munu leika þar lykilhlutverk að mínu viti og vandinn verður ekki leystur nema við upptök hans. Mjög margt er verið að gera, en það hefur oft flogið í huga mér að hópameðferð líkt og reynd hefur verið víða gæti gagnast afar vel í samstarfi við aðrar fagstéttir. Það má ímynda sér að meðferð við flestum lífsstílssjúkdómum en einnig mörgum hinna hefðbundnari væri skemmtileg og árangursrík í hóp. Slík módel í tengslum við hugræna atferlismeðferð svo dæmi séu tekin eru að virka mjög vel, þá er vel þekkt sú nálgun í tengslum við AA hópa einnig þó hún sé vissulega að ákveðnu marki frábrugðin. Það er skemmst frá því að segja að hópmeðferð sjúklinga með sykursýki virðist gagnast betur en einstaklingsmeðferð ef marka má rannsókn á 75.000 einstaklingum í Kanada. Þar kom fram að þeir sem sóttu slíka fræðslu og meðferðarnálgun voru með helmingi færri tilfelli heimsókna á bráðamóttökur vegna sykurvanda, innlagna og sýkinga sem eru nokkur af megin vandamálunum er tengjast sykursýki. Þarna er mögulega ein af mörgum lausnum á aðflæðivanda Landspítala, sem er ekki síður stórt vandamál en fráflæðivandi hans. Það má ímynda sér að þessi nálgun myndi virka vel á mjög marga af þeim sjúkdómum sem heilsugæslan glímir við og má þar nefna háþrýsting, offitu, verkja og stoðkerfisvanda, lungnasjúkdóma, meltingarsjúkdóma ýmis konar og auðvitað geðsjúkdóma en þar erum við lengst komin í að beita þessari nálgun. Tíma fagfólksins getur verið betur varið ef það er að hluta til með slíka móttöku og fræðslu, þannig kemst það yfir fleiri sjúklinga, getur staðlað betur vinnuferla sína, þannig aukið gæði meðferðar og síðast en ekki síst er þetta líklega ódýrara form en hin hefbundnu einstaklingsviðtöl. Slík viðtöl munu auðvitað ekki hverfa og að öllum líkindum verða megin uppistaðan í þjónustunni áfram fyrst um sinn. Það væri þó vissulega mjög áhugavert að vinna í slíku módeli hér. Mikilvægt er að gefa fagfólkinu möguleika á að þróa þá þjónustu sem það vill veita innan þess ramma sem klínískar leiðbeiningar, rekstrarumhverfi og fjármagn leyfa. Fyrir einstaklingana verður nauðsynlegt að geta valið sér þjónustuaðila byggt á gæðum og framboði þjónustu. Slíkt fyrirkomulag er líkegra til að ná árangri. Við horfum fram á breytingar í umhverfi heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu á næstunni sem verður spennandi að fylgjast með, vonandi tekst okkur vel upp að bæta aðgengi, auka þjónustumagn og fjölbreytni þjónustuleiða. Hluti af þeirri leið verður að setja rekstur þeirra í hendurnar á fagfólkinu. Markmiðið hlýtur að vera að bæta heilsu og líðan einstaklinga og tryggja þjónustuna.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar