Íslenski boltinn

Gary Martin gerði þriggja ára samning við Víking

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gary Martin við undirskriftina í kvöld með Milos Milojevic, þjálfara, og Heimi Gunnlaugssyni, formanni meistaraflokksráðs Víkings.
Gary Martin við undirskriftina í kvöld með Milos Milojevic, þjálfara, og Heimi Gunnlaugssyni, formanni meistaraflokksráðs Víkings. vísir/ernir
Gary Martin gekk í dag frá samningi til þriggja ára við Pepsi-deildarlið Víkings, en hann kemur í Fossvoginn frá KR.

Gary gekk í raðir KR frá ÍA um mitt sumar 2012 og varð markakóngur deildarinnar 2014 þegar hann skoraði þrettán mörk.

Víkingur hafði á endanum betur í baráttu við Breiðablik um leikmanninn sem ræddu við Gary á síðustu tveimur dögum, en KR var búið að samþykkja tilboð beggja liða í framherjann.

Þessi 25 ára gamli Englendingur hefur skorað 38 mörk í 80 leikjum í efstu deild fyrir KR og ÍA.

Viðtal við Gary birtist á Vísi aðeins síðar í kvöld.


Tengdar fréttir

Gary Martin samdi við Víking

Enski framherjinn færir sig úr Vesturbænum í Fossvoginn og spilar með Víkingum í Pepsi-deildinni næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×