Mannauður í mjólkinni Ari Edwald og Inga Guðrún Birgisdóttir skrifar 24. febrúar 2016 16:30 Rótari dagurinn er haldinn laugardaginn 27. febrúar og er þema dagsins í ár fjölmenning. Af því tilefni langar okkur að segja nokkur orð um mannauðinn hjá Mjólkursamsölunni eða MS eins og það er oft kallað. MS er einstakt fyrirtæki að mörgu leiti. Flestir þekkja fyrirtækið eða a.m.k einhverja af vörunum sem það framleiðir og hafa líklega smakkað fleiri en eina þeirra. Vörur þess rata inn á flest heimili í landinu og það er eitt af stærstu matvæla- og framleiðslufyrirtækjum á Íslandi sem gerir það líka að einum af stærri vinnustöðum landsins. Fyrirtækið hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum. Mjólkursamlög hafa sameinast og sérhæfing aukist. Í dag eru starfsstöðvar fyrirtækisins á fimm stöðum þ.e. Reykjavík, Búðardal, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi en að auki er birgðastöð á Ísafirði. Til samanburðar voru mjólkursamlög árið 2006 níu talsins og flest voru þau átján. Þetta hefur leitt til aukinnar hagræðingar og verðlækkunar á mjólkurvörum sem skiptir máli fyrir samfélagið. Að sama skapi hafa störf þeirra sem þar starfa þróast samhliða nýjum tæknimöguleikum og breyttu skipulagi. Mjólk virðist tiltölulega einfalt hráefni sem ýmsar mjólkurvörur eru búnar til úr. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós gríðarlega flókið og viðkvæmt framleiðslu- og dreifingarferli þar sem Mjólkursamsalan umbreytir þessari ferskvöru í 500 mismunandi vörunúmer sem selja þarf á markaði. Á síðasta ári var framleitt úr 146 milljón lítrum af mjólk, þannig að umfang mjólkuröflunar og dreifing á vörum fyrirtækisins er samtals af svipaðri stærðargráðu og allur þorskkvóti landsmanna. Starfsfólk fyrirtækisins hefur því þróað með sér yfirgripsmikla sérþekkingu.Samsetning mannauðs MSMannauður mjólkursamsölunnar er mjög fjölbreyttur. Starfsmenn fyrirtækisins eru í dag 455 talsins og þessi fjöldi eykst þegar álagstímar eru á sumrin og í kringum jólin. Einnig má leiða líkum að því að mörg afleidd störf verði til vegna starfsemi MS en fyrirtækið nýtur þjónustu margra verktaka og þjónustuaðila. Hjá MS starfa mjólkurfræðingar, verkafólk við framleiðslu og pökkun, sérfræðingar í gæðaeftirliti, bílstjórar, verkstæðis- og viðhaldsfólk, lagerstarfsfólk, sölufulltrúar, vörukynnar, þjónustufulltrúar, skrifstofufólk og ýmsir aðrir sérfræðingar. Samtals starfa hjá fyrirtækinu í dag 340 karlmenn og 115 konur sem sýnir kynjahlutfallið 75% karlmenn og 25% kvenfólk. Meðalaldur þessara einstaklinga er 43,5 ár og meðalstarfsaldur er 10,7 ár. Ekki er óalgengt að veittar séu starfsaldursviðurkenningar fyrir 20, 30 og 40 starfsaldur og dæmi um hærri starfsaldur. Hlutfall starfsmanna sem starfað hafa hjá fyrirtækinu í þrjú ár eða minna er 32% sem sýnir að á undanförnum árum hefur verið töluvert um nýliðun. Ef hópurinn er skoðaður út frá þjóðerni má sjá að 15% starfsfólks er af erlendum uppruna frá 16 löndum. Sem dæmi um þjóðerni eru Nepal, Víetnam, Tæland, Pólland, norðurlandaþjóðir o.s.frv. Þetta sýnir hve mikil fjölbreytni býr í mannauð Mjólkursamsölunnar og það má því segja að þegar skyggnst er inn fyrir dyr hjá MS megi finna fjölþjóðlegt samfélag þar sem kennir margra grasa. Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri Mjólkursamsölunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Rótari dagurinn er haldinn laugardaginn 27. febrúar og er þema dagsins í ár fjölmenning. Af því tilefni langar okkur að segja nokkur orð um mannauðinn hjá Mjólkursamsölunni eða MS eins og það er oft kallað. MS er einstakt fyrirtæki að mörgu leiti. Flestir þekkja fyrirtækið eða a.m.k einhverja af vörunum sem það framleiðir og hafa líklega smakkað fleiri en eina þeirra. Vörur þess rata inn á flest heimili í landinu og það er eitt af stærstu matvæla- og framleiðslufyrirtækjum á Íslandi sem gerir það líka að einum af stærri vinnustöðum landsins. Fyrirtækið hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum. Mjólkursamlög hafa sameinast og sérhæfing aukist. Í dag eru starfsstöðvar fyrirtækisins á fimm stöðum þ.e. Reykjavík, Búðardal, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi en að auki er birgðastöð á Ísafirði. Til samanburðar voru mjólkursamlög árið 2006 níu talsins og flest voru þau átján. Þetta hefur leitt til aukinnar hagræðingar og verðlækkunar á mjólkurvörum sem skiptir máli fyrir samfélagið. Að sama skapi hafa störf þeirra sem þar starfa þróast samhliða nýjum tæknimöguleikum og breyttu skipulagi. Mjólk virðist tiltölulega einfalt hráefni sem ýmsar mjólkurvörur eru búnar til úr. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós gríðarlega flókið og viðkvæmt framleiðslu- og dreifingarferli þar sem Mjólkursamsalan umbreytir þessari ferskvöru í 500 mismunandi vörunúmer sem selja þarf á markaði. Á síðasta ári var framleitt úr 146 milljón lítrum af mjólk, þannig að umfang mjólkuröflunar og dreifing á vörum fyrirtækisins er samtals af svipaðri stærðargráðu og allur þorskkvóti landsmanna. Starfsfólk fyrirtækisins hefur því þróað með sér yfirgripsmikla sérþekkingu.Samsetning mannauðs MSMannauður mjólkursamsölunnar er mjög fjölbreyttur. Starfsmenn fyrirtækisins eru í dag 455 talsins og þessi fjöldi eykst þegar álagstímar eru á sumrin og í kringum jólin. Einnig má leiða líkum að því að mörg afleidd störf verði til vegna starfsemi MS en fyrirtækið nýtur þjónustu margra verktaka og þjónustuaðila. Hjá MS starfa mjólkurfræðingar, verkafólk við framleiðslu og pökkun, sérfræðingar í gæðaeftirliti, bílstjórar, verkstæðis- og viðhaldsfólk, lagerstarfsfólk, sölufulltrúar, vörukynnar, þjónustufulltrúar, skrifstofufólk og ýmsir aðrir sérfræðingar. Samtals starfa hjá fyrirtækinu í dag 340 karlmenn og 115 konur sem sýnir kynjahlutfallið 75% karlmenn og 25% kvenfólk. Meðalaldur þessara einstaklinga er 43,5 ár og meðalstarfsaldur er 10,7 ár. Ekki er óalgengt að veittar séu starfsaldursviðurkenningar fyrir 20, 30 og 40 starfsaldur og dæmi um hærri starfsaldur. Hlutfall starfsmanna sem starfað hafa hjá fyrirtækinu í þrjú ár eða minna er 32% sem sýnir að á undanförnum árum hefur verið töluvert um nýliðun. Ef hópurinn er skoðaður út frá þjóðerni má sjá að 15% starfsfólks er af erlendum uppruna frá 16 löndum. Sem dæmi um þjóðerni eru Nepal, Víetnam, Tæland, Pólland, norðurlandaþjóðir o.s.frv. Þetta sýnir hve mikil fjölbreytni býr í mannauð Mjólkursamsölunnar og það má því segja að þegar skyggnst er inn fyrir dyr hjá MS megi finna fjölþjóðlegt samfélag þar sem kennir margra grasa. Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri Mjólkursamsölunnar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun